Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. mars 2025 09:01 Guðrún Eva er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Mynd/Dóra Dúna „Það væri mér mikill heiður að keppa erlendis fyrir hönd Íslands og ómetanleg reynsla. Ég myndi einnig nýta tækifærið til að vekja athygli á þeim málefnum sem mér þykja mikilvæg,“ segir Guðrún Eva Hauksdóttir aðspurð af hverju hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Guðrún Eva Hauksdóttir Aldur? 18 ára Starf? Ég vinn á veitingastaðnum Sæta svínið Menntun? Ég er núna á þriðja og síðasta árinu mínu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Metnaðarfull, ævintýragjörn og umburðarlynd. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Örugglega hvað ég hef mörg áhugamál Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Foreldrar mínir, allan daginn. Hvað hefur mótað þig mest? Það er ekki eitthvað eitt sem hefur mótað mig mest. Lífið er ævintýri sem færir manni allskonar verkefni sem mótar mann á mismunandi hátt. Arnór Trausti Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Örugglega þegar ég var lítil og kom fyrst fram á sviði til að syngja. Ég hafði aldrei verið jafn stressuð en litla ég ímyndaði mér bara að allir í salnum væru vélmenni. Hverju ertu stoltust af? Þegar ég byrjaði að láta vaða á hluti sem ég hafði ekki þorað að gera áður. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að vera heilbrigð og eiga góða fjölskyldu. Hvernig tekstu á við stress og álag? Það hjálpar alltaf að hlusta á góða tónlist Besta heilræði sem þú hefur fengið? Við eigum bara eitt líf og ekki gleyma því að njóta litlu hlutanna og elta draumana þína. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var að þjóna til borðs í vinnunni missti ég vatnsflösku og hún helltist yfir gestina. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég kann ennþá að telja upp á tíu á finnsku eftir að hafa lært það sem barn ef það er leyndur hæfileiki. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Þegar fólk kemur vel fram við aðra og hefur jákvætt viðhorf til lífsins. En óheillandi? Þegar fólk sýnir öðrum óvirðingu og hefur alltaf neikvætt viðhorf til lífsins. Hver er þinn helsti ótti? Að missa fólkið sem ég elska. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi ennþá hamingjusöm. Það skiptir mig mestu máli. Hvaða tungumál talarðu? íslensku, ensku og smá spænsku og dönsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Núðlusúpa frá Tokyo Sushi. Hvaða lag tekur þú í karókí? At last með Etta James Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef ekki hitt neinn sérstaklega frægan en um þréttán ára aldur komst ég og vinkonur mínar í Instagram live stream hjá Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur þar til síminn minn varð batteríslaus. Tom Holland.EPA/DAVID SWANSON Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Mér finnst betra að eiga samskipti í eigin persónu. Það getur verið svo auðvelt að misskilja hvort annað í skilaboðum. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi setja megnið af peningnum upp í íbúð og mögulega nota hlut af honum til þess að ferðast. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef lengi vitað af þessari keppni og fundist hún heillandi. Áhuginn kom aðallega þegar fyrrum keppendur töluðu vel um hana við mig. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef bætt mig í að koma fram, lært sjálfsaga og öðlast meira sjálfstraust. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Mér finnst erfitt að velja bara eitt en það sem skiptir mig miklu máli er að við lærum öll að koma fram við hvort annað af kærleika. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Það er mikilvægt að hún sé góð fyrirmynd, metnaðarfull, jákvæð, umburðarlynd og tilbúin að takast á við þær áskoranir sem fylgja þessum titli. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Það væri mér mikill heiður að keppa erlendis fyrir hönd Íslands og ómetanleg reynsla. Ég myndi einnig nýta tækifærið til að vekja athygli á þeim málefnum sem mér þykja mikilvæg. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég velti því ekki fyrir mér. Ég er uppteknari af því að standa mig vel í því sem ég er að gera. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Ég tel að stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir í dag sé fíkn. Til þess að sporna við því er mjög mikilvægt að leggja höfuð áherslu á forvarnir. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ég myndi benda þeim á að kynna sér vel um hvað fegurðarsamkeppnir snúast um í dag og ekki dæma keppnina út frá gömlum staðalmyndum. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ „Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra,“ segir Kristín Anna Jónsdóttir aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir. 6. mars 2025 09:06 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir. 5. mars 2025 09:01 „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ „Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í,“ segir hin tvítuga Embla Sól Laxdal, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 4. mars 2025 09:01 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Guðrún Eva Hauksdóttir Aldur? 18 ára Starf? Ég vinn á veitingastaðnum Sæta svínið Menntun? Ég er núna á þriðja og síðasta árinu mínu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Metnaðarfull, ævintýragjörn og umburðarlynd. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Örugglega hvað ég hef mörg áhugamál Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Foreldrar mínir, allan daginn. Hvað hefur mótað þig mest? Það er ekki eitthvað eitt sem hefur mótað mig mest. Lífið er ævintýri sem færir manni allskonar verkefni sem mótar mann á mismunandi hátt. Arnór Trausti Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Örugglega þegar ég var lítil og kom fyrst fram á sviði til að syngja. Ég hafði aldrei verið jafn stressuð en litla ég ímyndaði mér bara að allir í salnum væru vélmenni. Hverju ertu stoltust af? Þegar ég byrjaði að láta vaða á hluti sem ég hafði ekki þorað að gera áður. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að vera heilbrigð og eiga góða fjölskyldu. Hvernig tekstu á við stress og álag? Það hjálpar alltaf að hlusta á góða tónlist Besta heilræði sem þú hefur fengið? Við eigum bara eitt líf og ekki gleyma því að njóta litlu hlutanna og elta draumana þína. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var að þjóna til borðs í vinnunni missti ég vatnsflösku og hún helltist yfir gestina. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég kann ennþá að telja upp á tíu á finnsku eftir að hafa lært það sem barn ef það er leyndur hæfileiki. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Þegar fólk kemur vel fram við aðra og hefur jákvætt viðhorf til lífsins. En óheillandi? Þegar fólk sýnir öðrum óvirðingu og hefur alltaf neikvætt viðhorf til lífsins. Hver er þinn helsti ótti? Að missa fólkið sem ég elska. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi ennþá hamingjusöm. Það skiptir mig mestu máli. Hvaða tungumál talarðu? íslensku, ensku og smá spænsku og dönsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Núðlusúpa frá Tokyo Sushi. Hvaða lag tekur þú í karókí? At last með Etta James Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef ekki hitt neinn sérstaklega frægan en um þréttán ára aldur komst ég og vinkonur mínar í Instagram live stream hjá Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur þar til síminn minn varð batteríslaus. Tom Holland.EPA/DAVID SWANSON Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Mér finnst betra að eiga samskipti í eigin persónu. Það getur verið svo auðvelt að misskilja hvort annað í skilaboðum. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi setja megnið af peningnum upp í íbúð og mögulega nota hlut af honum til þess að ferðast. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef lengi vitað af þessari keppni og fundist hún heillandi. Áhuginn kom aðallega þegar fyrrum keppendur töluðu vel um hana við mig. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef bætt mig í að koma fram, lært sjálfsaga og öðlast meira sjálfstraust. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Mér finnst erfitt að velja bara eitt en það sem skiptir mig miklu máli er að við lærum öll að koma fram við hvort annað af kærleika. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Það er mikilvægt að hún sé góð fyrirmynd, metnaðarfull, jákvæð, umburðarlynd og tilbúin að takast á við þær áskoranir sem fylgja þessum titli. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Það væri mér mikill heiður að keppa erlendis fyrir hönd Íslands og ómetanleg reynsla. Ég myndi einnig nýta tækifærið til að vekja athygli á þeim málefnum sem mér þykja mikilvæg. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég velti því ekki fyrir mér. Ég er uppteknari af því að standa mig vel í því sem ég er að gera. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Ég tel að stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir í dag sé fíkn. Til þess að sporna við því er mjög mikilvægt að leggja höfuð áherslu á forvarnir. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ég myndi benda þeim á að kynna sér vel um hvað fegurðarsamkeppnir snúast um í dag og ekki dæma keppnina út frá gömlum staðalmyndum.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ „Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra,“ segir Kristín Anna Jónsdóttir aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir. 6. mars 2025 09:06 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir. 5. mars 2025 09:01 „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ „Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í,“ segir hin tvítuga Embla Sól Laxdal, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 4. mars 2025 09:01 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
„Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ „Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra,“ segir Kristín Anna Jónsdóttir aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir. 6. mars 2025 09:06
„Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir. 5. mars 2025 09:01
„Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ „Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í,“ segir hin tvítuga Embla Sól Laxdal, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 4. mars 2025 09:01