Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi forsetans til frönsku þjóðarinnar í kvöld.
Þar sagði hann einnig að hann væri opinn fyrir umræðu um að Frakkland myndi mögulega bjóða fram kjarnorkuvopnabúr Frakka til evrópskra bandamanna. Af orðum Macron að dæma átti hann þó frekar við um fælingarmátt kjarnorkuvopnanna, frekar en bókstaflega notkun þeirra.
Macron sagði Friedrich Merz, sem er líklegur til að verða Þýskalandskanslari, hafa kallað eftir slíkri umræðu.
Þess má geta að Frakkland er eina landið í Evrópusambandinu sem á kjarnorkuvopn.
Í ávarpi sínu talaði hann jafnframt um Rússland sem ógn við Frakkland og Evrópu. Þó yrði notkun á kjarnorkuvopnum Frakka enn einungis í höndum Frakklandsforseta.