Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2025 09:41 Sonur Jóns Gunnarsson (t.h.) heyrðist segja á leynilegri upptöku að faðir sinn hefði þegið boð Kristjáns Loftssonar, hvalveiðimanns, á hvalveiðiráðstefnu í Perú í haust. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað sjálfur. Vísir Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent forsætisnefnd Alþingis erindi um hvort að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn ef hann þáði boð eiganda Hvals hf. á alþjóðlega ráðstefnu. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað við ferðina sjálfur þrátt fyrir orð sonar hans um annað á leynilegri upptöku. Vísað er til ummæla Gunnars Bergmann Jónssonar á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum í fyrra í erindi samtakanna til forsætisnefndar Alþingis en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd siðareglna þingmanna. Á upptökunum heyrist Gunnar meðal annars halda því fram að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hafi beðið Jón um að koma með sér á fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Perú í september. Jón hefði aðeins greitt sjálfur fyrir flug til New York en ekki annan kostnað við ferðina. Jón, sem var fulltrúi alþjóðlegra samtaka á ráðstefnunni, sagði eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar í nóvember að hann hefði greitt allan kostnað við ferðina sjálfur eftir að þáverandi matvælaráðherra úr Vinstri grænum hafnaði bón hans um að vera hluti af sendinefnd Íslands. Jón hefur margoft setið fundi ráðsins í gegnum tíðina. Ekkert kemur fram í hagsmunaskrá Jóns um ferðina til Perú á Alþingisvefnum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi farið rangt með ýmislegt á upptökunum. Náttúruverndarsamtökin segja að kostnaður við þátttöku hvers fulltrúa á fundinum hafi numið rúmum 60 þúsund krónum á þáverandi gengi. Ekki sé ljóst hvort að samtökin IWMC, sem styðja vísindaveiðar á hvölum og Jón var fulltrúi fyrir, hafi greitt kostnaðinn. Samtökin áætla að heildarkostnaður við ferðina gæti hafa numið á bilinu 700.000 til 1.000.000 króna. Ísraelskt leyniþjónustufyrirtæki á vegum óþekktra aðila Aldrei hefur verið upplýst hver greiddi Black Cube, ísraelsku leyniþjónustufyrirtæki með skrautlega sögu, til þess að láta tálbeitu gera leynilegar upptökur af Gunnari Bergmann. Heimildin, sem sagði fyrst frá upptökunum, sagði aðeins að ónefnd alþjóðleg samtök sem væru andsnúin hvalveiðum hefðu ráðið fyrirtækið til verksins. Upptökurnar voru birtar eftir að Vinstri græn gengu út úr ríkisstjórn, meðal annars vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um framtíð hvalveiðar. Jón hafði á þessum tíma gerst sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, í matvælaráðuneytinu, eftir að hann missti sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Á upptökunum lét sonur hans í veðri vaka að Jón hefði orðið við ósk Bjarna um að taka sæti neðarlega á lista gegn því að hann gæti gefið út leyfi til hvalveiða sem Vinstri græn höfðu stöðvað. Það ætlaði hann að gera fyrir vin sinn Kristján Loftsson. Jón hefur síðan sagt að það ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Bjarni hefur neitað því að um einhvers konar kaup kaups hafi verið að ræða. Jón náði sæti á Alþingi þrátt fyrir að hafa verið í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að Bjarni, oddviti listans og þáverandi formaður flokksins, ákvað að taka ekki sæti á þingi eftir kosningarnar í lok nóvember. Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Vísað er til ummæla Gunnars Bergmann Jónssonar á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum í fyrra í erindi samtakanna til forsætisnefndar Alþingis en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd siðareglna þingmanna. Á upptökunum heyrist Gunnar meðal annars halda því fram að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hafi beðið Jón um að koma með sér á fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Perú í september. Jón hefði aðeins greitt sjálfur fyrir flug til New York en ekki annan kostnað við ferðina. Jón, sem var fulltrúi alþjóðlegra samtaka á ráðstefnunni, sagði eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar í nóvember að hann hefði greitt allan kostnað við ferðina sjálfur eftir að þáverandi matvælaráðherra úr Vinstri grænum hafnaði bón hans um að vera hluti af sendinefnd Íslands. Jón hefur margoft setið fundi ráðsins í gegnum tíðina. Ekkert kemur fram í hagsmunaskrá Jóns um ferðina til Perú á Alþingisvefnum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi farið rangt með ýmislegt á upptökunum. Náttúruverndarsamtökin segja að kostnaður við þátttöku hvers fulltrúa á fundinum hafi numið rúmum 60 þúsund krónum á þáverandi gengi. Ekki sé ljóst hvort að samtökin IWMC, sem styðja vísindaveiðar á hvölum og Jón var fulltrúi fyrir, hafi greitt kostnaðinn. Samtökin áætla að heildarkostnaður við ferðina gæti hafa numið á bilinu 700.000 til 1.000.000 króna. Ísraelskt leyniþjónustufyrirtæki á vegum óþekktra aðila Aldrei hefur verið upplýst hver greiddi Black Cube, ísraelsku leyniþjónustufyrirtæki með skrautlega sögu, til þess að láta tálbeitu gera leynilegar upptökur af Gunnari Bergmann. Heimildin, sem sagði fyrst frá upptökunum, sagði aðeins að ónefnd alþjóðleg samtök sem væru andsnúin hvalveiðum hefðu ráðið fyrirtækið til verksins. Upptökurnar voru birtar eftir að Vinstri græn gengu út úr ríkisstjórn, meðal annars vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um framtíð hvalveiðar. Jón hafði á þessum tíma gerst sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, í matvælaráðuneytinu, eftir að hann missti sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Á upptökunum lét sonur hans í veðri vaka að Jón hefði orðið við ósk Bjarna um að taka sæti neðarlega á lista gegn því að hann gæti gefið út leyfi til hvalveiða sem Vinstri græn höfðu stöðvað. Það ætlaði hann að gera fyrir vin sinn Kristján Loftsson. Jón hefur síðan sagt að það ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Bjarni hefur neitað því að um einhvers konar kaup kaups hafi verið að ræða. Jón náði sæti á Alþingi þrátt fyrir að hafa verið í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að Bjarni, oddviti listans og þáverandi formaður flokksins, ákvað að taka ekki sæti á þingi eftir kosningarnar í lok nóvember.
Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira