Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir og Sigurður Örn Stefánsson skrifa 15. mars 2025 08:03 Dagana 18. - 19. mars næstkomandi munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér nýjan rektor. Til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem Háskóli Íslands mun standa frammi fyrir á komandi árum þarf skólinn öflugan leiðtoga sem hefur skýra framtíðarsýn, ríka réttlætiskennd og hæfni til að koma hagsmunum Háskóla Íslands á framfæri með festu og fagmennsku. Við styðjum Silju Báru í rektorskjörinu því hún býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til. Við höfum unnið með Silju Báru að kennslumálum innan Háskóla Íslands undanfarin ár, bæði í Kennslumálanefnd skólans og í Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Í gegnum þessi störf höfum við kynnst fagmennsku hennar, skýrri framtíðarsýn og óþreytandi baráttu fyrir bættum gæðum náms og kennslu við Háskóla Íslands. Ótal frásagnir fyrrum nemenda hennar staðfesta hversu góður kennari Silja Bára er en hún hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019 og var tekin inn í Kennsluakademíu opinberu háskólanna árið 2022. Hún er því ekki aðeins framúrskarandi kennari heldur einnig leiðtogi á sviði kennslu. Henni er umhugað um að nemendum hennar gangi vel og hefur einstakt lag á að skapa umhverfi þar sem nemendur finna fyrir stuðningi og hvatningu. Þetta er einn af þeim eiginleikum sem munu gera Silju Báru að frábærum rektor. Við höfum ásamt fleira samstarfsfólki rannsakað tengslanet nemenda í háskólanámi og hafa rannsóknir okkar sýnt að tengslamyndun nemenda í námi skiptir sköpum fyrir námsárangur. Þannig eru nemendur með sterkt tengslanet mun líklegri til að ljúka háskólanámi en þau sem ekki mynda tengsl við samnemendur sína. Silja Bára hefur ávallt lagt áherslu á mikilvægi sterks námssamfélags og unnið að því að skapa umhverfi sem styður við nám nemenda. Við treystum henni manna best til að leiða umbætur á námsumhverfi Háskóla Íslands til heilla fyrir alla nemendur skólans. Silja Bára hefur víðtæka reynslu af stjórnun, bæði innan sem utan háskólasamfélagsins, og hefur hún ítrekað sýnt að hún er óhrædd við að taka afstöðu og standa með sínum gildum, jafnvel þótt það feli í sér að ganga gegn ríkjandi straumum. Bókanir hennar í fundargerðum Háskólaráðs Háskóla Íslands eru til marks um að hún hefur ekki látið undan þrýstingi, heldur tekið ákvarðanir byggðar á eigin sannfæringu með langtímahagsmuni Háskóla Íslands að leiðarljósi. Eitt stærsta verkefni komandi rektors er að tryggja aukin fjárframlög til Háskóla Íslands. Við þurfum sterkan talsmann sem getur sannfært stjórnvöld um mikilvægi þess að efla háskólastarf og tryggja nægjanlegt fjármagn til rannsókna og kennslu, samfélaginu í heild til góða. Sérfræðiþekking Silju Báru í samningatækni og víðtæk reynsla hennar að koma fram á opinberum vettvangi mun koma að góðum notum og höfum við fullt traust á henni til að leiða þann slag af festu og fagmennsku. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur reynslu, framsýni og kjark til að leiða skólann til framtíðar. Að okkar mati er Silja Bára sú manneskja. Höfundar eru prófessorar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Dagana 18. - 19. mars næstkomandi munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér nýjan rektor. Til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem Háskóli Íslands mun standa frammi fyrir á komandi árum þarf skólinn öflugan leiðtoga sem hefur skýra framtíðarsýn, ríka réttlætiskennd og hæfni til að koma hagsmunum Háskóla Íslands á framfæri með festu og fagmennsku. Við styðjum Silju Báru í rektorskjörinu því hún býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til. Við höfum unnið með Silju Báru að kennslumálum innan Háskóla Íslands undanfarin ár, bæði í Kennslumálanefnd skólans og í Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Í gegnum þessi störf höfum við kynnst fagmennsku hennar, skýrri framtíðarsýn og óþreytandi baráttu fyrir bættum gæðum náms og kennslu við Háskóla Íslands. Ótal frásagnir fyrrum nemenda hennar staðfesta hversu góður kennari Silja Bára er en hún hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019 og var tekin inn í Kennsluakademíu opinberu háskólanna árið 2022. Hún er því ekki aðeins framúrskarandi kennari heldur einnig leiðtogi á sviði kennslu. Henni er umhugað um að nemendum hennar gangi vel og hefur einstakt lag á að skapa umhverfi þar sem nemendur finna fyrir stuðningi og hvatningu. Þetta er einn af þeim eiginleikum sem munu gera Silju Báru að frábærum rektor. Við höfum ásamt fleira samstarfsfólki rannsakað tengslanet nemenda í háskólanámi og hafa rannsóknir okkar sýnt að tengslamyndun nemenda í námi skiptir sköpum fyrir námsárangur. Þannig eru nemendur með sterkt tengslanet mun líklegri til að ljúka háskólanámi en þau sem ekki mynda tengsl við samnemendur sína. Silja Bára hefur ávallt lagt áherslu á mikilvægi sterks námssamfélags og unnið að því að skapa umhverfi sem styður við nám nemenda. Við treystum henni manna best til að leiða umbætur á námsumhverfi Háskóla Íslands til heilla fyrir alla nemendur skólans. Silja Bára hefur víðtæka reynslu af stjórnun, bæði innan sem utan háskólasamfélagsins, og hefur hún ítrekað sýnt að hún er óhrædd við að taka afstöðu og standa með sínum gildum, jafnvel þótt það feli í sér að ganga gegn ríkjandi straumum. Bókanir hennar í fundargerðum Háskólaráðs Háskóla Íslands eru til marks um að hún hefur ekki látið undan þrýstingi, heldur tekið ákvarðanir byggðar á eigin sannfæringu með langtímahagsmuni Háskóla Íslands að leiðarljósi. Eitt stærsta verkefni komandi rektors er að tryggja aukin fjárframlög til Háskóla Íslands. Við þurfum sterkan talsmann sem getur sannfært stjórnvöld um mikilvægi þess að efla háskólastarf og tryggja nægjanlegt fjármagn til rannsókna og kennslu, samfélaginu í heild til góða. Sérfræðiþekking Silju Báru í samningatækni og víðtæk reynsla hennar að koma fram á opinberum vettvangi mun koma að góðum notum og höfum við fullt traust á henni til að leiða þann slag af festu og fagmennsku. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur reynslu, framsýni og kjark til að leiða skólann til framtíðar. Að okkar mati er Silja Bára sú manneskja. Höfundar eru prófessorar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar