Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar 4. mars 2025 10:30 Nú er ég búinn að verja undanförnum vikum í Tansaníu nærri fólki sem lifir talsvert öðruvísi lífi en við erum vön í borgarlífi vesturlandabúans. Því lengri tíma sem ég ver hérna, því skýrara verður það fyrir mér hve langt við höfum villst af leið í nútíma samfélagi. Þegar ég fer í lítil þorp án áreita þar sem fólk hefur lifað í takt við náttúruna í árhundruðir sé ég visku í andlitunum sem minnir mig harkalega á mína eigin aftengingu og streitu. Fólkið þarf ekki að gera neitt eða segja neitt við mig. Maður finnur bara einhvern staðfastan kjarna, beintengingu og innri ró sem verður varla komið í orð. Ég skrifa þetta ekki til þess að upphefja allt hér úti, heldur til þess að lýsa því sem ég sé með eigin augum og finn í öllum frumum líkamans. Náttúran er fullkomin sköpun, þar sem hönnunin er svo nákvæm að það er eiginlega ekki hægt að koma því í orð. Því lengra sem við færumst náttúrunni og lögmálum hennar því stærri verður skekkjan. Í borgarlífi vesturlandabúans er aftengingin oft á tíðum orðin algjör. Við borðum mat sem er að megninu til framleiddur í verksmiðjum. Við erum stærstan hluta dagsins sósuð í gervibirtu og umhverfi uppfullu af eiturefnum. Ofan á það tökum við inn stanslaust misgáfulegt áreiti af upplýsingum í gegnum augun og eyrun. Í raun erum við upp til hópa daginn inn og út að setja rusl inn í munninn á okkur, rusl í augun á okkur, rusl í eyrun á okkur og rusl á húðina okkar (látum nefið liggja á milli hluta).Eðlileg niðurstaða alls þessa er að við höfum aldrei verið veikari og aldrei aftengdari innsæi okkar. Svo tökum við inn pillur til þess að laga vandann, sem skekkir okkur enn meira og aftengir okkur enn meira frá innsæinu og greindinni sem býr í frumum líkamans. Í allri þessarri aftengingu og veikindum er svo enn auðveldara að dáleiða okkur í að láta selja okkur hluti sem eru ekki góðir fyrir okkur. Matvælaiðnaðurinn er að stórum hluta orðinn að græðgismaskínu og lyfjaiðnaðurinn sömuleiðis. Svo er kominn upp heilsuiðnaður þar sem margt er gott, en allir þykjast vera með hina einu sönnu lausn sem virkar fyrir alla. Þó að auðvitað séu ákveðnir hlutir almennt góðir fyrir alla, en aðrir almennt slæmir má ekki gleymast að það hefur enginn verið í þínum líkama með þína sögu. Þess vegna veit þinn eigin líkami betur en allir sérfræðingar hvað virkar fyrir þig. Verkefnið fyrir okkur öll er að tengjast eigin líkamsgreind og innsæinu til þess að sækja bestu sérfræðiupplýsingar sem til eru. Þær sem búa nú þegar innra með þér. Ég hef sjálfur farið í gegnum löng tímabil af veikindum einmitt vegna þessarrar aftengingar og þarf stöðugt að vinna gegn henni til að vera heilbrigður. Í raun er ég mjög langt frá því að vera barnanna bestur í þessum efnum, en í hvert einasta skipti sem ég byrja að minnka ruslið sem ég tek inn í gegnum skynfærin, þá kikkar inn náttúruleg greind líkamans sem var þarna allan tímann, en ég gat bara ekki hlustað fyrir hávaðanum frá öllu ruslinu. Við vorum ekki hönnuð til þess að vera veik og líða illa og líkamar okkar eru virkilega góðir í að laga það sem aflaga hefur farið. En til þess að það geti gerst verðum við draga úr öllum óheilbrigðu áreitunum sem fara inn í kerfið, hvort sem það er í gegnum munninn, augun, húðina, eyrun eða nefið. Gleðin og léttirinn sem fylgir því þegar maður finnur náttúrulögmálin byrja að kikka inn í eigin líkama er eitthvað sem er erfitt að útskýra. Ef við erum í vafa um hvort eitthvað sé gott fyrir okkur er gott að spyrja sig hvort það sé í takt við lögmál náttúrunnar eða ekki. Leiðin áfram er að fara aftur til upprunans. Og leiðin til að breyta einhverju er að byrja að taka ábyrgð á sjálfum sér áður en maður gerir nokkuð annað. Þá byrjar að glitta í hina nýju jörð, sem kannski var þarna allan tímann áður en við villtumst af leið. Megum við öll eiga góðan dag og taka lítil skref til að tengjast innsæinu. Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Sölvi Tryggvason Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nú er ég búinn að verja undanförnum vikum í Tansaníu nærri fólki sem lifir talsvert öðruvísi lífi en við erum vön í borgarlífi vesturlandabúans. Því lengri tíma sem ég ver hérna, því skýrara verður það fyrir mér hve langt við höfum villst af leið í nútíma samfélagi. Þegar ég fer í lítil þorp án áreita þar sem fólk hefur lifað í takt við náttúruna í árhundruðir sé ég visku í andlitunum sem minnir mig harkalega á mína eigin aftengingu og streitu. Fólkið þarf ekki að gera neitt eða segja neitt við mig. Maður finnur bara einhvern staðfastan kjarna, beintengingu og innri ró sem verður varla komið í orð. Ég skrifa þetta ekki til þess að upphefja allt hér úti, heldur til þess að lýsa því sem ég sé með eigin augum og finn í öllum frumum líkamans. Náttúran er fullkomin sköpun, þar sem hönnunin er svo nákvæm að það er eiginlega ekki hægt að koma því í orð. Því lengra sem við færumst náttúrunni og lögmálum hennar því stærri verður skekkjan. Í borgarlífi vesturlandabúans er aftengingin oft á tíðum orðin algjör. Við borðum mat sem er að megninu til framleiddur í verksmiðjum. Við erum stærstan hluta dagsins sósuð í gervibirtu og umhverfi uppfullu af eiturefnum. Ofan á það tökum við inn stanslaust misgáfulegt áreiti af upplýsingum í gegnum augun og eyrun. Í raun erum við upp til hópa daginn inn og út að setja rusl inn í munninn á okkur, rusl í augun á okkur, rusl í eyrun á okkur og rusl á húðina okkar (látum nefið liggja á milli hluta).Eðlileg niðurstaða alls þessa er að við höfum aldrei verið veikari og aldrei aftengdari innsæi okkar. Svo tökum við inn pillur til þess að laga vandann, sem skekkir okkur enn meira og aftengir okkur enn meira frá innsæinu og greindinni sem býr í frumum líkamans. Í allri þessarri aftengingu og veikindum er svo enn auðveldara að dáleiða okkur í að láta selja okkur hluti sem eru ekki góðir fyrir okkur. Matvælaiðnaðurinn er að stórum hluta orðinn að græðgismaskínu og lyfjaiðnaðurinn sömuleiðis. Svo er kominn upp heilsuiðnaður þar sem margt er gott, en allir þykjast vera með hina einu sönnu lausn sem virkar fyrir alla. Þó að auðvitað séu ákveðnir hlutir almennt góðir fyrir alla, en aðrir almennt slæmir má ekki gleymast að það hefur enginn verið í þínum líkama með þína sögu. Þess vegna veit þinn eigin líkami betur en allir sérfræðingar hvað virkar fyrir þig. Verkefnið fyrir okkur öll er að tengjast eigin líkamsgreind og innsæinu til þess að sækja bestu sérfræðiupplýsingar sem til eru. Þær sem búa nú þegar innra með þér. Ég hef sjálfur farið í gegnum löng tímabil af veikindum einmitt vegna þessarrar aftengingar og þarf stöðugt að vinna gegn henni til að vera heilbrigður. Í raun er ég mjög langt frá því að vera barnanna bestur í þessum efnum, en í hvert einasta skipti sem ég byrja að minnka ruslið sem ég tek inn í gegnum skynfærin, þá kikkar inn náttúruleg greind líkamans sem var þarna allan tímann, en ég gat bara ekki hlustað fyrir hávaðanum frá öllu ruslinu. Við vorum ekki hönnuð til þess að vera veik og líða illa og líkamar okkar eru virkilega góðir í að laga það sem aflaga hefur farið. En til þess að það geti gerst verðum við draga úr öllum óheilbrigðu áreitunum sem fara inn í kerfið, hvort sem það er í gegnum munninn, augun, húðina, eyrun eða nefið. Gleðin og léttirinn sem fylgir því þegar maður finnur náttúrulögmálin byrja að kikka inn í eigin líkama er eitthvað sem er erfitt að útskýra. Ef við erum í vafa um hvort eitthvað sé gott fyrir okkur er gott að spyrja sig hvort það sé í takt við lögmál náttúrunnar eða ekki. Leiðin áfram er að fara aftur til upprunans. Og leiðin til að breyta einhverju er að byrja að taka ábyrgð á sjálfum sér áður en maður gerir nokkuð annað. Þá byrjar að glitta í hina nýju jörð, sem kannski var þarna allan tímann áður en við villtumst af leið. Megum við öll eiga góðan dag og taka lítil skref til að tengjast innsæinu. Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun