Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 4. mars 2025 10:45 Kosningar í VR standa yfir á næstu dögum og nú er mikilvægt að allt félagsfólk taki sér tíma til að vega og meta þá valkosti sem í boði eru. Styrkur VR hefur ávallt falist í því að félagsfólk taki sjálfstæðar ákvarðanir á eigin forsendum, en ekki vegna þess að ákveðnir hópar eða fylkingar hafi þegar ákveðið hvað sé „rétt“ fyrir alla. VR er of mikilvægt til að ákvarðanir um forystu þess séu teknar inn í lokuðu rými. Við þekkjum öll mikilvægi þess að gera upplýstar ákvarðanir, sama hvort það er í starfi, í lífinu eða þegar kemur að framtíð VR. Þetta eru ekki kosningar þar sem við eigum bara að fylgja einhverri línu, heldur er þetta tækifæri til að velja þann leiðtoga sem raunverulega stendur fyrir það sem skiptir okkur máli. Ég hvet alla til að kynna sér frambjóðendur og stefnu þeirra á eigin forsendum. VR hefur lengi verið leiðandi afl í íslensku vinnumarkaðsumhverfi og það er á okkar ábyrgð að tryggja að umræðan og kosningaferlið fari fram með lýðræðislegum hætti. Trúnaðarráð VR gegnir lykilhlutverki í að tryggja sterkt og öflugt félag. Því langar mig að hvetja þau sem taka þátt í umræðunni fyrir hönd einstakra frambjóðenda að halda sig við fagleg vinnubrögð og tryggja að allir frambjóðendur fái sanngjarnan og jafnan vettvang. Þegar félagsfólk VR fær að taka upplýsta ákvörðun án þrýstings eða áróðurs styrkir það félagið okkar til framtíðar. Ég hef lagt mikla áherslu á að VR eigi að vera fyrir allt félagsfólk, ekki bara fámennan hóp. Þess vegna hvet ég alla til að kynna sér stefnu frambjóðenda, vega og meta hvað skiptir þá mestu máli og taka svo ákvörðun sem byggir á eigin gildum og framtíðarsýn. Ekki láta skoðun fárra móta niðurstöðuna, þetta er kosning alls félagsfólks VR. Því fleiri sem taka þátt, því sterkara verður félagið okkar. Ég skora á allt félagsfólk að nýta atkvæðisrétt sinn, á sínum eigin forsendum. Kosningar fara fram dagana 6. til 13. mars nk, ég hvet félgsfólk til að kynna sér mín áherlsumál á www.thorsteinnskuli.is Vonandi eru þið að eiga góðan dag. Kær kveðja, Þorsteinn Skúli Sveinsson Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Kosningar í VR standa yfir á næstu dögum og nú er mikilvægt að allt félagsfólk taki sér tíma til að vega og meta þá valkosti sem í boði eru. Styrkur VR hefur ávallt falist í því að félagsfólk taki sjálfstæðar ákvarðanir á eigin forsendum, en ekki vegna þess að ákveðnir hópar eða fylkingar hafi þegar ákveðið hvað sé „rétt“ fyrir alla. VR er of mikilvægt til að ákvarðanir um forystu þess séu teknar inn í lokuðu rými. Við þekkjum öll mikilvægi þess að gera upplýstar ákvarðanir, sama hvort það er í starfi, í lífinu eða þegar kemur að framtíð VR. Þetta eru ekki kosningar þar sem við eigum bara að fylgja einhverri línu, heldur er þetta tækifæri til að velja þann leiðtoga sem raunverulega stendur fyrir það sem skiptir okkur máli. Ég hvet alla til að kynna sér frambjóðendur og stefnu þeirra á eigin forsendum. VR hefur lengi verið leiðandi afl í íslensku vinnumarkaðsumhverfi og það er á okkar ábyrgð að tryggja að umræðan og kosningaferlið fari fram með lýðræðislegum hætti. Trúnaðarráð VR gegnir lykilhlutverki í að tryggja sterkt og öflugt félag. Því langar mig að hvetja þau sem taka þátt í umræðunni fyrir hönd einstakra frambjóðenda að halda sig við fagleg vinnubrögð og tryggja að allir frambjóðendur fái sanngjarnan og jafnan vettvang. Þegar félagsfólk VR fær að taka upplýsta ákvörðun án þrýstings eða áróðurs styrkir það félagið okkar til framtíðar. Ég hef lagt mikla áherslu á að VR eigi að vera fyrir allt félagsfólk, ekki bara fámennan hóp. Þess vegna hvet ég alla til að kynna sér stefnu frambjóðenda, vega og meta hvað skiptir þá mestu máli og taka svo ákvörðun sem byggir á eigin gildum og framtíðarsýn. Ekki láta skoðun fárra móta niðurstöðuna, þetta er kosning alls félagsfólks VR. Því fleiri sem taka þátt, því sterkara verður félagið okkar. Ég skora á allt félagsfólk að nýta atkvæðisrétt sinn, á sínum eigin forsendum. Kosningar fara fram dagana 6. til 13. mars nk, ég hvet félgsfólk til að kynna sér mín áherlsumál á www.thorsteinnskuli.is Vonandi eru þið að eiga góðan dag. Kær kveðja, Þorsteinn Skúli Sveinsson Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar