„Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lovísa Arnardóttir skrifar 9. mars 2025 23:52 Stefán Ragnar hefur búið og unnið í Bandaríkjunum síðustu tuttugu árin en stefnir nú á að flytja til Berlínar. Sinfóníuhlljómsveit Íslands Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari bar sigur úr býtum í prufuspili um stöðu sólóflautuleikara við Berlínarfílharmóníuna síðasta föstudag. Stefán Ragnar segir þetta mikinn heiður og meiri háttar draum að rætast. „Ég er búinn að vera í Bandaríkjunum í hátt í tuttugu ár og var að vinna þessa stöðu sólóflautuleikara við Berlínarfílharmóníuna sem er eiginlega virtasta hljómsveit í heimi. Þetta er alveg toppurinn,“ segir Stefán Ragnar. „Þetta er meiri háttar draumur að rætast. Ég ólst upp við upptökur af Berlínarfílharmóníunni þegar ég var að læra á flautuna. Þetta er ótrúlegur heiður.“ Stefán fór til Berlínar fyrir helgi og tók þátt í prufuspili um að komast í hljómsveitina. Stefán Ragnar Höskuldsson með þverflautuna. Todd Rosenberg Allir meðlimir hljómsveitarinnar velja „Það voru margir kandídatar og margir um hituna,“ segir Stefán. Í prufuspilinu spilaði hann flautukonsert eftir Mozart og Reinecke auk búta úr hljómsveitarverkum hljómsveitarinnar. „Allir meðlimir fílharmóníunnar hlustuðu á prufuspilið og þetta er lýðræði. Það þurfa allir að vera sammála um það hver verður fyrir valinu,“ segir Stefán. Stefán fagnaði með því að fara á tónleika með fílharmóníunni um kvöldið. „Ég átti mjög góðan tíma með mínum verðandi kollegum. Ég fór baksviðs og gat átt góða stund með þeim. Það var mikil gleði. Nú er ég komin aftur heim til fjölskyldunnar. Það eru bara flutningar fram undan og mikið ævintýri.“ Blendnar tilfinningar á heimilinu Hann býst við því að byrja í Berlín í september og hefur þá dágóðan tíma til að koma sér og fjölskyldu sinni til Berlínar. Hann á tvö börn, fimm og átta ára, auk konu sem öll koma með honum. Það voru þó blendnar tilfinningar á heimilinu við fréttirnar um flutninginn. „Það komu nokkur tár í morgun en krakkar eru fljótir að venjast,“ segir Stefán Ragnar. Kona Stefáns, Natalie Pilla, er líka í tónlist og hann segir hana mjög spennta fyrir þessu tækifæri. Hér lengst til hægri má sjá Stefán Ragnar spila í Zankel Hall árið 2015. Vísir/Getty Tveir sólóflautuleikarar Hann segir ekki mikið mál að fá miða á tónleika hjá Berlínarfilharmóníunni. Fólk verði þó, vilji það hlusta á hann, að taka mið af því að þeir eru tveir sólóflautuleikarar við hljómsveitina. „Það er ég og Emmanuel Pahud. Hann hefur verið þarna í um 30 ár en við erum báðir sólóflautuleikarar við þessa hljómsveit. Við skiptum stöðunni með okkur,“ segir Stefán og það sé hefð í Evrópu að tveir flautuleikarar deili stöðunni jafnt. „Það gefur færi á að gera aðra hluti. Eins og að koma fram sem einleikari eða taka að sér önnur verkefni. Það er hluti af því að vera heilbrigður tónlistarmaður, að gera alls konar aðra hluti líka.“ Hann segir það til skoðunar að koma til Íslands að spila. „Það er í skoðun en það verður vonandi á næsta ári, hugsanlega.“ Laus við alla stjörnustæla Fjölmargir hafa óskað Stefáni Ragnari til hamingju á samfélagsmiðlum um helgina. „Lítillátur, ljúfur og kátur og laus við alla stjörnustæla. Þetta vann okkar maður,“ segir Diddi Guðnason um ráðningu Stefáns. Hann sé besti flautuleikari heims. Bernharður Wilkinson, hljómsveitarstjóri færeysku sinfóníuhljómsveitarinnar var flautukennarinn hans Stefáns. Hann segir í athugasemd við tilkynningu Stefáns á Facebook að hann hafi ekki getað hamið sig að skrifa honum við þetta tilefni. Hann rifjar það jafnframt upp að faðir Stefáns hafi boðið honum í mat þegar Stefán var ungur drengur með því skilyrði að hann myndi hlusta á son sinn spila á flautuna. „Máltíðin var eitt, en það sem gerðist eftir það var á öðru stigi,“ segir hann og að frá fyrstu hlustun hafi hann vitað að það þyrfti að gera plan. Todd Rosenberg Óslípaður demantur „Hér var óslípaður demantur,“ segir Bernharður og að á þessum tíma hafi Stefán aðeins verið níu ára gamall. Eftir það hafi Stefán ferðast einu sinni í mánuði frá Austfjörðum, 700 kílómetra, til Reykjavíkur til að sækja kennslu í flautuleik í heila viku. Sex árum síðar hafi fjölskyldan svo flutt til Reykjavíkur og þá hafi allt orðið auðveldara. Að loknu námi hér á Íslandi flutti Stefán svo til Manchester þar sem hann stundaði tónlistarnám. Stefán hefur síðustu tuttugu árin búið og starfað í Chicago þar sem hann spilar með Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago. Fyrir það var hann fyrsti flautuleikarinn við hljómsveit Metropolitan-óperunnar. Þýskaland Bandaríkin Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera í Bandaríkjunum í hátt í tuttugu ár og var að vinna þessa stöðu sólóflautuleikara við Berlínarfílharmóníuna sem er eiginlega virtasta hljómsveit í heimi. Þetta er alveg toppurinn,“ segir Stefán Ragnar. „Þetta er meiri háttar draumur að rætast. Ég ólst upp við upptökur af Berlínarfílharmóníunni þegar ég var að læra á flautuna. Þetta er ótrúlegur heiður.“ Stefán fór til Berlínar fyrir helgi og tók þátt í prufuspili um að komast í hljómsveitina. Stefán Ragnar Höskuldsson með þverflautuna. Todd Rosenberg Allir meðlimir hljómsveitarinnar velja „Það voru margir kandídatar og margir um hituna,“ segir Stefán. Í prufuspilinu spilaði hann flautukonsert eftir Mozart og Reinecke auk búta úr hljómsveitarverkum hljómsveitarinnar. „Allir meðlimir fílharmóníunnar hlustuðu á prufuspilið og þetta er lýðræði. Það þurfa allir að vera sammála um það hver verður fyrir valinu,“ segir Stefán. Stefán fagnaði með því að fara á tónleika með fílharmóníunni um kvöldið. „Ég átti mjög góðan tíma með mínum verðandi kollegum. Ég fór baksviðs og gat átt góða stund með þeim. Það var mikil gleði. Nú er ég komin aftur heim til fjölskyldunnar. Það eru bara flutningar fram undan og mikið ævintýri.“ Blendnar tilfinningar á heimilinu Hann býst við því að byrja í Berlín í september og hefur þá dágóðan tíma til að koma sér og fjölskyldu sinni til Berlínar. Hann á tvö börn, fimm og átta ára, auk konu sem öll koma með honum. Það voru þó blendnar tilfinningar á heimilinu við fréttirnar um flutninginn. „Það komu nokkur tár í morgun en krakkar eru fljótir að venjast,“ segir Stefán Ragnar. Kona Stefáns, Natalie Pilla, er líka í tónlist og hann segir hana mjög spennta fyrir þessu tækifæri. Hér lengst til hægri má sjá Stefán Ragnar spila í Zankel Hall árið 2015. Vísir/Getty Tveir sólóflautuleikarar Hann segir ekki mikið mál að fá miða á tónleika hjá Berlínarfilharmóníunni. Fólk verði þó, vilji það hlusta á hann, að taka mið af því að þeir eru tveir sólóflautuleikarar við hljómsveitina. „Það er ég og Emmanuel Pahud. Hann hefur verið þarna í um 30 ár en við erum báðir sólóflautuleikarar við þessa hljómsveit. Við skiptum stöðunni með okkur,“ segir Stefán og það sé hefð í Evrópu að tveir flautuleikarar deili stöðunni jafnt. „Það gefur færi á að gera aðra hluti. Eins og að koma fram sem einleikari eða taka að sér önnur verkefni. Það er hluti af því að vera heilbrigður tónlistarmaður, að gera alls konar aðra hluti líka.“ Hann segir það til skoðunar að koma til Íslands að spila. „Það er í skoðun en það verður vonandi á næsta ári, hugsanlega.“ Laus við alla stjörnustæla Fjölmargir hafa óskað Stefáni Ragnari til hamingju á samfélagsmiðlum um helgina. „Lítillátur, ljúfur og kátur og laus við alla stjörnustæla. Þetta vann okkar maður,“ segir Diddi Guðnason um ráðningu Stefáns. Hann sé besti flautuleikari heims. Bernharður Wilkinson, hljómsveitarstjóri færeysku sinfóníuhljómsveitarinnar var flautukennarinn hans Stefáns. Hann segir í athugasemd við tilkynningu Stefáns á Facebook að hann hafi ekki getað hamið sig að skrifa honum við þetta tilefni. Hann rifjar það jafnframt upp að faðir Stefáns hafi boðið honum í mat þegar Stefán var ungur drengur með því skilyrði að hann myndi hlusta á son sinn spila á flautuna. „Máltíðin var eitt, en það sem gerðist eftir það var á öðru stigi,“ segir hann og að frá fyrstu hlustun hafi hann vitað að það þyrfti að gera plan. Todd Rosenberg Óslípaður demantur „Hér var óslípaður demantur,“ segir Bernharður og að á þessum tíma hafi Stefán aðeins verið níu ára gamall. Eftir það hafi Stefán ferðast einu sinni í mánuði frá Austfjörðum, 700 kílómetra, til Reykjavíkur til að sækja kennslu í flautuleik í heila viku. Sex árum síðar hafi fjölskyldan svo flutt til Reykjavíkur og þá hafi allt orðið auðveldara. Að loknu námi hér á Íslandi flutti Stefán svo til Manchester þar sem hann stundaði tónlistarnám. Stefán hefur síðustu tuttugu árin búið og starfað í Chicago þar sem hann spilar með Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago. Fyrir það var hann fyrsti flautuleikarinn við hljómsveit Metropolitan-óperunnar.
Þýskaland Bandaríkin Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira