Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2025 15:00 Eiríkur Valberg vildi ekki tjá sig um mögulega ferð íslenskra lögreglumanna á fund írskra kollega sinna þegar eftir því var leitað. Lögregluyfirvöld á Íslandi segjast ekki geta staðfest þá staðhæfingu Davíðs Karls Wiium, bróður Jóns Þrastar Jónssonar, að íslenska lögreglan og sú írska muni funda um hvarf Jóns í Haag í Hollandi á næstunni. Jón hvarf sporlaust, eins og kunnugt er, í Dublin árið 2019. Davíð ræddi stöðu málsins í Kastljósinu á RÚV í gær en þar greindi hann frá því að fjölskyldan hefði átt fund með lögregluyfirvöldum á Írlandi, þar sem hún hefði fengið fullnægjandi svör um leitina að Jóni í almenningsgarði í Dublin og um rannsókn málsins almennt. Lögreglan hefði til að mynda sannfært fjölskylduna um að það væri ekki minni áhersla lögð á rannsókn málsins jafnvel þótt það væri flokkað sem mannshvarf frekar en morð. Fréttastofa ræddi við Eirík Valberg, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagðist ekki geta staðfest að íslenskir lögreglumenn hygðust ferðast út til Haag til að funda með írskum kollegum sínum. Þá sagðist hann heldur ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Davíðs að Europol ætlaði að koma að málum. Eiríkur varðist raunar allra fregna og sagði rannsóknina algjörlega á forræði lögreglunnar á Írlandi. Það væri þannig hennar að stjórna því hvað gefið væri út um stöðu málsins. Eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Davíð sagði í Kastljósi að fjölskyldu Jóns hefði þótt samvinnu lögregluyfirvalda hérlendis og á Írlandi ábótavant. Virðast vonir fjölskyldunnar standa til þess að aðkoma Europol muni liðka fyrir samskiptum, eins og Davíð komst að orði. „Ég upplifi það þannig, og sérstaklega af heimsókn okkar núna til Írlands, að lögreglan líti ekki á það sem svo, nei,“ sagði Davíð í Kastljósinu, spurður að því hvort hann teldi lögreglu enn meta málið þannig að Jón hefði bara látið sig hverfa. „Að því sögðu þá hef ég ekkert í höndunum sem að fullyrðir það. En mín samtöl við teymið sem fer með rannsókn málsins úti á Írlandi, sem við teljum að sé afbragðsfólk... Það er nýr yfirmaður kominn í málið, við hittum æðstu menn og konur hjá lögreglunni og það er okkar tilfinning að þeir séu farnir að líta á málið meira í áttina að því að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, frekar en að hann hafi einfaldlega látið sig hverfa.“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá þurfum við öll að geta byrjað í sorgarferli,“ sagði Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns, í Kastljósinu um mikilvægi þess að fá svör. „Það er alltaf gat, lífið verður aldrei eins.“ Erlend sakamál Íslendingar erlendis Lögreglumál Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Jón hvarf sporlaust, eins og kunnugt er, í Dublin árið 2019. Davíð ræddi stöðu málsins í Kastljósinu á RÚV í gær en þar greindi hann frá því að fjölskyldan hefði átt fund með lögregluyfirvöldum á Írlandi, þar sem hún hefði fengið fullnægjandi svör um leitina að Jóni í almenningsgarði í Dublin og um rannsókn málsins almennt. Lögreglan hefði til að mynda sannfært fjölskylduna um að það væri ekki minni áhersla lögð á rannsókn málsins jafnvel þótt það væri flokkað sem mannshvarf frekar en morð. Fréttastofa ræddi við Eirík Valberg, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagðist ekki geta staðfest að íslenskir lögreglumenn hygðust ferðast út til Haag til að funda með írskum kollegum sínum. Þá sagðist hann heldur ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Davíðs að Europol ætlaði að koma að málum. Eiríkur varðist raunar allra fregna og sagði rannsóknina algjörlega á forræði lögreglunnar á Írlandi. Það væri þannig hennar að stjórna því hvað gefið væri út um stöðu málsins. Eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Davíð sagði í Kastljósi að fjölskyldu Jóns hefði þótt samvinnu lögregluyfirvalda hérlendis og á Írlandi ábótavant. Virðast vonir fjölskyldunnar standa til þess að aðkoma Europol muni liðka fyrir samskiptum, eins og Davíð komst að orði. „Ég upplifi það þannig, og sérstaklega af heimsókn okkar núna til Írlands, að lögreglan líti ekki á það sem svo, nei,“ sagði Davíð í Kastljósinu, spurður að því hvort hann teldi lögreglu enn meta málið þannig að Jón hefði bara látið sig hverfa. „Að því sögðu þá hef ég ekkert í höndunum sem að fullyrðir það. En mín samtöl við teymið sem fer með rannsókn málsins úti á Írlandi, sem við teljum að sé afbragðsfólk... Það er nýr yfirmaður kominn í málið, við hittum æðstu menn og konur hjá lögreglunni og það er okkar tilfinning að þeir séu farnir að líta á málið meira í áttina að því að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, frekar en að hann hafi einfaldlega látið sig hverfa.“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá þurfum við öll að geta byrjað í sorgarferli,“ sagði Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns, í Kastljósinu um mikilvægi þess að fá svör. „Það er alltaf gat, lífið verður aldrei eins.“
Erlend sakamál Íslendingar erlendis Lögreglumál Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira