StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar 6. mars 2025 12:31 Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélags Íslands, sem fer fram nú í marsmánuði, er mikilvægur viðburður sem hefur það að markmiði að vekja athygli á krabbameini hjá karlmönnum. Í ár er áherslan tengd lífsstíl og þróun krabbameina. Í Mottumars má segja að áhersla sé lögð á karlmenn líkt og áherslan er lögð á konur í Bleikum október. Í nýafstaðinni vitundarvakningu Krafts lögðum við áherslu almennt á ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og þau langtímaáhrif sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Hjá Krafti er hópur ungra karlmanna á aldrinum 18-40 ára sem hefur greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust 252 ungir karlmenn á aldrinum 20-39 ára með krabbamein en algengast var krabbamein í eistum og Hodkins. Þetta eru hópur ungra manna sem eiga allt lífið framundan og sem betur fer fjölgar lifendum hratt vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Krabbameinið og meðferðin við því geta hins vegar skilið eftir sig spor og þurfa margir að takast á við langvinnar aukaverkanir þrátt fyrir að læknast. Við vitum að þessi hópur mun stækka skv. tölfræði en gögnin spá til um að þriðji hver karlmaður mun greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókn Merck árið 2022 kom fram að karlmenn fara mun sjaldnar í forvarnarskoðanir en konur. Þetta getur leitt til seinkunar í greiningu og meðferð sem eykur hættuna á alvarlegum afleiðingum og því er til mikils að vinna að láta athuga sig strax ef einkenni finnast. Í ljósi þess, er nauðsynlegt að hvetja karla til að deila reynslusögum sínum og opna umræðuna um krabbamein til þess að ýta undir að ef þeir finni fyrir einkennum, óháð aldri, að þeir drífi sig í skoðun. Við segjum stundum í Krafti að við séum í klúbbnum sem enginn vill vera í en okkar hlutverk er að veita ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum stuðning á þeim erfiðu tímum sem fylgja verkefninu sem krabbamein er. Ég vil sérstaklega hvetja stráka sem eru með krabbamein eða greinast með krabbamein að koma í Kraft og nýta okkar þjónustu. Við bjóðum m.a. uppá jafningastuðning, hagsmunagæslu, öfluga fræðslu, fjárhagslegan stuðning og samveru á jafningjagrunni t.d. í StrákaKraft hópnum okkar. Mottumars er góð áminning um að lífsstíll skiptir miklu máli varðandi krabbamein. Með því að leggja áherslu á forvarnir og huga að lífsstílnum þá getum við minnkað okkar áhættu á því að þurfa að glíma við krabbamein síðar á ævinni. Rannsóknir sýna að ákveðnir þættir lífsstíls til dæmis hreyfing, matarræði og áfengisneysla geta haft áhrif á líkurnar á því að greinast með krabbamein. Í tilefni af Mottumars munum við hjá Krafti halda Kröftuga strákastund þann 26. mars nk. Á viðburðinum munu nokkrir hugrakkir ungir menn sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur, deila sögum sínum. Markmiðið með viðburðinum er að karlmenn sem þekkja krabbamein af eigin raun eða sem aðstandendur, hvort sem maki, sonur, faðir, bróðir, frændi, afi, vinur eða jafnvel samstarfsaðili, hittist, deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum. Auk þess viljum við opna umræðuna um krabbamein enn frekar og veita ungum karlmönnum innsýn í starfsemi Krafts. Viðburðinn má finna á Facebook síðu Krafts og hvetjum við ykkur til að taka daginn frá. Ítarleg dagskrá verður auglýst fljótlega á Facebook síðu Krafts og á kraftur.org. Það eru oft erfið spor að koma í fyrsta skipti í Kraft og á viðburði - ég veit það af eigin raun en ég get lofað því að við tökum vel á móti ykkur og aðstandendum! Höfundur er formaður Krafts. Kraftur er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélags Íslands, sem fer fram nú í marsmánuði, er mikilvægur viðburður sem hefur það að markmiði að vekja athygli á krabbameini hjá karlmönnum. Í ár er áherslan tengd lífsstíl og þróun krabbameina. Í Mottumars má segja að áhersla sé lögð á karlmenn líkt og áherslan er lögð á konur í Bleikum október. Í nýafstaðinni vitundarvakningu Krafts lögðum við áherslu almennt á ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og þau langtímaáhrif sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Hjá Krafti er hópur ungra karlmanna á aldrinum 18-40 ára sem hefur greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust 252 ungir karlmenn á aldrinum 20-39 ára með krabbamein en algengast var krabbamein í eistum og Hodkins. Þetta eru hópur ungra manna sem eiga allt lífið framundan og sem betur fer fjölgar lifendum hratt vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Krabbameinið og meðferðin við því geta hins vegar skilið eftir sig spor og þurfa margir að takast á við langvinnar aukaverkanir þrátt fyrir að læknast. Við vitum að þessi hópur mun stækka skv. tölfræði en gögnin spá til um að þriðji hver karlmaður mun greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókn Merck árið 2022 kom fram að karlmenn fara mun sjaldnar í forvarnarskoðanir en konur. Þetta getur leitt til seinkunar í greiningu og meðferð sem eykur hættuna á alvarlegum afleiðingum og því er til mikils að vinna að láta athuga sig strax ef einkenni finnast. Í ljósi þess, er nauðsynlegt að hvetja karla til að deila reynslusögum sínum og opna umræðuna um krabbamein til þess að ýta undir að ef þeir finni fyrir einkennum, óháð aldri, að þeir drífi sig í skoðun. Við segjum stundum í Krafti að við séum í klúbbnum sem enginn vill vera í en okkar hlutverk er að veita ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum stuðning á þeim erfiðu tímum sem fylgja verkefninu sem krabbamein er. Ég vil sérstaklega hvetja stráka sem eru með krabbamein eða greinast með krabbamein að koma í Kraft og nýta okkar þjónustu. Við bjóðum m.a. uppá jafningastuðning, hagsmunagæslu, öfluga fræðslu, fjárhagslegan stuðning og samveru á jafningjagrunni t.d. í StrákaKraft hópnum okkar. Mottumars er góð áminning um að lífsstíll skiptir miklu máli varðandi krabbamein. Með því að leggja áherslu á forvarnir og huga að lífsstílnum þá getum við minnkað okkar áhættu á því að þurfa að glíma við krabbamein síðar á ævinni. Rannsóknir sýna að ákveðnir þættir lífsstíls til dæmis hreyfing, matarræði og áfengisneysla geta haft áhrif á líkurnar á því að greinast með krabbamein. Í tilefni af Mottumars munum við hjá Krafti halda Kröftuga strákastund þann 26. mars nk. Á viðburðinum munu nokkrir hugrakkir ungir menn sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur, deila sögum sínum. Markmiðið með viðburðinum er að karlmenn sem þekkja krabbamein af eigin raun eða sem aðstandendur, hvort sem maki, sonur, faðir, bróðir, frændi, afi, vinur eða jafnvel samstarfsaðili, hittist, deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum. Auk þess viljum við opna umræðuna um krabbamein enn frekar og veita ungum karlmönnum innsýn í starfsemi Krafts. Viðburðinn má finna á Facebook síðu Krafts og hvetjum við ykkur til að taka daginn frá. Ítarleg dagskrá verður auglýst fljótlega á Facebook síðu Krafts og á kraftur.org. Það eru oft erfið spor að koma í fyrsta skipti í Kraft og á viðburði - ég veit það af eigin raun en ég get lofað því að við tökum vel á móti ykkur og aðstandendum! Höfundur er formaður Krafts. Kraftur er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun