Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 08:03 Serena Williams hefur fjárfest í nokkrum íþróttafélögum eftir að tennisferlinum lauk. Getty/Lionel Hahn Bandaríska tennisgoðsögnin Serena Williams er alls ekki hætt að skipta sér af íþróttum þó að spaðinn sé kominn á hilluna. Hún er nú orðin einn af eigendum nýs körfuboltafélags. Williams, sem vann 23 risamót á sínum ferli, er kominn í eigendahóp Toronto Tempo. Þetta kanadíska lið var stofnað í vetur og verður á næsta ári fyrsta liðið utan Bandaríkjanna til þess að spila í WNBA-deildinni. „Þessi stund snýst ekki bara um körfubolta heldur að sýna hið sanna gildi og getu íþróttakvenna. Ég hef alltaf sagt það að kvennaíþróttir séu ótrúlega gott fjárfestingartækifæri,“ sagði Williams. Eftir að næsta tímabili lýkur í október mun Toronto Tempo, ásamt nýju liði frá Portland, taka þátt í leikmannavali til að fylla í leikmannahóp sinn. Aðaleigandi Toronto Tempo er Kilmer Sports Ventures, undir forystu Larry Tanenbaum, en forseti félagsins er Teresa Resch. „Ég er spennt fyrir því að ganga til liðs við Larry og Kanada allt í að búa til og skrá sögu þessa nýja WNBA-félags,“ sagði hin sigursæla Williams. Í tilkynningu frá Toronto segir að Williams muni meðal annars koma að hönnun á treyjum nýja félagsins og vörum tengdum félaginu. „Serena Williams er goðsögn, fyrirmynd og með kraft til að breyta heiminum,“ sagði Tanenbaum. „Hún hefur unnið fyrir öllum sínum árangri með dugnaði, þrautseigju og ákveðni þrátt fyrir endalausar áskoranir. Hún stendur fyrir nákvæmlega það sem að Tempo á að standa fyrir. Við gætum ekki verið stoltari af því að hafa Serenu í okkar liði,“ sagði Tanenbaum. Williams hefur áður eignast hluta í Miami Dolphins, Angel City FC og Los Angeles Golf Club. WNBA Tennis Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Williams, sem vann 23 risamót á sínum ferli, er kominn í eigendahóp Toronto Tempo. Þetta kanadíska lið var stofnað í vetur og verður á næsta ári fyrsta liðið utan Bandaríkjanna til þess að spila í WNBA-deildinni. „Þessi stund snýst ekki bara um körfubolta heldur að sýna hið sanna gildi og getu íþróttakvenna. Ég hef alltaf sagt það að kvennaíþróttir séu ótrúlega gott fjárfestingartækifæri,“ sagði Williams. Eftir að næsta tímabili lýkur í október mun Toronto Tempo, ásamt nýju liði frá Portland, taka þátt í leikmannavali til að fylla í leikmannahóp sinn. Aðaleigandi Toronto Tempo er Kilmer Sports Ventures, undir forystu Larry Tanenbaum, en forseti félagsins er Teresa Resch. „Ég er spennt fyrir því að ganga til liðs við Larry og Kanada allt í að búa til og skrá sögu þessa nýja WNBA-félags,“ sagði hin sigursæla Williams. Í tilkynningu frá Toronto segir að Williams muni meðal annars koma að hönnun á treyjum nýja félagsins og vörum tengdum félaginu. „Serena Williams er goðsögn, fyrirmynd og með kraft til að breyta heiminum,“ sagði Tanenbaum. „Hún hefur unnið fyrir öllum sínum árangri með dugnaði, þrautseigju og ákveðni þrátt fyrir endalausar áskoranir. Hún stendur fyrir nákvæmlega það sem að Tempo á að standa fyrir. Við gætum ekki verið stoltari af því að hafa Serenu í okkar liði,“ sagði Tanenbaum. Williams hefur áður eignast hluta í Miami Dolphins, Angel City FC og Los Angeles Golf Club.
WNBA Tennis Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum