Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 5. mars 2025 11:30 Óhætt er að segja að megn óánægja sé meðal íbúðaeigenda í Þorrasölum með fyrirhugaða vinnslutillögu skipulagsnefndar Garðabæjar að deiliskipulagi fyrir Vetrarmýri og Smalaholt, sem legið hefur frammi til forkynningar. Fjölbýlishúsin við Þorrasali standa nærri sveitarfélagamörkum Kópavogs og Garðabæjar. Óánægjan snýr sérstaklega að legu Vorbrautar að Öldusölum. Í deiliskipulagi Hnoðraholts norður er gert ráð fyrir að Vorbrautin liggi við Þorrasali að Öldusölum í Leirdalsopi. Það er fáeina metra frá fjölbýlishúsunum í Þorrasölum með tilheyrandi óþægindum og óöryggi fyrir íbúa á öllum aldri. Íbúðaeigendur og húsfélög í Þorrasölum hafa þegar mótmælt tillögunum og komið þeim skýrt á framfæri við skipulagsyfirvöld í Garðabæ og Kópavogi. Hvað það varðar, má jafnframt geta þess að húsfélögin í Þorrasölum funduðu með stjórnendum Kópavogsbæjar um málið þar sem mótmælum íbúa var komið vel á framfæri. Þá hefur fyrirhuguð framkvæmd Garðabæjar einnig verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ekki boðlegt íbúum Krafa íbúðaeigenda í Þorrasölum er að Garðabær falli þegar í stað frá áformum um lagningu Vorbrautar og að Kópavogsbær standi heilshugar við bakið á íbúum bæjarfélagsins enda Þorrasalir í landi Kópavogs. Að mati íbúðaeigenda er framkvæmdin algjörlega óþörf auk þess sem hún kemur til með að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og lífsgæði íbúanna sem völdu að fjárfesta í Þorrasölum vegna nálægðar við fallegt útivistarsvæði og þægilegt umhverfi. Vorbraut er ætlað að liggja rúmlega 40 metra frá fjölbýlishúsunum í Þorrasölum með tengingu við Öldusali sem liggur um 10 metra frá austurhlið Þorrasala 1-3. Samkvæmt umferðarspá er áætlað að um 9.000 bifreiðar muni fara um Vorbrautina daglega. Ekki er ólíklegt að það sé vanáætlað enda framundan gríðarleg uppbygging á svæðinu. Áhyggjur íbúðaeigenda beinast ekki síður að óþægindum og aukinni slysahættu, ekki síst á börnum, þar sem veginum er ætlað að liggja mjög nærri leiksvæðum. Auk þessa er rétt að benda á að framkvæmdin mun valda heilsuspillandi mengun í formi hljóðmengunar og útblásturs. Ljóst er að framkvæmd sem þessi mun rýra verðgildi íbúðanna í Þorrasölum, skerða útsýni og skapa umferðarþunga á nærliggjandi götum við fjölbýlishúsin. Með aukinni bílaumferð mun hávaðamengun jafnframt aukast með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúðaeigendur þar sem miklar líkur eru á að skipta þurfi um gler að mati byggingarverktaka til að auka hljóðvist þar sem ekki hafi verið reiknað með hraðbraut í bakgarðinum þegar fjölbýlishúsin í Þorrasölum voru byggð. Það eigi jafnframt við um svalirnar sem snúa að Vorbrautinni, koma þurfi upp svalalokunum til að bæta hljóðvist. Vorbraut tímaskekkja Í ljósi þessara neikvæðu áhrifa þarf engum að koma á óvart að íbúar í Þorrasölum geri alvarlegar athugasemdir við þessar fyrirhuguðu vegaframkvæmdir á vegum Garðabæjar. Þá er ekki í boði að Kópavogsbær sitji hjá þar sem áætlanir um tengingu brautarinnar við gatnakerfi Kópavogs er óviðunandi með öllu. Íbúðaeigendur krefjast þess að Kópavogsbær endurskoði samkomulagið sem gert var við Garðabæ árið 2021, sem felur í sér samþykki fyrir tengingu brautarinnar við gatnakerfi Kópavogs, verði ekki hlustað á varnaðarorð íbúa. Samkomulagið byggir á því að Vorbraut neðan við fjölbýlishús í Þorrasölum verði sett í stokk eða veginum fundin ný lega fjær og neðar í landi með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif Vorbrautar á íbúðabyggð í Þorrasölum. Þannig verði komist hjá neikvæðum umhverfisáhrifum. Baráttan heldur áfram Það er alveg ljóst að íbúðaeigendur í Þorrasölum hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Algjör samstaða er meðal þeirra að berjast gegn þessari glórulausu framkvæmd með öllum tiltækum ráðum enda talin ógna öryggi, umhverfi og lífsgæðum íbúanna. Markmið íbúðaeigenda er jafnframt að forða Garðabæ frá alvarlegu skipulagsslysi með því að krefjast þess að sveitarfélagið falli frá þessum áformum. Vinnubrögð sem þessi eiga ekki að viðgangast í dag. Sveitarfélögin verða að átta sig á því að þau bera fulla ábyrgð á málinu, það gera þau með því að setja hagsmuni íbúa í öndvegi. Ef ekki, áskilja íbúðaeigendur sér allan rétt til að gera ítrustu kröfur á hendur Garðabæ, og eftir atvikum Kópavogsbæ, vegna tjóns sem þeir kunna að verða fyrir á eignum sínum, nái tillagan fram að ganga óbreytt. Þar sem fastlega má reikna með því að bæjarstjóri Garðabæjar lesi greinina með morgunkaffinu væri ekki úr vegi að hann boðaði fulltrúa húsfélaganna í Þorrasölum til fundar með það að markmiði að finna lausn á málinu. Það eina sem er ekki í boði, er að hunsa íbúðaeigendur í Þorrasölum. Höfundur er formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 1 – 3 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Garðabær Skipulag Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að megn óánægja sé meðal íbúðaeigenda í Þorrasölum með fyrirhugaða vinnslutillögu skipulagsnefndar Garðabæjar að deiliskipulagi fyrir Vetrarmýri og Smalaholt, sem legið hefur frammi til forkynningar. Fjölbýlishúsin við Þorrasali standa nærri sveitarfélagamörkum Kópavogs og Garðabæjar. Óánægjan snýr sérstaklega að legu Vorbrautar að Öldusölum. Í deiliskipulagi Hnoðraholts norður er gert ráð fyrir að Vorbrautin liggi við Þorrasali að Öldusölum í Leirdalsopi. Það er fáeina metra frá fjölbýlishúsunum í Þorrasölum með tilheyrandi óþægindum og óöryggi fyrir íbúa á öllum aldri. Íbúðaeigendur og húsfélög í Þorrasölum hafa þegar mótmælt tillögunum og komið þeim skýrt á framfæri við skipulagsyfirvöld í Garðabæ og Kópavogi. Hvað það varðar, má jafnframt geta þess að húsfélögin í Þorrasölum funduðu með stjórnendum Kópavogsbæjar um málið þar sem mótmælum íbúa var komið vel á framfæri. Þá hefur fyrirhuguð framkvæmd Garðabæjar einnig verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ekki boðlegt íbúum Krafa íbúðaeigenda í Þorrasölum er að Garðabær falli þegar í stað frá áformum um lagningu Vorbrautar og að Kópavogsbær standi heilshugar við bakið á íbúum bæjarfélagsins enda Þorrasalir í landi Kópavogs. Að mati íbúðaeigenda er framkvæmdin algjörlega óþörf auk þess sem hún kemur til með að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og lífsgæði íbúanna sem völdu að fjárfesta í Þorrasölum vegna nálægðar við fallegt útivistarsvæði og þægilegt umhverfi. Vorbraut er ætlað að liggja rúmlega 40 metra frá fjölbýlishúsunum í Þorrasölum með tengingu við Öldusali sem liggur um 10 metra frá austurhlið Þorrasala 1-3. Samkvæmt umferðarspá er áætlað að um 9.000 bifreiðar muni fara um Vorbrautina daglega. Ekki er ólíklegt að það sé vanáætlað enda framundan gríðarleg uppbygging á svæðinu. Áhyggjur íbúðaeigenda beinast ekki síður að óþægindum og aukinni slysahættu, ekki síst á börnum, þar sem veginum er ætlað að liggja mjög nærri leiksvæðum. Auk þessa er rétt að benda á að framkvæmdin mun valda heilsuspillandi mengun í formi hljóðmengunar og útblásturs. Ljóst er að framkvæmd sem þessi mun rýra verðgildi íbúðanna í Þorrasölum, skerða útsýni og skapa umferðarþunga á nærliggjandi götum við fjölbýlishúsin. Með aukinni bílaumferð mun hávaðamengun jafnframt aukast með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúðaeigendur þar sem miklar líkur eru á að skipta þurfi um gler að mati byggingarverktaka til að auka hljóðvist þar sem ekki hafi verið reiknað með hraðbraut í bakgarðinum þegar fjölbýlishúsin í Þorrasölum voru byggð. Það eigi jafnframt við um svalirnar sem snúa að Vorbrautinni, koma þurfi upp svalalokunum til að bæta hljóðvist. Vorbraut tímaskekkja Í ljósi þessara neikvæðu áhrifa þarf engum að koma á óvart að íbúar í Þorrasölum geri alvarlegar athugasemdir við þessar fyrirhuguðu vegaframkvæmdir á vegum Garðabæjar. Þá er ekki í boði að Kópavogsbær sitji hjá þar sem áætlanir um tengingu brautarinnar við gatnakerfi Kópavogs er óviðunandi með öllu. Íbúðaeigendur krefjast þess að Kópavogsbær endurskoði samkomulagið sem gert var við Garðabæ árið 2021, sem felur í sér samþykki fyrir tengingu brautarinnar við gatnakerfi Kópavogs, verði ekki hlustað á varnaðarorð íbúa. Samkomulagið byggir á því að Vorbraut neðan við fjölbýlishús í Þorrasölum verði sett í stokk eða veginum fundin ný lega fjær og neðar í landi með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif Vorbrautar á íbúðabyggð í Þorrasölum. Þannig verði komist hjá neikvæðum umhverfisáhrifum. Baráttan heldur áfram Það er alveg ljóst að íbúðaeigendur í Þorrasölum hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Algjör samstaða er meðal þeirra að berjast gegn þessari glórulausu framkvæmd með öllum tiltækum ráðum enda talin ógna öryggi, umhverfi og lífsgæðum íbúanna. Markmið íbúðaeigenda er jafnframt að forða Garðabæ frá alvarlegu skipulagsslysi með því að krefjast þess að sveitarfélagið falli frá þessum áformum. Vinnubrögð sem þessi eiga ekki að viðgangast í dag. Sveitarfélögin verða að átta sig á því að þau bera fulla ábyrgð á málinu, það gera þau með því að setja hagsmuni íbúa í öndvegi. Ef ekki, áskilja íbúðaeigendur sér allan rétt til að gera ítrustu kröfur á hendur Garðabæ, og eftir atvikum Kópavogsbæ, vegna tjóns sem þeir kunna að verða fyrir á eignum sínum, nái tillagan fram að ganga óbreytt. Þar sem fastlega má reikna með því að bæjarstjóri Garðabæjar lesi greinina með morgunkaffinu væri ekki úr vegi að hann boðaði fulltrúa húsfélaganna í Þorrasölum til fundar með það að markmiði að finna lausn á málinu. Það eina sem er ekki í boði, er að hunsa íbúðaeigendur í Þorrasölum. Höfundur er formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 1 – 3
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun