Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 10:02 Þegar Keflavík missti síðast af sæti í úrslitakeppninni var enn eitt ár þar til að Ísland tók fyrst þátt í Eurovision, með ICY-flokkinn sem sinn fulltrúa. Samsett/Hulda/Eurovision Von Keflvíkinga um að komast í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta er orðin afar veik nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Það yrði svo sannarlega sögulegt ef liðið missti af sæti í úrslitakeppninni. Fjörutíu ár eru síðan að úrslitakeppnin fór síðast fram án þess að Keflavík væri með. Vera liðsins í úrslitakeppninni er því sú lengsta samfellda en gæti tekið enda núna. Í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld var farið yfir nokkrar staðreyndir um hvað var í gangi síðast þegar Keflavík komst ekki í úrslitakeppni. Ísland hafði þá til að mynda aldrei tekið þátt í Eurovision, Vigdís Finnbogadóttir var forseti, Pavel Ermolinskij og Kristrún Frostadóttir voru ekki fædd og fyrsti íslenski geisladiskurinn, sem nú er orðinn úreltur, hafði ekki verið framleiddur. Keflavík á eftir leiki við Stjörnuna og Þór Þorlákshöfn: „Þeir verða að vinna báða og vona að einhver úrslit falli með þeim. Mann langar rosalega mikið að hafa einhverja trú, ég veit að Siggi og Jonni [þjálfarar Keflavíkur] hafa reynt að þrengja „róteringuna“ og láta ákveðna aðila fá meiri ábyrgð, spila 33-38 mínútur, en maður sér þetta ekki gerast,“ sagði Sævar Sævarsson í Körfuboltakvöldi í gærkvöld en klippuna má sjá hér að neðan. Klippa: Síðast þegar Keflavík náði ekki í úrslitakeppni Teitur Örlygsson reyndi að hughreysta Keflvíkinga: „Þetta gerðist hjá Njarðvík fyrir þremur árum, svo að Keflavík þarf ekkert að örvænta. Það eru einhverjar leiðir til baka.“ „Munurinn á Keflavík og Njarðvík er að yngri flokka starfið má muna sinn fífil fegurri. Það eru einhverjir strákar að koma upp en það eru 2-3 ár í einhverja af þeim, og 4-5 ár í þá sem hafa mestu gæðin,“ sagði Sævar. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira
Fjörutíu ár eru síðan að úrslitakeppnin fór síðast fram án þess að Keflavík væri með. Vera liðsins í úrslitakeppninni er því sú lengsta samfellda en gæti tekið enda núna. Í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld var farið yfir nokkrar staðreyndir um hvað var í gangi síðast þegar Keflavík komst ekki í úrslitakeppni. Ísland hafði þá til að mynda aldrei tekið þátt í Eurovision, Vigdís Finnbogadóttir var forseti, Pavel Ermolinskij og Kristrún Frostadóttir voru ekki fædd og fyrsti íslenski geisladiskurinn, sem nú er orðinn úreltur, hafði ekki verið framleiddur. Keflavík á eftir leiki við Stjörnuna og Þór Þorlákshöfn: „Þeir verða að vinna báða og vona að einhver úrslit falli með þeim. Mann langar rosalega mikið að hafa einhverja trú, ég veit að Siggi og Jonni [þjálfarar Keflavíkur] hafa reynt að þrengja „róteringuna“ og láta ákveðna aðila fá meiri ábyrgð, spila 33-38 mínútur, en maður sér þetta ekki gerast,“ sagði Sævar Sævarsson í Körfuboltakvöldi í gærkvöld en klippuna má sjá hér að neðan. Klippa: Síðast þegar Keflavík náði ekki í úrslitakeppni Teitur Örlygsson reyndi að hughreysta Keflvíkinga: „Þetta gerðist hjá Njarðvík fyrir þremur árum, svo að Keflavík þarf ekkert að örvænta. Það eru einhverjar leiðir til baka.“ „Munurinn á Keflavík og Njarðvík er að yngri flokka starfið má muna sinn fífil fegurri. Það eru einhverjir strákar að koma upp en það eru 2-3 ár í einhverja af þeim, og 4-5 ár í þá sem hafa mestu gæðin,“ sagði Sævar.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira