Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 11. mars 2025 14:00 Verður erfitt að eldast eftir kosningar í VR? Eftir því sem líður á formannskosningar í VR, verður sífellt ljósara að aldursfordómar eru raunverulegt og alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi jafnvel innan verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. Lýðræðislegar kosningar í VR virðast nú litaðar af áróðri sem beinist að aldri mínum sem frambjóðanda fremur en stefnu minni og hæfni. Símtal sem opinberar fordóma Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafa fengið símtöl frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem lýkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana. Í hrópandi mótsögn við eigin gildi Það vekur athygli að Halla, sem hefur lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð, þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir. Reynslan skiptir máli – ekki aldurinn Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag. Þekking, reynsla og staðfesta skipta sköpum, ekki hvaða ártal er í fæðingarvottorði þínu. Ég hef starfað í verkalýðshreyfingunni í nær tvo áratugi, m.a. sem varaformaður VR í fjögur ár og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna í fimm ár, þar sem ég hef m.a. barist fyrir réttlátari húsnæðismarkaði. Þá ef hef ég setið miðstjórn ASÍ og starfað vettvangi samtakanna sem formaður húsnæðisnefndar ASÍ. Ef einhver telur að ég sé ekki hæfur til að gegna formannsembætti, þá eiga þau rök að byggja á málefnalegum grunni, ekki útlits- eða aldurstengdum fordómum. Kjósum út frá málefnum, ekki fordómum Við sem stöndum fyrir jöfnum tækifærum og gegn fordómum, eigum ekki að þegja þegar aðferðir sem þessar eru notaðar til að útiloka fólk. Ég skora á alla félagsmenn VR að hafna neikvæðri orðræðu sem þessari og kjósa út frá málefnum og hæfni, ekki ómálefnalegum fordómum. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Verður erfitt að eldast eftir kosningar í VR? Eftir því sem líður á formannskosningar í VR, verður sífellt ljósara að aldursfordómar eru raunverulegt og alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi jafnvel innan verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. Lýðræðislegar kosningar í VR virðast nú litaðar af áróðri sem beinist að aldri mínum sem frambjóðanda fremur en stefnu minni og hæfni. Símtal sem opinberar fordóma Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafa fengið símtöl frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem lýkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana. Í hrópandi mótsögn við eigin gildi Það vekur athygli að Halla, sem hefur lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð, þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir. Reynslan skiptir máli – ekki aldurinn Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag. Þekking, reynsla og staðfesta skipta sköpum, ekki hvaða ártal er í fæðingarvottorði þínu. Ég hef starfað í verkalýðshreyfingunni í nær tvo áratugi, m.a. sem varaformaður VR í fjögur ár og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna í fimm ár, þar sem ég hef m.a. barist fyrir réttlátari húsnæðismarkaði. Þá ef hef ég setið miðstjórn ASÍ og starfað vettvangi samtakanna sem formaður húsnæðisnefndar ASÍ. Ef einhver telur að ég sé ekki hæfur til að gegna formannsembætti, þá eiga þau rök að byggja á málefnalegum grunni, ekki útlits- eða aldurstengdum fordómum. Kjósum út frá málefnum, ekki fordómum Við sem stöndum fyrir jöfnum tækifærum og gegn fordómum, eigum ekki að þegja þegar aðferðir sem þessar eru notaðar til að útiloka fólk. Ég skora á alla félagsmenn VR að hafna neikvæðri orðræðu sem þessari og kjósa út frá málefnum og hæfni, ekki ómálefnalegum fordómum. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun