Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar 11. mars 2025 13:15 Nú leita ráðamenn sveitarstjórna og ríkis logandi ljósi að hagræðingaraðgerðum til að skila betri rekstri þannig að hægt sé að stoppa í rekstrarhalla og takast á við aðkallandi verkefni. Sveitarfélögin þurfa að standa straum að kostnaði við nýjan kjarasamning. Ríkisstjórnin þarf að takast á við óábyrgan rekstur fyrri ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi ekki aðeins budduna eftir tóma heldur vegi og aðra innviði í ólestri. Það er afar jákvætt að leita allra leiða til að fara betur með fjármuni. Það má hins vegar ekki gleyma að huga að tekjuhliðinni til að auðvelda reksturinn. Fyrsta verk ætti að vera að horfa til helstu útflutningsgreinar þjóðarinnar þ.e. sjávarútvegsins, ekki aðeins hvernig megi auka afla helstu nytjastofna. Það liggur fyrir að þorskveiðin nú er aðeins svipur hjá sjón miðað við hvað núverandi aflareglu var ætlað að skila á land af þorski og því þarft að endurskoða hana. Það er einboðið að horfa einnig til verðmyndunar tengdra aðila. Ekki aðeins hvað varðar bolfisk heldur ekki síður verðlagningu á uppsjávarfiski á borð við makríl, loðnu, kolmunna og síld. Mismunandi verð á sama fiski Síðast liðið haust vakti ég athygli á því í grein að makríll sem veiddur var af færeyskum skipum á sömu slóðum og íslensku skipin fiskuð sinn makríl, var seldur á margfalt hærra verði en íslensku skipin verðlögðu sinn afla til tengdra aðila. Nú liggur það fyrir að verðlagning á kolmunna er sama marki brennd. Það fæst 25% hærra verð fyrir kolmunna í Færeyjum en hér þótt báðar þjóðir veiði úr sama stofni á sömu slóðum. Þessi verðmunur hefur heldur betur bein áhrif á laun sjómanna og þar með skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Að sama skapi hefur hann bein áhrif á hafnarsjóði og útreikninga á veiðigjaldi og þar með afkomu hins opinbera. Hér er um gríðarlega háar upphæðir að ræða sem munar um. Uppgefið „aflaverðmæti“ uppsjávarfisks á árinu 2023 var til að mynda 52 milljarðar kr. Það má ætla að raunvirði aflans sé tugum prósenta meira ef miðað er við það verð sem fæst hjá næstu nágrönnum okkar í austri. Hið opinbera og sjómenn verða því að öllum líkindum fyrir milljarðatapi á samþættingu veiða og vinnslu. Þessar upplýsingar ættu að verða hvatning til að aðskilja veiðar og vinnslu. Núverandi fyrirkomulag ýtir aftur á móti undir að hagnaðurinn sé frekar losaður á öðrum stöðum í virðiskeðjunni m.a. hjá sölufélögum. Sérstaklega þegar útgerðin er skattlögð sérstaklega með veiðigjöldum. Áður en til þess kemur þá tel ég auðvelt að gera aukna kröfu um gagnsæi á verðlagningu á fiski og samanburði á því verði sem greitt er fyrir sams konar afla í nágrannríkjunum t.d. í Færeyjum og Noregi. Það ætti að vera afar einfalt að koma slíku mælaborði upp hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Það myndi auka aðhald og tryggja betur en nú er sanngjarnt uppgjör við sjómenn og hafnarsjóði. Allt bendir til þess að þeir sem hafa fengið tímabundna heimild til þess að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind landsmanna til eins árs í senn, hafi markvisst haft af sjómönnum, sveitarfélögum og ríki, gríðarleg verðmæti. Ef Ísland ætlar að vera þjóð á meðal þjóða en ekki leiksoppur örfárra auðmanna þarf að taka á samþættingu og samþjöppun í sjávarútvegi. Hún er greinilega ekki í þágu eigenda auðlindarinnar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nú leita ráðamenn sveitarstjórna og ríkis logandi ljósi að hagræðingaraðgerðum til að skila betri rekstri þannig að hægt sé að stoppa í rekstrarhalla og takast á við aðkallandi verkefni. Sveitarfélögin þurfa að standa straum að kostnaði við nýjan kjarasamning. Ríkisstjórnin þarf að takast á við óábyrgan rekstur fyrri ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi ekki aðeins budduna eftir tóma heldur vegi og aðra innviði í ólestri. Það er afar jákvætt að leita allra leiða til að fara betur með fjármuni. Það má hins vegar ekki gleyma að huga að tekjuhliðinni til að auðvelda reksturinn. Fyrsta verk ætti að vera að horfa til helstu útflutningsgreinar þjóðarinnar þ.e. sjávarútvegsins, ekki aðeins hvernig megi auka afla helstu nytjastofna. Það liggur fyrir að þorskveiðin nú er aðeins svipur hjá sjón miðað við hvað núverandi aflareglu var ætlað að skila á land af þorski og því þarft að endurskoða hana. Það er einboðið að horfa einnig til verðmyndunar tengdra aðila. Ekki aðeins hvað varðar bolfisk heldur ekki síður verðlagningu á uppsjávarfiski á borð við makríl, loðnu, kolmunna og síld. Mismunandi verð á sama fiski Síðast liðið haust vakti ég athygli á því í grein að makríll sem veiddur var af færeyskum skipum á sömu slóðum og íslensku skipin fiskuð sinn makríl, var seldur á margfalt hærra verði en íslensku skipin verðlögðu sinn afla til tengdra aðila. Nú liggur það fyrir að verðlagning á kolmunna er sama marki brennd. Það fæst 25% hærra verð fyrir kolmunna í Færeyjum en hér þótt báðar þjóðir veiði úr sama stofni á sömu slóðum. Þessi verðmunur hefur heldur betur bein áhrif á laun sjómanna og þar með skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Að sama skapi hefur hann bein áhrif á hafnarsjóði og útreikninga á veiðigjaldi og þar með afkomu hins opinbera. Hér er um gríðarlega háar upphæðir að ræða sem munar um. Uppgefið „aflaverðmæti“ uppsjávarfisks á árinu 2023 var til að mynda 52 milljarðar kr. Það má ætla að raunvirði aflans sé tugum prósenta meira ef miðað er við það verð sem fæst hjá næstu nágrönnum okkar í austri. Hið opinbera og sjómenn verða því að öllum líkindum fyrir milljarðatapi á samþættingu veiða og vinnslu. Þessar upplýsingar ættu að verða hvatning til að aðskilja veiðar og vinnslu. Núverandi fyrirkomulag ýtir aftur á móti undir að hagnaðurinn sé frekar losaður á öðrum stöðum í virðiskeðjunni m.a. hjá sölufélögum. Sérstaklega þegar útgerðin er skattlögð sérstaklega með veiðigjöldum. Áður en til þess kemur þá tel ég auðvelt að gera aukna kröfu um gagnsæi á verðlagningu á fiski og samanburði á því verði sem greitt er fyrir sams konar afla í nágrannríkjunum t.d. í Færeyjum og Noregi. Það ætti að vera afar einfalt að koma slíku mælaborði upp hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Það myndi auka aðhald og tryggja betur en nú er sanngjarnt uppgjör við sjómenn og hafnarsjóði. Allt bendir til þess að þeir sem hafa fengið tímabundna heimild til þess að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind landsmanna til eins árs í senn, hafi markvisst haft af sjómönnum, sveitarfélögum og ríki, gríðarleg verðmæti. Ef Ísland ætlar að vera þjóð á meðal þjóða en ekki leiksoppur örfárra auðmanna þarf að taka á samþættingu og samþjöppun í sjávarútvegi. Hún er greinilega ekki í þágu eigenda auðlindarinnar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun