Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar 10. mars 2025 10:01 Ég hef verið stoltur Íslendingur í áratugi. Ég fagna bolludegi og sumardeginum fyrsta. Ég get sungið Ó, guð vors lands. En um leið hef ég alltaf verið stoltur Kanadamaður. Í viðtölum um allan heim hef ég oft verið spurð um líkindin á milli Íslands og Kanada, og vissulega er margt sem tengir þessar tvær þjóðir saman. Við höfum nánast sama fjölda íbúa miðað við stærð landa okkar. Við berum virðingu fyrir náttúrunni og vitum að við þurfum að vinna að því að vernda hana og verjast hættum hennar, hvort sem það eru gróðureldar í Kanada eða eldgos hér á Íslandi. Við höfum sterk og djúp tengsl við hafið sem umlykur okkur. En það sem er kannski mikilvægast af öllu er að við deilum, sem fullvalda þjóðir, svipuðum gildum: Við erum sterkir stuðningsmenn og virkir þátttakendur í marghliða samstarfi og alþjóðastofnunum. Við stöndum vörð um tjáningarfrelsi, lýðræðisleg gildi og réttlæti fyrir alla. Og við búum yfir óbilandi vilja til að vernda, styrkja og efla mannréttindi, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Þegar við stöndum frammi fyrir erfiðleikum sem þjóð hér á Íslandi hættum við (oftast) að rífast og stöndum saman öll sem eitt. Og nú finn ég fyrir samstöðu Kanadamanna um allan heim þegar við stöndum frammi fyrir ógn sem beinist að sjálfri tilvist okkar. Þetta hefur leitt til þjóðernisvakningar sem ég hef ekki séð áður á minni lífstíð. Þessa dagana leggja Kanadamenn pólitískan ágreining að mestu til hliðar og einbeita sér í staðinn að litlum aðgerðum sem saman senda stór skilaboð: Þeir hætta við frí til Bandaríkjanna, segja upp áskriftum að bandarískum streymisveitum og fjarlægja bandarískt áfengi úr ríkisreknum vínbúðum. Þeir bæla niður meðfædda, látlausa kurteisi sína til að tala á máli andstæðingsins og púa á þjóðsöng gesta á íþróttaviðburðum. En þeir styðja líka innlenda framleiðslu (ég komst nýlega að því að Kanada er stærsti framleiðandi linsubauna í heiminum!) og taka upp hrífandi þjóðrækna söngva. Og hér erum við á okkar litla, friðsæla Íslandi. En við erum ekki friðsælasta þjóð heims vegna þess að við elskum frið meira en aðrar þjóðir. Allt skynsamt fólk vill lifa í friðsælum heimi. Við búum hins vegar í heimi sem breytist hratt, sem byggist sífellt meira á viðskiptalegum hagsmunum, heimi þar sem margir virðast trúa því að ef einn græðir þurfi annar að tapa. Þar sem þú ert annaðhvort með okkur eða á móti okkur. Hér á Íslandi tölum við oft um smæð okkar sem styrkleika, og ég trúi því að hún geti sannarlega verið það. Við getum leyft okkur að standa með þeim sem eru minnimáttar því við vitum hvernig það er að vera smá. Við getum kallað eftir mannréttindum á alþjóðavettvangi, sýnt samstöðu með þeim sem þurfa á henni að halda. Við höfum ekki alltaf verið fullkomin en við höfum oft staðið upp og látið til okkar taka. Nú er kominn tími til að við öll gerum það á ný. Þetta er ekki tíminn til að treysta á áhrif ofan frá og niður: Það er ekki nóg að kjósa stjórnmálafólk sem virðist að mestu leyti sammála okkur og segja síðan að við höfum lagt okkar af mörkum. Hver og einn þarf að hugsa um hvernig maður getur lagt sitt af mörkum til að vernda brothætt mannréttindi og það lýðræðislega samfélag sem forfeður okkar og formæður börðust svo hart fyrir að skapa. Viljum við efla viðskipti og samstarf við óáreiðanleg, verndarsinnuð stjórnvöld? Viljum við líta undan þegar nánustu og tryggustu bandamenn okkar í NATO eru lagðir í einelti? Viljum við bara horfa á, yppta öxlum og bíða þar til röðin kemur að okkur? Erum við þjóð sem stendur fyrir umburðarlyndi, skilning, góðvild og jafnrétti? Þá skulum við ekki vera hrædd við að segja það eins oft og hægt er, með eins skýrum hætti og við getum. Hver og einn. Á Íslandi af öllum stöðum – og á kvennaárinu – ættum við að skilja kraft samstöðu og hvernig hún getur knúið fram breytingar. Fyrir rúmri viku kom kanadíski grínistinn Mike Myers fram í þættinum vinsæla Saturday Night Live. Þegar leikarar söfnuðust saman í lokin til að klappa fyrir hvor öðrum og áhorfendum var Myers klæddur í bol með áletruninni „Canada is not for sale“. Þegar útsendingunni var að ljúka lyfti hann tvisvar upp hendinni og hreyfði varirnar: „Elbows Up.“ Hver einasti Kanadamaður kannast við þetta orðatiltæki úr íshokkí (við eigum mörg slík í Kanada!): Þegar þú ert á ísnum og andstæðingurinn kemur aðvífandi aftan frá lyftu þá olnbogunum – og láttu hann finna fyrir því. Nú er kominn tími til að við á Íslandi og annars staðar lyftum olnbogunum og sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd. Nú er kominn tími til að við sýnum að saman erum við afl sem ekki er hægt að hundsa. Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi forsetafrú Íslands. Elbows Up! I have been a proud Icelander for decades. I celebrate bolludagur and sumardagurinn fyrsti. I know the words to the national anthem. But concurrently, I have always been a proud Canadian. In interviews around the world, I have often been asked about the similarities between Iceland and Canada, and indeed there is much to compare between the two nations. We have near identical population densities. We respect nature and know that we should work for its preservation and protect humanity from the dangers nature can hurl at us, whether that be wildfires in Canada or volcanic eruptions here in Iceland. We have long and deep ties to the oceans that surround us. And perhaps, most importantly of all, we broadly share the same values as sovereign nations: strong believers and active participants in multilateral cooperation and institutions, the protection of free speech, democratic norms, and justice for all. And a steadfast desire to preserve, protect, and strengthen human rights both at home and abroad. When we face challenging times as a nation in Iceland, we (mostly) stop our bickering and we stick up for each other, working together for a common cause. Well, even from half an ocean away, I feel the solidarity of Canadians across the globe as we confront an existential threat to our very existence. It has led to a patriotic fervour I have not witnessed in my lifetime. Canadians are largely setting aside partisan differences and focusing on the smaller actions that together send a larger message: Cancelling vacations in the U.S., subscriptions to American streaming services, pulling alcohol from shelves of provincially-run liquor stores. They are supressing an ingrained, low-key politeness to speak in the adversary’s language and boo the visitors’ national anthem at sporting matches. But they are also promoting local products (I only just discovered that Canada is the world’s largest producer of lentils!) and recording stirringly patriotic songs. And here we sit in tiny, peaceful Iceland. But we are not the world’s most peaceful nation because we like peace more than other countries. Every rational human being desires to live in a peaceful world. But today, we exist in a rapidly changing world that has become an increasingly transactional one, a world where many seem to think that if one group gains, another needs to lose. One where you are either all in, or all out. Here in Iceland, we often talk of our small size as a strength, and I believe it very often can be. We can afford to stick up for the little person, because we know what that’s like. We can afford to call out human rights violations on the global stage, with less fear of repercussion than larger powers might face, but by still showing valuable and energizing solidarity with those who need it. We have not been perfect, but we have often and regularly stepped up. It is time for all of us to do that once more. We are not at a moment when trickle down approaches work: merely voting for a political representative who mostly agrees with us and then washing our hands and saying we’ve done our part is not sufficient. Each of us needs to think of what we can do to protect the fragile human rights and democratic world our ancestors fought so hard to achieve. Do we want to promote trade and engagement with unpredictable, protectionist regimes? Do we want to look the other way when some of our closest and most reliable NATO allies are bullied? Do we want to shake our heads, shrug our shoulders and wait until we are next in line? Are we a country that promotes tolerance, understanding, kindness, equality? Then let’s not be afraid to say so, as much as possible, as often as possible, as loudly as possible. Every single one of us. In Iceland of all places, in the year we celebrate women [on the 50th anniversary of the women’s day off], we ought to know the power of solidarity to galvanize change. Just over a week ago, Canadian comedian Mike Myers appeared at his old stomping grounds on the ever-popular show Saturday Night Live. During the episode’s final credits, when the cast gather around the host and clap for each other and the audience, Myers was wearing a T-shirt bearing the slogan “Canada is not for sale”. And as the credits rolled, he twice lifted his arm and mouthed the words “Elbows Up”. Any Canadian will recognize the hockey idiom (we have many of those in Canada): When you’re on the ice and about to be hit from behind, get those elbows up, and make them pay for it. It's time we in Iceland, and elsewhere, elbow up, and show bullies that we are not afraid, and that together, we are a force to be reckoned with. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kanada Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið stoltur Íslendingur í áratugi. Ég fagna bolludegi og sumardeginum fyrsta. Ég get sungið Ó, guð vors lands. En um leið hef ég alltaf verið stoltur Kanadamaður. Í viðtölum um allan heim hef ég oft verið spurð um líkindin á milli Íslands og Kanada, og vissulega er margt sem tengir þessar tvær þjóðir saman. Við höfum nánast sama fjölda íbúa miðað við stærð landa okkar. Við berum virðingu fyrir náttúrunni og vitum að við þurfum að vinna að því að vernda hana og verjast hættum hennar, hvort sem það eru gróðureldar í Kanada eða eldgos hér á Íslandi. Við höfum sterk og djúp tengsl við hafið sem umlykur okkur. En það sem er kannski mikilvægast af öllu er að við deilum, sem fullvalda þjóðir, svipuðum gildum: Við erum sterkir stuðningsmenn og virkir þátttakendur í marghliða samstarfi og alþjóðastofnunum. Við stöndum vörð um tjáningarfrelsi, lýðræðisleg gildi og réttlæti fyrir alla. Og við búum yfir óbilandi vilja til að vernda, styrkja og efla mannréttindi, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Þegar við stöndum frammi fyrir erfiðleikum sem þjóð hér á Íslandi hættum við (oftast) að rífast og stöndum saman öll sem eitt. Og nú finn ég fyrir samstöðu Kanadamanna um allan heim þegar við stöndum frammi fyrir ógn sem beinist að sjálfri tilvist okkar. Þetta hefur leitt til þjóðernisvakningar sem ég hef ekki séð áður á minni lífstíð. Þessa dagana leggja Kanadamenn pólitískan ágreining að mestu til hliðar og einbeita sér í staðinn að litlum aðgerðum sem saman senda stór skilaboð: Þeir hætta við frí til Bandaríkjanna, segja upp áskriftum að bandarískum streymisveitum og fjarlægja bandarískt áfengi úr ríkisreknum vínbúðum. Þeir bæla niður meðfædda, látlausa kurteisi sína til að tala á máli andstæðingsins og púa á þjóðsöng gesta á íþróttaviðburðum. En þeir styðja líka innlenda framleiðslu (ég komst nýlega að því að Kanada er stærsti framleiðandi linsubauna í heiminum!) og taka upp hrífandi þjóðrækna söngva. Og hér erum við á okkar litla, friðsæla Íslandi. En við erum ekki friðsælasta þjóð heims vegna þess að við elskum frið meira en aðrar þjóðir. Allt skynsamt fólk vill lifa í friðsælum heimi. Við búum hins vegar í heimi sem breytist hratt, sem byggist sífellt meira á viðskiptalegum hagsmunum, heimi þar sem margir virðast trúa því að ef einn græðir þurfi annar að tapa. Þar sem þú ert annaðhvort með okkur eða á móti okkur. Hér á Íslandi tölum við oft um smæð okkar sem styrkleika, og ég trúi því að hún geti sannarlega verið það. Við getum leyft okkur að standa með þeim sem eru minnimáttar því við vitum hvernig það er að vera smá. Við getum kallað eftir mannréttindum á alþjóðavettvangi, sýnt samstöðu með þeim sem þurfa á henni að halda. Við höfum ekki alltaf verið fullkomin en við höfum oft staðið upp og látið til okkar taka. Nú er kominn tími til að við öll gerum það á ný. Þetta er ekki tíminn til að treysta á áhrif ofan frá og niður: Það er ekki nóg að kjósa stjórnmálafólk sem virðist að mestu leyti sammála okkur og segja síðan að við höfum lagt okkar af mörkum. Hver og einn þarf að hugsa um hvernig maður getur lagt sitt af mörkum til að vernda brothætt mannréttindi og það lýðræðislega samfélag sem forfeður okkar og formæður börðust svo hart fyrir að skapa. Viljum við efla viðskipti og samstarf við óáreiðanleg, verndarsinnuð stjórnvöld? Viljum við líta undan þegar nánustu og tryggustu bandamenn okkar í NATO eru lagðir í einelti? Viljum við bara horfa á, yppta öxlum og bíða þar til röðin kemur að okkur? Erum við þjóð sem stendur fyrir umburðarlyndi, skilning, góðvild og jafnrétti? Þá skulum við ekki vera hrædd við að segja það eins oft og hægt er, með eins skýrum hætti og við getum. Hver og einn. Á Íslandi af öllum stöðum – og á kvennaárinu – ættum við að skilja kraft samstöðu og hvernig hún getur knúið fram breytingar. Fyrir rúmri viku kom kanadíski grínistinn Mike Myers fram í þættinum vinsæla Saturday Night Live. Þegar leikarar söfnuðust saman í lokin til að klappa fyrir hvor öðrum og áhorfendum var Myers klæddur í bol með áletruninni „Canada is not for sale“. Þegar útsendingunni var að ljúka lyfti hann tvisvar upp hendinni og hreyfði varirnar: „Elbows Up.“ Hver einasti Kanadamaður kannast við þetta orðatiltæki úr íshokkí (við eigum mörg slík í Kanada!): Þegar þú ert á ísnum og andstæðingurinn kemur aðvífandi aftan frá lyftu þá olnbogunum – og láttu hann finna fyrir því. Nú er kominn tími til að við á Íslandi og annars staðar lyftum olnbogunum og sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd. Nú er kominn tími til að við sýnum að saman erum við afl sem ekki er hægt að hundsa. Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi forsetafrú Íslands. Elbows Up! I have been a proud Icelander for decades. I celebrate bolludagur and sumardagurinn fyrsti. I know the words to the national anthem. But concurrently, I have always been a proud Canadian. In interviews around the world, I have often been asked about the similarities between Iceland and Canada, and indeed there is much to compare between the two nations. We have near identical population densities. We respect nature and know that we should work for its preservation and protect humanity from the dangers nature can hurl at us, whether that be wildfires in Canada or volcanic eruptions here in Iceland. We have long and deep ties to the oceans that surround us. And perhaps, most importantly of all, we broadly share the same values as sovereign nations: strong believers and active participants in multilateral cooperation and institutions, the protection of free speech, democratic norms, and justice for all. And a steadfast desire to preserve, protect, and strengthen human rights both at home and abroad. When we face challenging times as a nation in Iceland, we (mostly) stop our bickering and we stick up for each other, working together for a common cause. Well, even from half an ocean away, I feel the solidarity of Canadians across the globe as we confront an existential threat to our very existence. It has led to a patriotic fervour I have not witnessed in my lifetime. Canadians are largely setting aside partisan differences and focusing on the smaller actions that together send a larger message: Cancelling vacations in the U.S., subscriptions to American streaming services, pulling alcohol from shelves of provincially-run liquor stores. They are supressing an ingrained, low-key politeness to speak in the adversary’s language and boo the visitors’ national anthem at sporting matches. But they are also promoting local products (I only just discovered that Canada is the world’s largest producer of lentils!) and recording stirringly patriotic songs. And here we sit in tiny, peaceful Iceland. But we are not the world’s most peaceful nation because we like peace more than other countries. Every rational human being desires to live in a peaceful world. But today, we exist in a rapidly changing world that has become an increasingly transactional one, a world where many seem to think that if one group gains, another needs to lose. One where you are either all in, or all out. Here in Iceland, we often talk of our small size as a strength, and I believe it very often can be. We can afford to stick up for the little person, because we know what that’s like. We can afford to call out human rights violations on the global stage, with less fear of repercussion than larger powers might face, but by still showing valuable and energizing solidarity with those who need it. We have not been perfect, but we have often and regularly stepped up. It is time for all of us to do that once more. We are not at a moment when trickle down approaches work: merely voting for a political representative who mostly agrees with us and then washing our hands and saying we’ve done our part is not sufficient. Each of us needs to think of what we can do to protect the fragile human rights and democratic world our ancestors fought so hard to achieve. Do we want to promote trade and engagement with unpredictable, protectionist regimes? Do we want to look the other way when some of our closest and most reliable NATO allies are bullied? Do we want to shake our heads, shrug our shoulders and wait until we are next in line? Are we a country that promotes tolerance, understanding, kindness, equality? Then let’s not be afraid to say so, as much as possible, as often as possible, as loudly as possible. Every single one of us. In Iceland of all places, in the year we celebrate women [on the 50th anniversary of the women’s day off], we ought to know the power of solidarity to galvanize change. Just over a week ago, Canadian comedian Mike Myers appeared at his old stomping grounds on the ever-popular show Saturday Night Live. During the episode’s final credits, when the cast gather around the host and clap for each other and the audience, Myers was wearing a T-shirt bearing the slogan “Canada is not for sale”. And as the credits rolled, he twice lifted his arm and mouthed the words “Elbows Up”. Any Canadian will recognize the hockey idiom (we have many of those in Canada): When you’re on the ice and about to be hit from behind, get those elbows up, and make them pay for it. It's time we in Iceland, and elsewhere, elbow up, and show bullies that we are not afraid, and that together, we are a force to be reckoned with.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun