Ziad al-Nakhale, leiðtogi PIJ, er sagður hafa átt húsið en meðlimur samtakanna sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að al-Nakhale hefði ekki búið í húsinu um árabil. Hann sagði húsið hafa verið tómt
Viðbragðsaðilar segja þrjá hafa særst í árásinni.
Herinn birti myndband af árásinni í dag og því fylgja skilaboð um að ísraelski herinn muni ekki leyfa hryðjuverkasamtökum að festa rætur í Sýrlandi en Ísraelar hafa gert fjölmargar loftárásir í Sýrlandi í gegnum árin.
⭕️The IAF conducted an intelligence-based strike on a terrorist command center belonging to the Palestinian Islamic Jihad terror organization in Damascus. The command center was used to plan and direct terrorist activities by the Palestinian Islamic Jihad against the State of… pic.twitter.com/KLDq7ZYk1A
— Israel Defense Forces (@IDF) March 13, 2025
Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, staðfesti árásina í dag og sagði hann að markmiðið væri að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir í Ísrael.
Samkvæmt Times of Israel beindi Katz einnig orðum sínum til Ahmed al-Sharaa, forseta Sýrlands, og sagði að hann gæti búist við ísraelskum flugvélum yfir Sýrlandi, alls staðar þar sem hryðjuverkastarfsemi væri að finna.
„Íslömsk hryðjuverkastarfsemi mun ekki vera ónæm í Damaskus, né nokkursstaðar annars staðar,“ sagði Katz.