Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir og Sigurður Örn Stefánsson skrifa 15. mars 2025 08:03 Dagana 18. - 19. mars næstkomandi munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér nýjan rektor. Til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem Háskóli Íslands mun standa frammi fyrir á komandi árum þarf skólinn öflugan leiðtoga sem hefur skýra framtíðarsýn, ríka réttlætiskennd og hæfni til að koma hagsmunum Háskóla Íslands á framfæri með festu og fagmennsku. Við styðjum Silju Báru í rektorskjörinu því hún býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til. Við höfum unnið með Silju Báru að kennslumálum innan Háskóla Íslands undanfarin ár, bæði í Kennslumálanefnd skólans og í Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Í gegnum þessi störf höfum við kynnst fagmennsku hennar, skýrri framtíðarsýn og óþreytandi baráttu fyrir bættum gæðum náms og kennslu við Háskóla Íslands. Ótal frásagnir fyrrum nemenda hennar staðfesta hversu góður kennari Silja Bára er en hún hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019 og var tekin inn í Kennsluakademíu opinberu háskólanna árið 2022. Hún er því ekki aðeins framúrskarandi kennari heldur einnig leiðtogi á sviði kennslu. Henni er umhugað um að nemendum hennar gangi vel og hefur einstakt lag á að skapa umhverfi þar sem nemendur finna fyrir stuðningi og hvatningu. Þetta er einn af þeim eiginleikum sem munu gera Silju Báru að frábærum rektor. Við höfum ásamt fleira samstarfsfólki rannsakað tengslanet nemenda í háskólanámi og hafa rannsóknir okkar sýnt að tengslamyndun nemenda í námi skiptir sköpum fyrir námsárangur. Þannig eru nemendur með sterkt tengslanet mun líklegri til að ljúka háskólanámi en þau sem ekki mynda tengsl við samnemendur sína. Silja Bára hefur ávallt lagt áherslu á mikilvægi sterks námssamfélags og unnið að því að skapa umhverfi sem styður við nám nemenda. Við treystum henni manna best til að leiða umbætur á námsumhverfi Háskóla Íslands til heilla fyrir alla nemendur skólans. Silja Bára hefur víðtæka reynslu af stjórnun, bæði innan sem utan háskólasamfélagsins, og hefur hún ítrekað sýnt að hún er óhrædd við að taka afstöðu og standa með sínum gildum, jafnvel þótt það feli í sér að ganga gegn ríkjandi straumum. Bókanir hennar í fundargerðum Háskólaráðs Háskóla Íslands eru til marks um að hún hefur ekki látið undan þrýstingi, heldur tekið ákvarðanir byggðar á eigin sannfæringu með langtímahagsmuni Háskóla Íslands að leiðarljósi. Eitt stærsta verkefni komandi rektors er að tryggja aukin fjárframlög til Háskóla Íslands. Við þurfum sterkan talsmann sem getur sannfært stjórnvöld um mikilvægi þess að efla háskólastarf og tryggja nægjanlegt fjármagn til rannsókna og kennslu, samfélaginu í heild til góða. Sérfræðiþekking Silju Báru í samningatækni og víðtæk reynsla hennar að koma fram á opinberum vettvangi mun koma að góðum notum og höfum við fullt traust á henni til að leiða þann slag af festu og fagmennsku. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur reynslu, framsýni og kjark til að leiða skólann til framtíðar. Að okkar mati er Silja Bára sú manneskja. Höfundar eru prófessorar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Sjá meira
Dagana 18. - 19. mars næstkomandi munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér nýjan rektor. Til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem Háskóli Íslands mun standa frammi fyrir á komandi árum þarf skólinn öflugan leiðtoga sem hefur skýra framtíðarsýn, ríka réttlætiskennd og hæfni til að koma hagsmunum Háskóla Íslands á framfæri með festu og fagmennsku. Við styðjum Silju Báru í rektorskjörinu því hún býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til. Við höfum unnið með Silju Báru að kennslumálum innan Háskóla Íslands undanfarin ár, bæði í Kennslumálanefnd skólans og í Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Í gegnum þessi störf höfum við kynnst fagmennsku hennar, skýrri framtíðarsýn og óþreytandi baráttu fyrir bættum gæðum náms og kennslu við Háskóla Íslands. Ótal frásagnir fyrrum nemenda hennar staðfesta hversu góður kennari Silja Bára er en hún hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019 og var tekin inn í Kennsluakademíu opinberu háskólanna árið 2022. Hún er því ekki aðeins framúrskarandi kennari heldur einnig leiðtogi á sviði kennslu. Henni er umhugað um að nemendum hennar gangi vel og hefur einstakt lag á að skapa umhverfi þar sem nemendur finna fyrir stuðningi og hvatningu. Þetta er einn af þeim eiginleikum sem munu gera Silju Báru að frábærum rektor. Við höfum ásamt fleira samstarfsfólki rannsakað tengslanet nemenda í háskólanámi og hafa rannsóknir okkar sýnt að tengslamyndun nemenda í námi skiptir sköpum fyrir námsárangur. Þannig eru nemendur með sterkt tengslanet mun líklegri til að ljúka háskólanámi en þau sem ekki mynda tengsl við samnemendur sína. Silja Bára hefur ávallt lagt áherslu á mikilvægi sterks námssamfélags og unnið að því að skapa umhverfi sem styður við nám nemenda. Við treystum henni manna best til að leiða umbætur á námsumhverfi Háskóla Íslands til heilla fyrir alla nemendur skólans. Silja Bára hefur víðtæka reynslu af stjórnun, bæði innan sem utan háskólasamfélagsins, og hefur hún ítrekað sýnt að hún er óhrædd við að taka afstöðu og standa með sínum gildum, jafnvel þótt það feli í sér að ganga gegn ríkjandi straumum. Bókanir hennar í fundargerðum Háskólaráðs Háskóla Íslands eru til marks um að hún hefur ekki látið undan þrýstingi, heldur tekið ákvarðanir byggðar á eigin sannfæringu með langtímahagsmuni Háskóla Íslands að leiðarljósi. Eitt stærsta verkefni komandi rektors er að tryggja aukin fjárframlög til Háskóla Íslands. Við þurfum sterkan talsmann sem getur sannfært stjórnvöld um mikilvægi þess að efla háskólastarf og tryggja nægjanlegt fjármagn til rannsókna og kennslu, samfélaginu í heild til góða. Sérfræðiþekking Silju Báru í samningatækni og víðtæk reynsla hennar að koma fram á opinberum vettvangi mun koma að góðum notum og höfum við fullt traust á henni til að leiða þann slag af festu og fagmennsku. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur reynslu, framsýni og kjark til að leiða skólann til framtíðar. Að okkar mati er Silja Bára sú manneskja. Höfundar eru prófessorar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun