Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2025 10:43 Í gær gerðu kafarar tilraun til að ná upp bílhræunum tveimur sem fóru í sjóinn en slæm veðurskilyrði setti strik í reikninginn. Vísir/Sigurjón Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. Til upprifjunar þá voru óveðurshvellirnir tveir um liðna helgi, annar seint á föstudagskvöld og hinn á sunnudagskvöld. Sá sem liggur á gjörgæsludeild var inn í bílnum sínum og í ökumannssætinu þegar aldan hrifsaði hann til sín og bíl hans með, auk annars bíls sem var mannlaus. Hinn sem fór í sjóinn var staddur á bryggjukantinum. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna er miður sín vegna málsins og man ekki eftir öðrum eins veðri og því sem skall á um helgina. „Þetta er það versta sem ég man eftir af þessari tegund. Það eru náttúrulega, það hafa komið svona atvik áður, aðeins veigaminni og þá líka í suðvestanátt með áhlaðanda og hárri ölduhæð en þetta var það versta.“ Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hvernig varð þér við þegar þú fréttir að tveir menn hefðu farið í sjóinn? „Það er ólýsanleg tilfinning og hugur minn og okkar hjá Faxaflóahöfnum er hjá aðstandendum og samstarfsmönnum þessa manns sem er á gjörgæslu.“ Gunnar var spurður hvort Faxaflóahafnir hefðu í hyggju að útbúa einhvers lags aðgerðaáætlun eða ráðstafanir þegar við sjáum að svipað veður er í kortunum; hvort það þurfi jafnvel að banna mannaferðir á höfninni þegar aðstæður eru svona hættulegar. Stærðarinnar alda hrifsaði til sín tvo bíla og tvo menn. Vísir/sigurjón „Að sjálfsögðu ætlum við öll að læra af þessum atburði eins og öllum náttúruhamförum, hvort sem það verður breytt verklag eða framkvæmdir en við förum yfir málið í sameiningu á næstunni.“ Veistu hver líðan þeirra er á þessari stundu? „Já ég veit bara að annar er á gjörgæslu en hinn er kominn heim af sjúkrahúsi og það er í lagi með hann. Hann er ómeiddur? „Já, hann er ómeiddur skilst mér.“ Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Akranes Veður Hafnarmál Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Til upprifjunar þá voru óveðurshvellirnir tveir um liðna helgi, annar seint á föstudagskvöld og hinn á sunnudagskvöld. Sá sem liggur á gjörgæsludeild var inn í bílnum sínum og í ökumannssætinu þegar aldan hrifsaði hann til sín og bíl hans með, auk annars bíls sem var mannlaus. Hinn sem fór í sjóinn var staddur á bryggjukantinum. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna er miður sín vegna málsins og man ekki eftir öðrum eins veðri og því sem skall á um helgina. „Þetta er það versta sem ég man eftir af þessari tegund. Það eru náttúrulega, það hafa komið svona atvik áður, aðeins veigaminni og þá líka í suðvestanátt með áhlaðanda og hárri ölduhæð en þetta var það versta.“ Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hvernig varð þér við þegar þú fréttir að tveir menn hefðu farið í sjóinn? „Það er ólýsanleg tilfinning og hugur minn og okkar hjá Faxaflóahöfnum er hjá aðstandendum og samstarfsmönnum þessa manns sem er á gjörgæslu.“ Gunnar var spurður hvort Faxaflóahafnir hefðu í hyggju að útbúa einhvers lags aðgerðaáætlun eða ráðstafanir þegar við sjáum að svipað veður er í kortunum; hvort það þurfi jafnvel að banna mannaferðir á höfninni þegar aðstæður eru svona hættulegar. Stærðarinnar alda hrifsaði til sín tvo bíla og tvo menn. Vísir/sigurjón „Að sjálfsögðu ætlum við öll að læra af þessum atburði eins og öllum náttúruhamförum, hvort sem það verður breytt verklag eða framkvæmdir en við förum yfir málið í sameiningu á næstunni.“ Veistu hver líðan þeirra er á þessari stundu? „Já ég veit bara að annar er á gjörgæslu en hinn er kominn heim af sjúkrahúsi og það er í lagi með hann. Hann er ómeiddur? „Já, hann er ómeiddur skilst mér.“
Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Akranes Veður Hafnarmál Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10
Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27