Popovich, sem hefur heldur betur gert garðinn frægan sem þjálfari í NBA deildinni í gegnum tíðina, mun ekki snúa aftur á hliðarlínunna á yfirstandandi tímabili eftir að hafa fengið heilablóðfall. Þá er óvíst með framhaldið á hans þjálfaraferli.
Rætt var um sigursæla sögu Popovich í NBA þættinum Lögmál leiksins og hann sagður eins konar Pep Guardiola körfuboltans. Þá höfðu menn áhyggjur af framhaldinu hjá San Antonio Spurs í ljósi þessara frétta.
Lögmál leiksins verður á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 í kvöld klukkan átta. Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.