Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 14. mars 2025 08:01 Ákvörðun umhverfisráðherra um 600 milljóna króna niðurskurð til umhverfis- og náttúruverndar hefur vakið furðu á meðal okkar umhverfisverndarsinna. Ráðherrann segir niðurskurðinn engin áhrif hafa á lögbundin verkefni eða aðgerðir sem þegar hafi verið ákveðið að ráðast í. En er það örugglega svo? Snjóflóðavarnir? Orkuskipti? Endurheimt votlendis? Ljóst er að það hefði verið hægt að nýta fjármagnið í undirbúning mikilvægra snjóflóða- eða aurflóðavarna, til dæmis á Patreksfirði, Seyðisfirði eða Norðfirði. Það eru lögbundin verkefni. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Það hefði verið hægt að fjármagna einhverjar af þeim fjölmörgu aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Samkvæmt áætluninni eru 40% aðgerða að öllu leyti ófjármagnaðar og 13% bara að hluta fjármagnaðar. Í viðtali Vísis við umhverfisráðherra 15. febrúar síðastliðinn sagði ráðherrann að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar og skili ávinningi. Ég fæ ekki betur séð en ráðherra framkvæmi þveröfugt við það sem hann sjálfur segir. Hann slær ákvörðunum á frest og tryggir ekki fjármagn til þeirra þrátt fyrir að hafa fjármagnið í hendi. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er lögbundið verkefni og undan fjármögnun hennar verður ekki komist, sérlega ef ráðherranum er alvara með því að ná árangri í að stemma stigu við loftslagsvánni. Samt segir ráðherra að niðurskurðurinn í ráðuneytinu hafi ekki áhrif á lögbundin verkefni. Það er því beinlínis rangt hjá honum. Ráðherra hefði getað nýtt fjármagnið til að fjármagna aðgerðir í orkuskiptum og endurheimt votlendis sem hann hefur sjálfur gagnrýnt fyrrverandi stjórnvöld fyrir hægagang í. Hann hefði getað auðveldað tekjulægra fólki að fjárfesta í rafbílum sem hann réttilega hefur lagt áherslu á að þurfi að gera, og ráðist í margar aðrar loftslagsaðgerðir með þessum 600 milljónum króna. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Flýta verkefnum vegna ágangs ferðamanna? Að lokum má benda á að fjölmörg verkefni bíða fjármögnunar í landsáætlun um uppbyggingu innviða á náttúruverndarsvæðum. Stórkostlegur árangur hefur náðst á þessu sviði síðan landsáætlunin var fjármögnuð af fyrri ríkisstjórnum. En það er alltaf hægt að flýta aðgerðum eða ráðast í aðgerðir þar sem ítrekað hefur verið bent á fjárþörf svo sem vegna ýmissa menningarminja víða um land. Þá væri hægt að flýta vinnu við viðhald gönguleiða í Vatnsfirði, byggingu göngupalla á Hveravöllum, áframhaldandi uppbyggingu á Geysissvæðinu sem friðlýst var árið 2020, eða flýta framkvæmdum við tröppur upp með Skógafossi svo eitthvað sé nefnt. En, nei, umhverfisráðherra Samfylkingarinnar ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Stórkostleg vanþekking og skeytingarleysi Haft er eftir ráðherra á RÚV í vikunni að hann muni ekki reka þá pólitík á sinni vakt að útdeila sem mestum peningum sem hraðast. Hvernig stemmir það við þau orð ráðherra að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar svo bent sé á einn – raunar fjölbreyttan – málaflokk ráðuneytisins? Mér sýnist á öllu að ráðherra ætli yfirhöfuð ekki að útdeila peningum sem þó eru til staðar, hvorki hratt né hægt. Reyndar er það svo að ráðherrann hefur haft þrjá mánuði til að ákveða hvernig best sé að nota þetta umtalsverða fjármagn. Ég gæti trúað að Jóhanni Páli sem stjórnarandstöðuþingmanni hefði þótt það nægur tími til ákvörðunar. Ákvörðun umhverfisráðherra lýsir stórkostlegri vanþekkingu á því hve mikinn tíma tekur að koma opinberu fjármagni í vinnu, algjöru skeytingarleysi gagnvart alvarleika og tímaskorti í loftslagsmálum og vernd byggða gagnvart snjóflóðum og aurskriðum, nú eða ágangi ferðamanna á náttúruperlur landsins sem ferðaþjónustan byggir tilvist sína að stóru leyti á. Það munar um 600 milljónir í baráttuna í umhverfismálum Það er afar slæmt þegar umhverfisráðherra stendur ekki með náttúrunni, stendur ekki með loftslaginu og stendur ekki með framtíðarkynslóðum eins og raunin er í þessu tilfelli. Sexhundruð milljónir er mikið fjármagn. Ég hvet þig ágæti Jóhann Páll til að standa með náttúrunni og komandi kynslóðum og falla frá ákvörðun þinni um að nýta ekki þessar 600 milljónir króna. Það munar um allt í þeirri baráttu sem mannkyn stendur frammi fyrir. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Alþingi Samfylkingin Vinstri græn Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun umhverfisráðherra um 600 milljóna króna niðurskurð til umhverfis- og náttúruverndar hefur vakið furðu á meðal okkar umhverfisverndarsinna. Ráðherrann segir niðurskurðinn engin áhrif hafa á lögbundin verkefni eða aðgerðir sem þegar hafi verið ákveðið að ráðast í. En er það örugglega svo? Snjóflóðavarnir? Orkuskipti? Endurheimt votlendis? Ljóst er að það hefði verið hægt að nýta fjármagnið í undirbúning mikilvægra snjóflóða- eða aurflóðavarna, til dæmis á Patreksfirði, Seyðisfirði eða Norðfirði. Það eru lögbundin verkefni. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Það hefði verið hægt að fjármagna einhverjar af þeim fjölmörgu aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Samkvæmt áætluninni eru 40% aðgerða að öllu leyti ófjármagnaðar og 13% bara að hluta fjármagnaðar. Í viðtali Vísis við umhverfisráðherra 15. febrúar síðastliðinn sagði ráðherrann að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar og skili ávinningi. Ég fæ ekki betur séð en ráðherra framkvæmi þveröfugt við það sem hann sjálfur segir. Hann slær ákvörðunum á frest og tryggir ekki fjármagn til þeirra þrátt fyrir að hafa fjármagnið í hendi. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er lögbundið verkefni og undan fjármögnun hennar verður ekki komist, sérlega ef ráðherranum er alvara með því að ná árangri í að stemma stigu við loftslagsvánni. Samt segir ráðherra að niðurskurðurinn í ráðuneytinu hafi ekki áhrif á lögbundin verkefni. Það er því beinlínis rangt hjá honum. Ráðherra hefði getað nýtt fjármagnið til að fjármagna aðgerðir í orkuskiptum og endurheimt votlendis sem hann hefur sjálfur gagnrýnt fyrrverandi stjórnvöld fyrir hægagang í. Hann hefði getað auðveldað tekjulægra fólki að fjárfesta í rafbílum sem hann réttilega hefur lagt áherslu á að þurfi að gera, og ráðist í margar aðrar loftslagsaðgerðir með þessum 600 milljónum króna. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Flýta verkefnum vegna ágangs ferðamanna? Að lokum má benda á að fjölmörg verkefni bíða fjármögnunar í landsáætlun um uppbyggingu innviða á náttúruverndarsvæðum. Stórkostlegur árangur hefur náðst á þessu sviði síðan landsáætlunin var fjármögnuð af fyrri ríkisstjórnum. En það er alltaf hægt að flýta aðgerðum eða ráðast í aðgerðir þar sem ítrekað hefur verið bent á fjárþörf svo sem vegna ýmissa menningarminja víða um land. Þá væri hægt að flýta vinnu við viðhald gönguleiða í Vatnsfirði, byggingu göngupalla á Hveravöllum, áframhaldandi uppbyggingu á Geysissvæðinu sem friðlýst var árið 2020, eða flýta framkvæmdum við tröppur upp með Skógafossi svo eitthvað sé nefnt. En, nei, umhverfisráðherra Samfylkingarinnar ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Stórkostleg vanþekking og skeytingarleysi Haft er eftir ráðherra á RÚV í vikunni að hann muni ekki reka þá pólitík á sinni vakt að útdeila sem mestum peningum sem hraðast. Hvernig stemmir það við þau orð ráðherra að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar svo bent sé á einn – raunar fjölbreyttan – málaflokk ráðuneytisins? Mér sýnist á öllu að ráðherra ætli yfirhöfuð ekki að útdeila peningum sem þó eru til staðar, hvorki hratt né hægt. Reyndar er það svo að ráðherrann hefur haft þrjá mánuði til að ákveða hvernig best sé að nota þetta umtalsverða fjármagn. Ég gæti trúað að Jóhanni Páli sem stjórnarandstöðuþingmanni hefði þótt það nægur tími til ákvörðunar. Ákvörðun umhverfisráðherra lýsir stórkostlegri vanþekkingu á því hve mikinn tíma tekur að koma opinberu fjármagni í vinnu, algjöru skeytingarleysi gagnvart alvarleika og tímaskorti í loftslagsmálum og vernd byggða gagnvart snjóflóðum og aurskriðum, nú eða ágangi ferðamanna á náttúruperlur landsins sem ferðaþjónustan byggir tilvist sína að stóru leyti á. Það munar um 600 milljónir í baráttuna í umhverfismálum Það er afar slæmt þegar umhverfisráðherra stendur ekki með náttúrunni, stendur ekki með loftslaginu og stendur ekki með framtíðarkynslóðum eins og raunin er í þessu tilfelli. Sexhundruð milljónir er mikið fjármagn. Ég hvet þig ágæti Jóhann Páll til að standa með náttúrunni og komandi kynslóðum og falla frá ákvörðun þinni um að nýta ekki þessar 600 milljónir króna. Það munar um allt í þeirri baráttu sem mannkyn stendur frammi fyrir. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun