Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 14. mars 2025 08:01 Ákvörðun umhverfisráðherra um 600 milljóna króna niðurskurð til umhverfis- og náttúruverndar hefur vakið furðu á meðal okkar umhverfisverndarsinna. Ráðherrann segir niðurskurðinn engin áhrif hafa á lögbundin verkefni eða aðgerðir sem þegar hafi verið ákveðið að ráðast í. En er það örugglega svo? Snjóflóðavarnir? Orkuskipti? Endurheimt votlendis? Ljóst er að það hefði verið hægt að nýta fjármagnið í undirbúning mikilvægra snjóflóða- eða aurflóðavarna, til dæmis á Patreksfirði, Seyðisfirði eða Norðfirði. Það eru lögbundin verkefni. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Það hefði verið hægt að fjármagna einhverjar af þeim fjölmörgu aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Samkvæmt áætluninni eru 40% aðgerða að öllu leyti ófjármagnaðar og 13% bara að hluta fjármagnaðar. Í viðtali Vísis við umhverfisráðherra 15. febrúar síðastliðinn sagði ráðherrann að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar og skili ávinningi. Ég fæ ekki betur séð en ráðherra framkvæmi þveröfugt við það sem hann sjálfur segir. Hann slær ákvörðunum á frest og tryggir ekki fjármagn til þeirra þrátt fyrir að hafa fjármagnið í hendi. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er lögbundið verkefni og undan fjármögnun hennar verður ekki komist, sérlega ef ráðherranum er alvara með því að ná árangri í að stemma stigu við loftslagsvánni. Samt segir ráðherra að niðurskurðurinn í ráðuneytinu hafi ekki áhrif á lögbundin verkefni. Það er því beinlínis rangt hjá honum. Ráðherra hefði getað nýtt fjármagnið til að fjármagna aðgerðir í orkuskiptum og endurheimt votlendis sem hann hefur sjálfur gagnrýnt fyrrverandi stjórnvöld fyrir hægagang í. Hann hefði getað auðveldað tekjulægra fólki að fjárfesta í rafbílum sem hann réttilega hefur lagt áherslu á að þurfi að gera, og ráðist í margar aðrar loftslagsaðgerðir með þessum 600 milljónum króna. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Flýta verkefnum vegna ágangs ferðamanna? Að lokum má benda á að fjölmörg verkefni bíða fjármögnunar í landsáætlun um uppbyggingu innviða á náttúruverndarsvæðum. Stórkostlegur árangur hefur náðst á þessu sviði síðan landsáætlunin var fjármögnuð af fyrri ríkisstjórnum. En það er alltaf hægt að flýta aðgerðum eða ráðast í aðgerðir þar sem ítrekað hefur verið bent á fjárþörf svo sem vegna ýmissa menningarminja víða um land. Þá væri hægt að flýta vinnu við viðhald gönguleiða í Vatnsfirði, byggingu göngupalla á Hveravöllum, áframhaldandi uppbyggingu á Geysissvæðinu sem friðlýst var árið 2020, eða flýta framkvæmdum við tröppur upp með Skógafossi svo eitthvað sé nefnt. En, nei, umhverfisráðherra Samfylkingarinnar ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Stórkostleg vanþekking og skeytingarleysi Haft er eftir ráðherra á RÚV í vikunni að hann muni ekki reka þá pólitík á sinni vakt að útdeila sem mestum peningum sem hraðast. Hvernig stemmir það við þau orð ráðherra að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar svo bent sé á einn – raunar fjölbreyttan – málaflokk ráðuneytisins? Mér sýnist á öllu að ráðherra ætli yfirhöfuð ekki að útdeila peningum sem þó eru til staðar, hvorki hratt né hægt. Reyndar er það svo að ráðherrann hefur haft þrjá mánuði til að ákveða hvernig best sé að nota þetta umtalsverða fjármagn. Ég gæti trúað að Jóhanni Páli sem stjórnarandstöðuþingmanni hefði þótt það nægur tími til ákvörðunar. Ákvörðun umhverfisráðherra lýsir stórkostlegri vanþekkingu á því hve mikinn tíma tekur að koma opinberu fjármagni í vinnu, algjöru skeytingarleysi gagnvart alvarleika og tímaskorti í loftslagsmálum og vernd byggða gagnvart snjóflóðum og aurskriðum, nú eða ágangi ferðamanna á náttúruperlur landsins sem ferðaþjónustan byggir tilvist sína að stóru leyti á. Það munar um 600 milljónir í baráttuna í umhverfismálum Það er afar slæmt þegar umhverfisráðherra stendur ekki með náttúrunni, stendur ekki með loftslaginu og stendur ekki með framtíðarkynslóðum eins og raunin er í þessu tilfelli. Sexhundruð milljónir er mikið fjármagn. Ég hvet þig ágæti Jóhann Páll til að standa með náttúrunni og komandi kynslóðum og falla frá ákvörðun þinni um að nýta ekki þessar 600 milljónir króna. Það munar um allt í þeirri baráttu sem mannkyn stendur frammi fyrir. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Alþingi Samfylkingin Vinstri græn Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun umhverfisráðherra um 600 milljóna króna niðurskurð til umhverfis- og náttúruverndar hefur vakið furðu á meðal okkar umhverfisverndarsinna. Ráðherrann segir niðurskurðinn engin áhrif hafa á lögbundin verkefni eða aðgerðir sem þegar hafi verið ákveðið að ráðast í. En er það örugglega svo? Snjóflóðavarnir? Orkuskipti? Endurheimt votlendis? Ljóst er að það hefði verið hægt að nýta fjármagnið í undirbúning mikilvægra snjóflóða- eða aurflóðavarna, til dæmis á Patreksfirði, Seyðisfirði eða Norðfirði. Það eru lögbundin verkefni. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Það hefði verið hægt að fjármagna einhverjar af þeim fjölmörgu aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Samkvæmt áætluninni eru 40% aðgerða að öllu leyti ófjármagnaðar og 13% bara að hluta fjármagnaðar. Í viðtali Vísis við umhverfisráðherra 15. febrúar síðastliðinn sagði ráðherrann að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar og skili ávinningi. Ég fæ ekki betur séð en ráðherra framkvæmi þveröfugt við það sem hann sjálfur segir. Hann slær ákvörðunum á frest og tryggir ekki fjármagn til þeirra þrátt fyrir að hafa fjármagnið í hendi. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er lögbundið verkefni og undan fjármögnun hennar verður ekki komist, sérlega ef ráðherranum er alvara með því að ná árangri í að stemma stigu við loftslagsvánni. Samt segir ráðherra að niðurskurðurinn í ráðuneytinu hafi ekki áhrif á lögbundin verkefni. Það er því beinlínis rangt hjá honum. Ráðherra hefði getað nýtt fjármagnið til að fjármagna aðgerðir í orkuskiptum og endurheimt votlendis sem hann hefur sjálfur gagnrýnt fyrrverandi stjórnvöld fyrir hægagang í. Hann hefði getað auðveldað tekjulægra fólki að fjárfesta í rafbílum sem hann réttilega hefur lagt áherslu á að þurfi að gera, og ráðist í margar aðrar loftslagsaðgerðir með þessum 600 milljónum króna. Ráðherra ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Flýta verkefnum vegna ágangs ferðamanna? Að lokum má benda á að fjölmörg verkefni bíða fjármögnunar í landsáætlun um uppbyggingu innviða á náttúruverndarsvæðum. Stórkostlegur árangur hefur náðst á þessu sviði síðan landsáætlunin var fjármögnuð af fyrri ríkisstjórnum. En það er alltaf hægt að flýta aðgerðum eða ráðast í aðgerðir þar sem ítrekað hefur verið bent á fjárþörf svo sem vegna ýmissa menningarminja víða um land. Þá væri hægt að flýta vinnu við viðhald gönguleiða í Vatnsfirði, byggingu göngupalla á Hveravöllum, áframhaldandi uppbyggingu á Geysissvæðinu sem friðlýst var árið 2020, eða flýta framkvæmdum við tröppur upp með Skógafossi svo eitthvað sé nefnt. En, nei, umhverfisráðherra Samfylkingarinnar ákvað að gera það ekki. Hann ákvað að ráðast frekar í niðurskurð. Stórkostleg vanþekking og skeytingarleysi Haft er eftir ráðherra á RÚV í vikunni að hann muni ekki reka þá pólitík á sinni vakt að útdeila sem mestum peningum sem hraðast. Hvernig stemmir það við þau orð ráðherra að ekki megi slá ákvörðunum í loftslagsmálum á frest og að tryggja þurfi að aðgerðir séu ávallt að fullu fjármagnaðar svo bent sé á einn – raunar fjölbreyttan – málaflokk ráðuneytisins? Mér sýnist á öllu að ráðherra ætli yfirhöfuð ekki að útdeila peningum sem þó eru til staðar, hvorki hratt né hægt. Reyndar er það svo að ráðherrann hefur haft þrjá mánuði til að ákveða hvernig best sé að nota þetta umtalsverða fjármagn. Ég gæti trúað að Jóhanni Páli sem stjórnarandstöðuþingmanni hefði þótt það nægur tími til ákvörðunar. Ákvörðun umhverfisráðherra lýsir stórkostlegri vanþekkingu á því hve mikinn tíma tekur að koma opinberu fjármagni í vinnu, algjöru skeytingarleysi gagnvart alvarleika og tímaskorti í loftslagsmálum og vernd byggða gagnvart snjóflóðum og aurskriðum, nú eða ágangi ferðamanna á náttúruperlur landsins sem ferðaþjónustan byggir tilvist sína að stóru leyti á. Það munar um 600 milljónir í baráttuna í umhverfismálum Það er afar slæmt þegar umhverfisráðherra stendur ekki með náttúrunni, stendur ekki með loftslaginu og stendur ekki með framtíðarkynslóðum eins og raunin er í þessu tilfelli. Sexhundruð milljónir er mikið fjármagn. Ég hvet þig ágæti Jóhann Páll til að standa með náttúrunni og komandi kynslóðum og falla frá ákvörðun þinni um að nýta ekki þessar 600 milljónir króna. Það munar um allt í þeirri baráttu sem mannkyn stendur frammi fyrir. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun