Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. mars 2025 19:25 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri, Róbert Wessmann, forstjóri Alvotech, og Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri. Vísir Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. Leikskólamálin báru á góma í ræðu Skúla Helgasonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi borgarstjórnar í dag. „Eins og allir vita í þessum sal þá eru fyrirtækjaleikskólar ekki á dagskrá þessa nýja meirihlutasamstarfs sem við kynnum hér í dag,“ segir Skúli. Borgarlögmaður hafi fengið það hlutverk í tíð síðasta meirihluta að skilgreina samningsmarkmið og skilyrði borgaranna fyrir slíkri starfsemi, og niðurstaðan hafi verið sú að fyrirtækjaleikskólar væru frávik frá þeirri almennu reglu að börn séu tekin inn í leikskóla eftir aldursröð og passað væri upp á jafnræðisregluna. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir fyrirtækjaleikskóla ekki á dagskrá nýja meirihlutasamstarfsins.Vísir/Vilhelm Kreddustjórnmál ráði för Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir það ekki koma á óvart að nýr meirihluti hafi ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla, sem Framsókn hafi reynt að fá samþykktar í síðasta meirihluta, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir leitt að meirihlutinn láti kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. „Það er hrikalega sorglegt að hafa unnið í þessu Alvotech máli frá byrjun og sjá það drepið af þeim,“ segir Einar. Hugmyndir um leikskóla á vinnustöðum eins og á Landspítalanum eða Alvotech hafi verið langt komnar. „Fleiri vinnustaðir hefðu án efa komið í kjölfarið. Þar hefðu börn starfsmanna og börn úr hverfum borgarinnar fengið pláss sem nú verða ekki til.“ Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Alvotech Tengdar fréttir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Leikskólamálin báru á góma í ræðu Skúla Helgasonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi borgarstjórnar í dag. „Eins og allir vita í þessum sal þá eru fyrirtækjaleikskólar ekki á dagskrá þessa nýja meirihlutasamstarfs sem við kynnum hér í dag,“ segir Skúli. Borgarlögmaður hafi fengið það hlutverk í tíð síðasta meirihluta að skilgreina samningsmarkmið og skilyrði borgaranna fyrir slíkri starfsemi, og niðurstaðan hafi verið sú að fyrirtækjaleikskólar væru frávik frá þeirri almennu reglu að börn séu tekin inn í leikskóla eftir aldursröð og passað væri upp á jafnræðisregluna. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir fyrirtækjaleikskóla ekki á dagskrá nýja meirihlutasamstarfsins.Vísir/Vilhelm Kreddustjórnmál ráði för Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir það ekki koma á óvart að nýr meirihluti hafi ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla, sem Framsókn hafi reynt að fá samþykktar í síðasta meirihluta, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir leitt að meirihlutinn láti kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. „Það er hrikalega sorglegt að hafa unnið í þessu Alvotech máli frá byrjun og sjá það drepið af þeim,“ segir Einar. Hugmyndir um leikskóla á vinnustöðum eins og á Landspítalanum eða Alvotech hafi verið langt komnar. „Fleiri vinnustaðir hefðu án efa komið í kjölfarið. Þar hefðu börn starfsmanna og börn úr hverfum borgarinnar fengið pláss sem nú verða ekki til.“
Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Alvotech Tengdar fréttir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06