Slasaðist við tökur í Bretlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. mars 2025 10:20 John Goodman er sennilega þekktastur fyrir leik sinn í Big Lebowski, Argo, Flight og Monsters Inc. Getty John Goodman slasaðist á mjöðm við tökur á nýrri Hollywood-mynd í Bretlandi í fyrradag. Áverkarnir voru taldir alvarlegir í fyrstu en betur fór en á horfðist. Vonir eru bundnar við að Goodman snúi fljótt aftur til starfa. Breski dægurmálamiðillinn The Sun greindi fyrst frá fréttunum í fyrradag og kom þar fram að „ónefnd stjarna“ hefði lent í slysi í Pinewood Studios í Iver Heath og hlotið „alvarlega“ áverka á mjaðmargrind og fótlegg. Fréttaflutningur The Sun virðist hafa verið ögn skeikull því Warner Bros. gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að tökur á myndinni hæfust aftur í næstu viku. „Leikarinn John Goodman slasaðist á mjöðm,“ sagði talsmaður Warner Bros. í tilkynningunni sem Variety greinir frá. „Hann hlaut tafarlausa aðhlynningu sem leiddi til stuttrar frestunar á tökum svo hægt væri að gefa honum tíma til að jafna sig. Tökur hefjast í næstu viku þegar John hefur jafnað sig að fullu.“ Verið er að skjóta nýjustu kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alejandro González Iñárritu í stúdíóinu og fer Tom Cruise með aðalhlutverk í henni. Iñárritu er einnig framleiðandi myndarinnar og skrifar handritið að henni. Síðasta mynd hans var hin sjálfsævisögulega Bardo, falsa crónica de unas cuantas verdades (2022) en þar áður gerði hann The Revenant (2015) sem hlaut þrenn Óskarsverðlaun og mikið lof. Auk Goodman og Cruise fara Sandra Huller, Riz Ahmed, Jesse Plemons og Sophie Wilde með hlutverk í myndinni sem lítið er vitað um. Vinnutitill myndarinnar er Judy og ku hún fjalla um megalómanískan mann sem ætlar sér að bjarga heiminum. Hollywood Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Breski dægurmálamiðillinn The Sun greindi fyrst frá fréttunum í fyrradag og kom þar fram að „ónefnd stjarna“ hefði lent í slysi í Pinewood Studios í Iver Heath og hlotið „alvarlega“ áverka á mjaðmargrind og fótlegg. Fréttaflutningur The Sun virðist hafa verið ögn skeikull því Warner Bros. gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að tökur á myndinni hæfust aftur í næstu viku. „Leikarinn John Goodman slasaðist á mjöðm,“ sagði talsmaður Warner Bros. í tilkynningunni sem Variety greinir frá. „Hann hlaut tafarlausa aðhlynningu sem leiddi til stuttrar frestunar á tökum svo hægt væri að gefa honum tíma til að jafna sig. Tökur hefjast í næstu viku þegar John hefur jafnað sig að fullu.“ Verið er að skjóta nýjustu kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alejandro González Iñárritu í stúdíóinu og fer Tom Cruise með aðalhlutverk í henni. Iñárritu er einnig framleiðandi myndarinnar og skrifar handritið að henni. Síðasta mynd hans var hin sjálfsævisögulega Bardo, falsa crónica de unas cuantas verdades (2022) en þar áður gerði hann The Revenant (2015) sem hlaut þrenn Óskarsverðlaun og mikið lof. Auk Goodman og Cruise fara Sandra Huller, Riz Ahmed, Jesse Plemons og Sophie Wilde með hlutverk í myndinni sem lítið er vitað um. Vinnutitill myndarinnar er Judy og ku hún fjalla um megalómanískan mann sem ætlar sér að bjarga heiminum.
Hollywood Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira