„Magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. mars 2025 19:26 Ólafur Jóhann með kærustunni sinni, Sigurlaugu, úti í Svíþjóð þar sem aðgerðin var framkvæmd. Aðsend Ólafur Jóhann Steinsson útvarpsmaður og áhrifavaldur fór fyrir þremur vikum í hjartaaðgerð. Hann segir aðgerðina það erfiðasta sem hann hafi nokkurn tíma gengið í gegnum, bæði líkamlega og andlega. „Ég fæddist með hjartagalla og fór í fyrstu aðgerðina í Boston bara tveggja daga gamall. Svo vissi ég alltaf að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð en það hefur aldrei gerst. Það er í raun magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð. Það var svo 2019 sem var farið að tala um að það gæti styst í hana og svo gerðist það bara í janúar,“ segir Ólafur Jóhann. Í janúar var honum sagt að aðgerðin yrði líklega framkvæmd einhvern tímann á næstu sex mánuðum. Í febrúar hafi hann svo verið boðaður í aðgerðina. Foreldrar hans og kærasta fylgdu honum út og dvöldu með honum í Svíþjóð í þrjár vikur. @olafurjohann123 Ekki skemmtilegar vikur, farið vel með ykkur <3 ♬ original sound - oli Ólafur segir frá því í færslu á Tiktok að spítalahótelið hafi verið ágætt og að þjónustan hafi verið fín. Þar hafi unnið íslensk kona og auk þess hafi fylgt þeim túlkur sem aðstoðaði á fundum á spítalanum. Ólafur segir spítalavistina sjálfa á tímapunktum hafa verið hræðilega og sumir dagarnir verið hreint óbærilegir. Endalaus bið „Þetta var endalaus bið. Ég fór ekki út í tvær vikur. Þetta tók mjög á andlega heilsu,“ segir Ólafur Jóhann. Hann segir það hafa hjálpað verulega að opna sig um þetta á samfélagsmiðlum. „Það hjálpaði mjög mikið að pósta þessu,“ segir hann og að viðbrögðin sömuleiðis hjálpi. Eftir fyrstu aðgerðina aðeins tveggja daga gamall. Aðsend Ólafur Jóhann fjallar nokkuð ítarlega um aðgerðina í færslu á Instagram. Þar kemur fram að hún hafi bæði verið stærri og erfiðari en hún hafi átt að vera. Nauðsynlegt var að stækka ósæðarlokuna auk þess sem einn hluti hjartans stíflaðist sem þýddi að hjartað sló aðeins um 30 slög á mínútu. Hefur endurhæfinguna Dagarnir eftir aðgerðina gengu svo nokkuð brösuglega. Hann var sendur á almenna deild eftir um sólarhring en svo aftur á gjörgæslu vegna þess að of mikill vökvi var í bæði lungum og hjarta. Á einum tímapunkti þurfti að setja dren til að fjarlægja vökvann. Ólafur Jóhann segir það „lang-lang-lang-versti dagur lífs hans“. „… orð geta ekki lýst sársaukanum sem ég upplifði þennan dag,“ segir hann í færslunni. Eftir þetta fékk hann þó að fara aftur á almenna deild þar sem hann hóf endurhæfingu sína, að labba, byggja upp þol og borða, sem hann segir hafa verið erfitt því hann hafði ekki matarlyst. Svona lítur hjartað í Ólafi Jóhanni út í dag. Aðsend „Dagarnir voru langir og næturnar líka, endalaust af sýklalyfjum, ég fékk blóð þar sem kornin í mínu voru ekki góð og dagarnir voru bara í bið og að reyna að gera eitthvað til að byggja upp þolið,“ segir Ólafur og að hann hafi aldrei verið jafn langt niðri andlega og hann var á þessum tímapunkti. Stuttu seinna var honum svo tilkynnt að hann þyrfti gangráð en vegna veikinda var ekki hægt að koma honum fyrir strax. Það tókst þó að lokum og stuttu eftir það fékk hann að fara heim. Ólafur Jóhann segir það sennilega besta dag lífs síns. „Núna er langt recovery ferli framundan og nýr veruleiki, ég heyri vangefið mikið í hjartalokunni minni en það mun venjast einn daginn og svo er ég kominn með svona fínt ör framan á mig,“ segir hann að lokum í færslu sem hann birti um málið á Instagram. Fegin að aðgerðinni er lokið Í samtali við fréttastofu segist hann afar feginn að aðgerðinni sé lokið. „Það er eiginlega bara fínt að þetta hafi verið gert núna, ég er að vona að ég verði góður í sumar. Það var bara gott að klára þetta af,“ segir hann. Sigurlaug og Ólafur Jóhann dvöldu í alls þrjár vikur í Svíþjóð vegna aðgerðarinnar. Aðsend Aðgerðin er vonandi sú síðasta sem hann fer í. „Það þarf að skipta um gangráð á tíu ára fresti en læknarnir sögðu að þetta ætti að vera síðasta aðgerðin. En maður veit auðvitað aldrei. Við erum núna bara að slaka á og svo hefst endurhæfing eftir nokkrar vikur.“ Svíþjóð Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Rikki G svaraði kallinu og lét draum Ólafs Jóhanns rætast Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna er orðinn útvarpsmaður á FM957. Þetta var tilkynnt í Brennslunni á dögunum en Rikki G segist ekki hafa getað annað en samþykkt umsóknina eftir að Ólafur birti skilaboð til kappans á auglýsingaskilti á Times Square í New York. 29. apríl 2024 10:46 Svakalegasta atvinnuumsókn sem sést hefur á FM957 Útvarpsmaðurinn Rikki G vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgunþættinum Brennslunni á FM957 í morgun þegar Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna sýndi honum flennistórt auglýsingaskilti á Times Square í New York þar sem hann hafði birt óvænta bón til útvarpsmannsins. 24. apríl 2024 13:07 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
„Ég fæddist með hjartagalla og fór í fyrstu aðgerðina í Boston bara tveggja daga gamall. Svo vissi ég alltaf að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð en það hefur aldrei gerst. Það er í raun magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð. Það var svo 2019 sem var farið að tala um að það gæti styst í hana og svo gerðist það bara í janúar,“ segir Ólafur Jóhann. Í janúar var honum sagt að aðgerðin yrði líklega framkvæmd einhvern tímann á næstu sex mánuðum. Í febrúar hafi hann svo verið boðaður í aðgerðina. Foreldrar hans og kærasta fylgdu honum út og dvöldu með honum í Svíþjóð í þrjár vikur. @olafurjohann123 Ekki skemmtilegar vikur, farið vel með ykkur <3 ♬ original sound - oli Ólafur segir frá því í færslu á Tiktok að spítalahótelið hafi verið ágætt og að þjónustan hafi verið fín. Þar hafi unnið íslensk kona og auk þess hafi fylgt þeim túlkur sem aðstoðaði á fundum á spítalanum. Ólafur segir spítalavistina sjálfa á tímapunktum hafa verið hræðilega og sumir dagarnir verið hreint óbærilegir. Endalaus bið „Þetta var endalaus bið. Ég fór ekki út í tvær vikur. Þetta tók mjög á andlega heilsu,“ segir Ólafur Jóhann. Hann segir það hafa hjálpað verulega að opna sig um þetta á samfélagsmiðlum. „Það hjálpaði mjög mikið að pósta þessu,“ segir hann og að viðbrögðin sömuleiðis hjálpi. Eftir fyrstu aðgerðina aðeins tveggja daga gamall. Aðsend Ólafur Jóhann fjallar nokkuð ítarlega um aðgerðina í færslu á Instagram. Þar kemur fram að hún hafi bæði verið stærri og erfiðari en hún hafi átt að vera. Nauðsynlegt var að stækka ósæðarlokuna auk þess sem einn hluti hjartans stíflaðist sem þýddi að hjartað sló aðeins um 30 slög á mínútu. Hefur endurhæfinguna Dagarnir eftir aðgerðina gengu svo nokkuð brösuglega. Hann var sendur á almenna deild eftir um sólarhring en svo aftur á gjörgæslu vegna þess að of mikill vökvi var í bæði lungum og hjarta. Á einum tímapunkti þurfti að setja dren til að fjarlægja vökvann. Ólafur Jóhann segir það „lang-lang-lang-versti dagur lífs hans“. „… orð geta ekki lýst sársaukanum sem ég upplifði þennan dag,“ segir hann í færslunni. Eftir þetta fékk hann þó að fara aftur á almenna deild þar sem hann hóf endurhæfingu sína, að labba, byggja upp þol og borða, sem hann segir hafa verið erfitt því hann hafði ekki matarlyst. Svona lítur hjartað í Ólafi Jóhanni út í dag. Aðsend „Dagarnir voru langir og næturnar líka, endalaust af sýklalyfjum, ég fékk blóð þar sem kornin í mínu voru ekki góð og dagarnir voru bara í bið og að reyna að gera eitthvað til að byggja upp þolið,“ segir Ólafur og að hann hafi aldrei verið jafn langt niðri andlega og hann var á þessum tímapunkti. Stuttu seinna var honum svo tilkynnt að hann þyrfti gangráð en vegna veikinda var ekki hægt að koma honum fyrir strax. Það tókst þó að lokum og stuttu eftir það fékk hann að fara heim. Ólafur Jóhann segir það sennilega besta dag lífs síns. „Núna er langt recovery ferli framundan og nýr veruleiki, ég heyri vangefið mikið í hjartalokunni minni en það mun venjast einn daginn og svo er ég kominn með svona fínt ör framan á mig,“ segir hann að lokum í færslu sem hann birti um málið á Instagram. Fegin að aðgerðinni er lokið Í samtali við fréttastofu segist hann afar feginn að aðgerðinni sé lokið. „Það er eiginlega bara fínt að þetta hafi verið gert núna, ég er að vona að ég verði góður í sumar. Það var bara gott að klára þetta af,“ segir hann. Sigurlaug og Ólafur Jóhann dvöldu í alls þrjár vikur í Svíþjóð vegna aðgerðarinnar. Aðsend Aðgerðin er vonandi sú síðasta sem hann fer í. „Það þarf að skipta um gangráð á tíu ára fresti en læknarnir sögðu að þetta ætti að vera síðasta aðgerðin. En maður veit auðvitað aldrei. Við erum núna bara að slaka á og svo hefst endurhæfing eftir nokkrar vikur.“
Svíþjóð Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Rikki G svaraði kallinu og lét draum Ólafs Jóhanns rætast Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna er orðinn útvarpsmaður á FM957. Þetta var tilkynnt í Brennslunni á dögunum en Rikki G segist ekki hafa getað annað en samþykkt umsóknina eftir að Ólafur birti skilaboð til kappans á auglýsingaskilti á Times Square í New York. 29. apríl 2024 10:46 Svakalegasta atvinnuumsókn sem sést hefur á FM957 Útvarpsmaðurinn Rikki G vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgunþættinum Brennslunni á FM957 í morgun þegar Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna sýndi honum flennistórt auglýsingaskilti á Times Square í New York þar sem hann hafði birt óvænta bón til útvarpsmannsins. 24. apríl 2024 13:07 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Rikki G svaraði kallinu og lét draum Ólafs Jóhanns rætast Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna er orðinn útvarpsmaður á FM957. Þetta var tilkynnt í Brennslunni á dögunum en Rikki G segist ekki hafa getað annað en samþykkt umsóknina eftir að Ólafur birti skilaboð til kappans á auglýsingaskilti á Times Square í New York. 29. apríl 2024 10:46
Svakalegasta atvinnuumsókn sem sést hefur á FM957 Útvarpsmaðurinn Rikki G vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgunþættinum Brennslunni á FM957 í morgun þegar Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna sýndi honum flennistórt auglýsingaskilti á Times Square í New York þar sem hann hafði birt óvænta bón til útvarpsmannsins. 24. apríl 2024 13:07