Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2025 10:43 Í gær gerðu kafarar tilraun til að ná upp bílhræunum tveimur sem fóru í sjóinn en slæm veðurskilyrði setti strik í reikninginn. Vísir/Sigurjón Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. Til upprifjunar þá voru óveðurshvellirnir tveir um liðna helgi, annar seint á föstudagskvöld og hinn á sunnudagskvöld. Sá sem liggur á gjörgæsludeild var inn í bílnum sínum og í ökumannssætinu þegar aldan hrifsaði hann til sín og bíl hans með, auk annars bíls sem var mannlaus. Hinn sem fór í sjóinn var staddur á bryggjukantinum. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna er miður sín vegna málsins og man ekki eftir öðrum eins veðri og því sem skall á um helgina. „Þetta er það versta sem ég man eftir af þessari tegund. Það eru náttúrulega, það hafa komið svona atvik áður, aðeins veigaminni og þá líka í suðvestanátt með áhlaðanda og hárri ölduhæð en þetta var það versta.“ Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hvernig varð þér við þegar þú fréttir að tveir menn hefðu farið í sjóinn? „Það er ólýsanleg tilfinning og hugur minn og okkar hjá Faxaflóahöfnum er hjá aðstandendum og samstarfsmönnum þessa manns sem er á gjörgæslu.“ Gunnar var spurður hvort Faxaflóahafnir hefðu í hyggju að útbúa einhvers lags aðgerðaáætlun eða ráðstafanir þegar við sjáum að svipað veður er í kortunum; hvort það þurfi jafnvel að banna mannaferðir á höfninni þegar aðstæður eru svona hættulegar. Stærðarinnar alda hrifsaði til sín tvo bíla og tvo menn. Vísir/sigurjón „Að sjálfsögðu ætlum við öll að læra af þessum atburði eins og öllum náttúruhamförum, hvort sem það verður breytt verklag eða framkvæmdir en við förum yfir málið í sameiningu á næstunni.“ Veistu hver líðan þeirra er á þessari stundu? „Já ég veit bara að annar er á gjörgæslu en hinn er kominn heim af sjúkrahúsi og það er í lagi með hann. Hann er ómeiddur? „Já, hann er ómeiddur skilst mér.“ Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Akranes Veður Hafnarmál Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Til upprifjunar þá voru óveðurshvellirnir tveir um liðna helgi, annar seint á föstudagskvöld og hinn á sunnudagskvöld. Sá sem liggur á gjörgæsludeild var inn í bílnum sínum og í ökumannssætinu þegar aldan hrifsaði hann til sín og bíl hans með, auk annars bíls sem var mannlaus. Hinn sem fór í sjóinn var staddur á bryggjukantinum. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna er miður sín vegna málsins og man ekki eftir öðrum eins veðri og því sem skall á um helgina. „Þetta er það versta sem ég man eftir af þessari tegund. Það eru náttúrulega, það hafa komið svona atvik áður, aðeins veigaminni og þá líka í suðvestanátt með áhlaðanda og hárri ölduhæð en þetta var það versta.“ Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hvernig varð þér við þegar þú fréttir að tveir menn hefðu farið í sjóinn? „Það er ólýsanleg tilfinning og hugur minn og okkar hjá Faxaflóahöfnum er hjá aðstandendum og samstarfsmönnum þessa manns sem er á gjörgæslu.“ Gunnar var spurður hvort Faxaflóahafnir hefðu í hyggju að útbúa einhvers lags aðgerðaáætlun eða ráðstafanir þegar við sjáum að svipað veður er í kortunum; hvort það þurfi jafnvel að banna mannaferðir á höfninni þegar aðstæður eru svona hættulegar. Stærðarinnar alda hrifsaði til sín tvo bíla og tvo menn. Vísir/sigurjón „Að sjálfsögðu ætlum við öll að læra af þessum atburði eins og öllum náttúruhamförum, hvort sem það verður breytt verklag eða framkvæmdir en við förum yfir málið í sameiningu á næstunni.“ Veistu hver líðan þeirra er á þessari stundu? „Já ég veit bara að annar er á gjörgæslu en hinn er kominn heim af sjúkrahúsi og það er í lagi með hann. Hann er ómeiddur? „Já, hann er ómeiddur skilst mér.“
Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Akranes Veður Hafnarmál Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10
Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27