Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir og Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifa 13. mars 2025 09:03 Allar lífverur hafa svo kallaða innri lífsklukku sem tengist snúningi jarðar og er í takti við sólarhringinn, 24 klukkustunda hring birtu og myrkurs. Hjá fólki er þessi klukka ýmist nefnd lífsklukka eða líkamsklukka. Reyndar er ekki bara ein lífsklukka í líkama okkar heldur fyrirfinnast lífsklukkur í nánast öllum frumum líkamans. Þó er ein aðalklukka eða stjórnklukka í hverjum líkama sem er staðsett í heilanum og stjórnar öllum hinum klukkum líkamans. Hvers konar fyrirbæri er lífsklukkan? Það má líkja lífsklukkunni við líffæri sem er samsett úr mörgum prótínum og erfðavísum. Þegar sérhæfðar frumur í augum okkar nema ljós úr umhverfinu og senda skilaboð til stjórnklukkunnar í heilanum þá bregst hún við kallinu og sendir skilaboð til allra hinna lífsklukkna líkamans. Skilaboðin fara eftir magni birtu og myrkurs í umhverfi okkar og sveiflast því í takt við sólarhringinn. Stjórnklukkan er þannig með innbyggða daglega sveiflu sem nefnist dægursveifla. Dagsbirta veldur því að lífsklukkan sendir skilaboð um að draga úr framleiðslu á hormóninu melatóníni (oft kallað svefnhormón) en einnig sendir lífsklukkan boð um að auka kortisólframleiðslu líkamans og býr okkur þannig undir að takast á við verkefni dagsins. Og með dvínandi dagsbirtu þá sendir lífsklukkan skilaboð um að auka framleiðslu melatóníns sem er þá mest á kvöldin og gerir okkur syfjuð. Hvaða hlutverki gegnir lífsklukkan? Það má hugsa sér að stjórnklukkan í heilanum sé hljómsveitarstjórinn sem sveiflar tónsprotanum og stjórnar þannig hljómsveitinni sem má líkja við allar hinar lífsklukkur líkamans. Lífsklukkan stjórnar þannig dægursveiflunum og hefur áhrif á hin ýmsu ferli, meðal annars líkamshita, blóðþrýsting og hvenær við sofum og hvenær við vökum. En lífsklukkan hefur líka áhrif á hugræna virkni okkar. Og góð hugræn virkni, t.d. hversu fljótur heilinn okkar er að vinna úr og bregðast við upplýsingum og áreiti í umhverfi okkar, er mjög mikilvæg í daglegu lífi, í leik, námi og starfi. Hvað hefur áhrif á lífsklukkuna og dægursveiflurnar? Eins og áður hefur komið fram þá er það fyrst og fremst ljós í umhverfi okkar sem hefur áhrif á lífsklukkuna og dægursveiflur. Dagsbirtan og einkum morgunbirtan (sem felur í sér hlutfallslega mest af bláu ljósi) stillir lífsklukkuna okkar og heldur henni í takti við sólarhringinn. En það er ekki bara náttúrulegt ljós sem hefur áhrif á lífsklukkuna, heldur hefur ljós í umhverfinu og þá sérstaklega blátt ljós frá t.d. tölvuskjám og símum áhrif. Því getur skjánotkun að kvöldi dregið úr framleiðslu svefnhormónsins – og þar með þreytu - og haft neikvæð áhrif á svefn. En ýmis samfélagsleg viðmið og kröfur geta líka haft áhrif eins og t.d. upphaf og lengd vinnu- og skóladags, vaktavinna, skemmtanir, hávaði og ljós í okkar nánasta umhverfi. Einnig getur það að ferðast milli tímabelta raskað lífsklukkunni svo og streita, sjúkdómar og meðferðir við þeim. Röskun á dægursveiflum lífsklukkunnar getur því miður haft ýmsar og misalvarlegar afleiðingarnar í för með sér svo sem þreytu, depurð, hugræna skerðingu og sjúkdóma. Hvað getum við gert til að viðhalda takti lífsklukkunnar og góðri dægursveiflu? Sem betur fer er hægt að endurstilla raskaða lífsklukku og þar eru nokkrar leiðir færar. Rannsóknir, greinarhöfunda og annarra, hafa sýnt að regluleg hreyfing hjálpar, einnig sérhæfðar sálfræðimeðferðir en meðferð með ljósi hefur þó reynst einna best, m.a. vegna þess hve einföld hún er í framkvæmd, krefst almennt lítillar fyrirhafnar og er því á heildina litið hagkvæm. Ef endurstilla á lífsklukkuna og ná fram góðum dægursveiflum með ljósameðferð þá er ýmist hægt að nota dægursveiflu-örvandi ljósalampa eða ljósagleraugu en einnig er hægt að setja upp dægursveiflu-örvandi ljós á vinnustöðum eða í skólum. Fyrir stærstan hluta almennings er þó besta ráðið að passa upp á að njóta dagsbirtu fyrri hluta hvers dags og enn betra er að hreyfa sig í leiðinni. Þá ættum við að vera í góðum takti og sveiflu. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundar vinna við kennslu og rannsóknir í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Tengdar fréttir Að missa sjón þó augun virki Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum. 10. mars 2025 09:32 Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? „Öll viljum við lifa lengi, en ekkert okkar vill verða gamalt.“ - Benjamin Franklin 11. mars 2025 09:01 Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Í fyrra kom út bókin The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt sem hefur náð gífurlegum vinsældum á heimsvísu, þ. á m. á Íslandi. Í bókinni vísar Haidt í vísindaleg gögn sem benda tvímælalaust til þess að vanlíðan og geðræn einkenni hafi aukist hjá ungmennum á síðastliðnum 15 árum. 12. mars 2025 09:00 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Allar lífverur hafa svo kallaða innri lífsklukku sem tengist snúningi jarðar og er í takti við sólarhringinn, 24 klukkustunda hring birtu og myrkurs. Hjá fólki er þessi klukka ýmist nefnd lífsklukka eða líkamsklukka. Reyndar er ekki bara ein lífsklukka í líkama okkar heldur fyrirfinnast lífsklukkur í nánast öllum frumum líkamans. Þó er ein aðalklukka eða stjórnklukka í hverjum líkama sem er staðsett í heilanum og stjórnar öllum hinum klukkum líkamans. Hvers konar fyrirbæri er lífsklukkan? Það má líkja lífsklukkunni við líffæri sem er samsett úr mörgum prótínum og erfðavísum. Þegar sérhæfðar frumur í augum okkar nema ljós úr umhverfinu og senda skilaboð til stjórnklukkunnar í heilanum þá bregst hún við kallinu og sendir skilaboð til allra hinna lífsklukkna líkamans. Skilaboðin fara eftir magni birtu og myrkurs í umhverfi okkar og sveiflast því í takt við sólarhringinn. Stjórnklukkan er þannig með innbyggða daglega sveiflu sem nefnist dægursveifla. Dagsbirta veldur því að lífsklukkan sendir skilaboð um að draga úr framleiðslu á hormóninu melatóníni (oft kallað svefnhormón) en einnig sendir lífsklukkan boð um að auka kortisólframleiðslu líkamans og býr okkur þannig undir að takast á við verkefni dagsins. Og með dvínandi dagsbirtu þá sendir lífsklukkan skilaboð um að auka framleiðslu melatóníns sem er þá mest á kvöldin og gerir okkur syfjuð. Hvaða hlutverki gegnir lífsklukkan? Það má hugsa sér að stjórnklukkan í heilanum sé hljómsveitarstjórinn sem sveiflar tónsprotanum og stjórnar þannig hljómsveitinni sem má líkja við allar hinar lífsklukkur líkamans. Lífsklukkan stjórnar þannig dægursveiflunum og hefur áhrif á hin ýmsu ferli, meðal annars líkamshita, blóðþrýsting og hvenær við sofum og hvenær við vökum. En lífsklukkan hefur líka áhrif á hugræna virkni okkar. Og góð hugræn virkni, t.d. hversu fljótur heilinn okkar er að vinna úr og bregðast við upplýsingum og áreiti í umhverfi okkar, er mjög mikilvæg í daglegu lífi, í leik, námi og starfi. Hvað hefur áhrif á lífsklukkuna og dægursveiflurnar? Eins og áður hefur komið fram þá er það fyrst og fremst ljós í umhverfi okkar sem hefur áhrif á lífsklukkuna og dægursveiflur. Dagsbirtan og einkum morgunbirtan (sem felur í sér hlutfallslega mest af bláu ljósi) stillir lífsklukkuna okkar og heldur henni í takti við sólarhringinn. En það er ekki bara náttúrulegt ljós sem hefur áhrif á lífsklukkuna, heldur hefur ljós í umhverfinu og þá sérstaklega blátt ljós frá t.d. tölvuskjám og símum áhrif. Því getur skjánotkun að kvöldi dregið úr framleiðslu svefnhormónsins – og þar með þreytu - og haft neikvæð áhrif á svefn. En ýmis samfélagsleg viðmið og kröfur geta líka haft áhrif eins og t.d. upphaf og lengd vinnu- og skóladags, vaktavinna, skemmtanir, hávaði og ljós í okkar nánasta umhverfi. Einnig getur það að ferðast milli tímabelta raskað lífsklukkunni svo og streita, sjúkdómar og meðferðir við þeim. Röskun á dægursveiflum lífsklukkunnar getur því miður haft ýmsar og misalvarlegar afleiðingarnar í för með sér svo sem þreytu, depurð, hugræna skerðingu og sjúkdóma. Hvað getum við gert til að viðhalda takti lífsklukkunnar og góðri dægursveiflu? Sem betur fer er hægt að endurstilla raskaða lífsklukku og þar eru nokkrar leiðir færar. Rannsóknir, greinarhöfunda og annarra, hafa sýnt að regluleg hreyfing hjálpar, einnig sérhæfðar sálfræðimeðferðir en meðferð með ljósi hefur þó reynst einna best, m.a. vegna þess hve einföld hún er í framkvæmd, krefst almennt lítillar fyrirhafnar og er því á heildina litið hagkvæm. Ef endurstilla á lífsklukkuna og ná fram góðum dægursveiflum með ljósameðferð þá er ýmist hægt að nota dægursveiflu-örvandi ljósalampa eða ljósagleraugu en einnig er hægt að setja upp dægursveiflu-örvandi ljós á vinnustöðum eða í skólum. Fyrir stærstan hluta almennings er þó besta ráðið að passa upp á að njóta dagsbirtu fyrri hluta hvers dags og enn betra er að hreyfa sig í leiðinni. Þá ættum við að vera í góðum takti og sveiflu. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundar vinna við kennslu og rannsóknir í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Að missa sjón þó augun virki Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum. 10. mars 2025 09:32
Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? „Öll viljum við lifa lengi, en ekkert okkar vill verða gamalt.“ - Benjamin Franklin 11. mars 2025 09:01
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Í fyrra kom út bókin The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt sem hefur náð gífurlegum vinsældum á heimsvísu, þ. á m. á Íslandi. Í bókinni vísar Haidt í vísindaleg gögn sem benda tvímælalaust til þess að vanlíðan og geðræn einkenni hafi aukist hjá ungmennum á síðastliðnum 15 árum. 12. mars 2025 09:00
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun