Innlent

Skip­verji brotnaði og mót­töku frestað

Árni Sæberg skrifar
Frá sjósetningu skipsins í janúar í fyrra.
Frá sjósetningu skipsins í janúar í fyrra. Stjórnarráðið

Móttöku nýs hafrannsóknaskips, Þórunnar Þórðardóttur HF 300, hefur verið frestað um tæpa viku. Ástæðan er sú að koma þurfti handleggsbrotnum áhafnarmeðlimi undir læknishendur. 

Til stóð að blása til hátíðlegrar móttöku fyrir skipið, sem leysir hafrannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson HF 30 af hólmi, á föstudag. Skipið var sjósett í Vigo á Spáni þann 12. janúar í fyrra og til stóð að skipinu yrði siglt til landsins og það afhent Hafrannsóknastofnun í október sama ár.

Sú afhending frestaðist en skipið er nú á leið til landsins. Í boði matvælaráðuneytisins til fjölmiðla segir eftir að hafa beðið í vari við Færeyjar hafi þurft að snúa skipinu við á heimsiglingu til að koma einum áhafnarmeðlima undir læknishendur vegna handleggsbrots.

Heimkoma skipsins muni frestast af þessum sökum og móttökuathöfnin verði því haldin næstkomandi miðvikudag í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×