Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar 10. mars 2025 07:01 Ég hef verið VR félagi til margra ára en undanfarnar vikur hef ég verið að fylgjast með kosningabaráttunni í VR og þeim greinum sem birst hafa um sitjandi formann. Ef marka má skrif stuðningsmanna hennar, þá er hún algjörlega ómissandi, hreint út sagt dásamleg manneskja, frábær, hress og létt í skapi. Það virðist næstum því eins og þetta sé í starfslýsingu formanns VR: að vera „hress og skemmtileg“ en ekki að berjast fyrir félagsfólk VR af fullum krafti. Ég ætla ekki að segja neina slíka hetjusögu hér. Ég ætla ekki að tala um einhverja goðsagnakennda frammistöðu eða tilfinningalega upphafningu á persónuleika. Nei, ég ætla að segja frá manni sem ég hef kynnst í hversdagsleikanum, manni sem hefur ávallt verið tilbúinn að leggja sitt af mörkum, hvort sem það er innan VR eða í daglegu lífi. Þorsteinn Skúli er ekki sá sem slær sér upp með stórum orðum eða gerir sig að aðalpersónu í sögunum sem hann segir. En hann er sá sem stendur þétt við bakið á fólki. Ég man eftir einni lítilli sögu sem lýsir honum vel: Þegar samstarfsmaður minn átti í erfiðleikum með að fá réttindi sín viðurkennd af vinnuveitanda, var það Þorsteinn sem steig inn, ekki með hávaða og látum, heldur með þrautseigju og úthugsaðri nálgun. Hann veit að orkan á að fara í að leysa vandamál, ekki í að búa til sviðsettar hetjusögur um sjálfan sig. Hann er líka þessi týpa sem á enn gamla VR-bollann sinn eftir öll þessi ár, því fyrir honum snýst VR ekki um tískubylgjur eða stór orð, heldur um raunverulegt starf og tryggð við félagið og fólkið í því. Hann hefur unnið innan VR um árabil, þekkir bæði styrkleika og veikleika þess og veit að samband félagsfólks og forystu á að byggja á trausti og gagnsæi. Ég kýs Þorstein Skúla ekki vegna þess að hann sé „hress og skemmtilegur“. Ég kýs hann vegna þess að hann er trúverðugur, harðduglegur og sannarlega tilbúinn að vinna fyrir félagsfólk VR. Ég kýs hann vegna þess að ég veit að hann mun setja okkar hagsmuni í fyrsta sæti, ekki sitt eigið sviðsljós. Ég hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. Kjósið rétt. Kjósið Þorstein Skúla Sveinsson sem formann VR. Félagi í VR til margra ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég hef verið VR félagi til margra ára en undanfarnar vikur hef ég verið að fylgjast með kosningabaráttunni í VR og þeim greinum sem birst hafa um sitjandi formann. Ef marka má skrif stuðningsmanna hennar, þá er hún algjörlega ómissandi, hreint út sagt dásamleg manneskja, frábær, hress og létt í skapi. Það virðist næstum því eins og þetta sé í starfslýsingu formanns VR: að vera „hress og skemmtileg“ en ekki að berjast fyrir félagsfólk VR af fullum krafti. Ég ætla ekki að segja neina slíka hetjusögu hér. Ég ætla ekki að tala um einhverja goðsagnakennda frammistöðu eða tilfinningalega upphafningu á persónuleika. Nei, ég ætla að segja frá manni sem ég hef kynnst í hversdagsleikanum, manni sem hefur ávallt verið tilbúinn að leggja sitt af mörkum, hvort sem það er innan VR eða í daglegu lífi. Þorsteinn Skúli er ekki sá sem slær sér upp með stórum orðum eða gerir sig að aðalpersónu í sögunum sem hann segir. En hann er sá sem stendur þétt við bakið á fólki. Ég man eftir einni lítilli sögu sem lýsir honum vel: Þegar samstarfsmaður minn átti í erfiðleikum með að fá réttindi sín viðurkennd af vinnuveitanda, var það Þorsteinn sem steig inn, ekki með hávaða og látum, heldur með þrautseigju og úthugsaðri nálgun. Hann veit að orkan á að fara í að leysa vandamál, ekki í að búa til sviðsettar hetjusögur um sjálfan sig. Hann er líka þessi týpa sem á enn gamla VR-bollann sinn eftir öll þessi ár, því fyrir honum snýst VR ekki um tískubylgjur eða stór orð, heldur um raunverulegt starf og tryggð við félagið og fólkið í því. Hann hefur unnið innan VR um árabil, þekkir bæði styrkleika og veikleika þess og veit að samband félagsfólks og forystu á að byggja á trausti og gagnsæi. Ég kýs Þorstein Skúla ekki vegna þess að hann sé „hress og skemmtilegur“. Ég kýs hann vegna þess að hann er trúverðugur, harðduglegur og sannarlega tilbúinn að vinna fyrir félagsfólk VR. Ég kýs hann vegna þess að ég veit að hann mun setja okkar hagsmuni í fyrsta sæti, ekki sitt eigið sviðsljós. Ég hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. Kjósið rétt. Kjósið Þorstein Skúla Sveinsson sem formann VR. Félagi í VR til margra ára.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun