Leikirnir verða leiknir á Þróttarvelli í Laugardal. Um er að ræða leiki við Noreg 4. apríl og við Sviss 8. apríl. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.
Íslenska liðið er með eitt stig í riðlinum eftir tvo útileiki í febrúar; markalaust jafntefli gegn Sviss og 2-3 tap gegn Frakklandi.
Eins og komið hefur fram er verið að endurnýja leikflötinn á Laugardalsvelli.
Áætlað er að völlurinn verði tilbúinn í júní og standa vonir til þess að heimaleikur A kvenna gegn Frakklandi 3. júní verði leikinn þar.
Ef það gengur ekki eftir þá fer sá leikur einnig fram á Þróttarvellinum.