Innlent

Skjálfta­hrina við Reykja­nes­tá

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikil spenna er í jarðskorpunni á Reykjanesi vegna kvikusöfnunar undir Sundhnúksgígaröðinni.
Mikil spenna er í jarðskorpunni á Reykjanesi vegna kvikusöfnunar undir Sundhnúksgígaröðinni. Vísir/Vilhelm

Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið á Reykjanestá á þriðja tímanum og hafa þeir stærstu mælst um 3,5 stig. Skjálftarnir tengjast þó Sundhnúksgígaröðinni ekki með beinum hætti.

Aukin spenna er í jarðskorpunni á Reykjanesi vegna kvikusöfnunar undir Sundhnúksgígum og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru gikkskjálftar líklegir. Skjálftar sem þessir eru reglulegir á Reykjanestá.

Sjá einnig: Rúm­mál kviku ekki verið meira frá því gos­hrinan hófst 2023

Eins og bent er á í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvarhóp Suðurlands hefur jörð skolfið víða síðustu daga, eins og við Sveifluháls og Kleifarvatn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×