Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2025 11:40 Ásthildur Lóa á nú í vök að verjast en Róbert Spanó hefur bæst í hóp fjölmargra löglærðra sem vilja gagnrýna ummæli ráðherrans þess efnis að einskis réttlætis sé að vænta frá íslenskum dómsstólum. vísir/vilhelm Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, bætist í hóp fjölmargra sem gagnrýna ummæli Ásthildar Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra um dómskerfið harðlega. Þá hefur verið bent á frábær kjör sem ráðherra bauðst hjá bankanum í tengslum við húsnæðismál hennar. Róbert segir að ráðherra verði að gæta að þrískiptingu ríkisvaldsins og að ummæli hennar hæfi alls ekki stöðu hennar. Óverjandi ummæli Ásthildur Lóa sagðist hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar og manns hennar árið 2017. Eins og Vísir hefur greint frá keyptu þau hjónin húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2007. Róbert Spanó telur þessi ummæli óverjandi: „Enn og aftur þarf að brýna fyrir ráðherrum hér á landi að gæta að því að varðveita þrískiptingu ríkisvaldsins og grafa ekki undan sjálfstæðu dómsvaldi og trúverðugleika þess. Ráðherranum er að sjálfsögðu heimilt að gagnrýna niðurstöður dómstólar með málefnalegum hætti, en ummæli af þessu tagi, þar sem dregið er með almennum hætti í efa að réttlæti fáist fram í íslensku dómskerfi, eru ekki samrýmanleg stöðu ráðherra sem handhafa framkvæmdarvalds,“ segir Róbert í samtali við Vísi. Róbert bætist þar í hóp fjölmargra, lærðra og leikra, sem hafa gagnrýnt ráðherra vegna ummælanna. Þar má nefna Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins og lögmennina Sigurð Kára Kristjánsson og Sigurð G. Guðjónsson. Fengu frábær kjör hjá bankanum Þá hefur Árni Helgason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, einnig gagnrýnt þátt Ásthildar Lóu og þá í því hvað varðar þau kjör sem henni buðust hjá Arion banka. Vísir ræddi við Árna en hann vísaði í færslu sem hann birtir á X. Þar segir hann fróðlegt að sjá, svart á hvítu, eftir allt saman hvað „ofbeldið“ og öll gífuryrði … „drullið á embættismenn, dómara og kjörna fulltrúa snýst um í raun og veru.“ Árna Helgasyni blöskrar þau kjör sem Ásthildi Lóu buðust hjá bankanum.vísir/vilhelm Árni segir að í stuttu máli sé þetta svona: „Fasteign er keypt árið 2007 á 55 milljónir króna með 30 milljón króna láni. Ekki er greitt af láninu frá 2009 til 2017, eða í 8-9 ár en samt er búið í húsinu allan tímann. Eftir að húsið fer á nauðungarsölu og verður eign bankans, fær ráðherrann og maður hennar samt að kaupa eignina til baka í árslok 2019 á **55 milljónir króna**. Markaðsverð á þessum tíma hefur verið a.m.k. 85-90 milljónir króna og virði svona eigna í dag er að lágmarki 130-140 milljónir.“ Ásthildur Lóa sagði í Facebook-færslu 2016 að í janúar 2009 hafi þau hjónin gert tímabundinn samning við bankann. „Til 10 mánaða upp á fasta greiðslu á mánuði, kr. 170.000. Þegar sá samningur rann út i nóvember sama ár vorum við rukkuð um tæpar 365.000 fyrir mánuðinn. Við ákváðum að borga ekki, enda ekki möguleiki að standa við slíkar greiðslur til lengri tíma.“ Stendur fólki þetta almennt til boða? Árni heldur ódeigur áfram og segir fróðlegt að vita hvort fólki muni standa þetta almennt til boða, það er að búa í húsinu sínu í tæpan áratug án þess að borga af lánum, kæra bankann bak og fyrir vegna nauðungarsölu en fá samt að kaupa eignina til baka á 12 ára gömlu verði. Það er fróðlegt að sjá svart á hvítu eftir allt saman hvað „ofbeldið“ og öll gífuryrðin og drullið á embættismenn, dómara og kjörna fulltrúa snýst um í raun og veru.Í stuttu máli er þetta svona: Fasteign er keypt árið 2007 á 55 milljónir króna með 30 milljón króna láni. Ekki er… pic.twitter.com/40AFHROcbP— Árni Helgason (@arnih) March 13, 2025 „Til að toppa þetta er svo farið í skaðabótamál við ríkið upp á 11 milljónir (heildarkrafan líklega 16-17 milljónir með vöxtum) og þegar málið tapast lætur ráðherra í ríkisstjórn Íslands það út úr sér að það sé ekki hægt að gera ráð fyrir neinu réttlæti fyrir íslenskum dómstólum!“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Húsnæðismál Flokkur fólksins Lögmennska Tengdar fréttir Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir orðræðu menntamálaráðherra í garð íslenskra dómstóla óábyrga og hættulega. 13. mars 2025 18:30 „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, fékk leyfi frá dómara til að tjá sig um mál sitt og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu eftir að lögmenn höfðu lokið máli sínu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Róbert segir að ráðherra verði að gæta að þrískiptingu ríkisvaldsins og að ummæli hennar hæfi alls ekki stöðu hennar. Óverjandi ummæli Ásthildur Lóa sagðist hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar og manns hennar árið 2017. Eins og Vísir hefur greint frá keyptu þau hjónin húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2007. Róbert Spanó telur þessi ummæli óverjandi: „Enn og aftur þarf að brýna fyrir ráðherrum hér á landi að gæta að því að varðveita þrískiptingu ríkisvaldsins og grafa ekki undan sjálfstæðu dómsvaldi og trúverðugleika þess. Ráðherranum er að sjálfsögðu heimilt að gagnrýna niðurstöður dómstólar með málefnalegum hætti, en ummæli af þessu tagi, þar sem dregið er með almennum hætti í efa að réttlæti fáist fram í íslensku dómskerfi, eru ekki samrýmanleg stöðu ráðherra sem handhafa framkvæmdarvalds,“ segir Róbert í samtali við Vísi. Róbert bætist þar í hóp fjölmargra, lærðra og leikra, sem hafa gagnrýnt ráðherra vegna ummælanna. Þar má nefna Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins og lögmennina Sigurð Kára Kristjánsson og Sigurð G. Guðjónsson. Fengu frábær kjör hjá bankanum Þá hefur Árni Helgason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, einnig gagnrýnt þátt Ásthildar Lóu og þá í því hvað varðar þau kjör sem henni buðust hjá Arion banka. Vísir ræddi við Árna en hann vísaði í færslu sem hann birtir á X. Þar segir hann fróðlegt að sjá, svart á hvítu, eftir allt saman hvað „ofbeldið“ og öll gífuryrði … „drullið á embættismenn, dómara og kjörna fulltrúa snýst um í raun og veru.“ Árna Helgasyni blöskrar þau kjör sem Ásthildi Lóu buðust hjá bankanum.vísir/vilhelm Árni segir að í stuttu máli sé þetta svona: „Fasteign er keypt árið 2007 á 55 milljónir króna með 30 milljón króna láni. Ekki er greitt af láninu frá 2009 til 2017, eða í 8-9 ár en samt er búið í húsinu allan tímann. Eftir að húsið fer á nauðungarsölu og verður eign bankans, fær ráðherrann og maður hennar samt að kaupa eignina til baka í árslok 2019 á **55 milljónir króna**. Markaðsverð á þessum tíma hefur verið a.m.k. 85-90 milljónir króna og virði svona eigna í dag er að lágmarki 130-140 milljónir.“ Ásthildur Lóa sagði í Facebook-færslu 2016 að í janúar 2009 hafi þau hjónin gert tímabundinn samning við bankann. „Til 10 mánaða upp á fasta greiðslu á mánuði, kr. 170.000. Þegar sá samningur rann út i nóvember sama ár vorum við rukkuð um tæpar 365.000 fyrir mánuðinn. Við ákváðum að borga ekki, enda ekki möguleiki að standa við slíkar greiðslur til lengri tíma.“ Stendur fólki þetta almennt til boða? Árni heldur ódeigur áfram og segir fróðlegt að vita hvort fólki muni standa þetta almennt til boða, það er að búa í húsinu sínu í tæpan áratug án þess að borga af lánum, kæra bankann bak og fyrir vegna nauðungarsölu en fá samt að kaupa eignina til baka á 12 ára gömlu verði. Það er fróðlegt að sjá svart á hvítu eftir allt saman hvað „ofbeldið“ og öll gífuryrðin og drullið á embættismenn, dómara og kjörna fulltrúa snýst um í raun og veru.Í stuttu máli er þetta svona: Fasteign er keypt árið 2007 á 55 milljónir króna með 30 milljón króna láni. Ekki er… pic.twitter.com/40AFHROcbP— Árni Helgason (@arnih) March 13, 2025 „Til að toppa þetta er svo farið í skaðabótamál við ríkið upp á 11 milljónir (heildarkrafan líklega 16-17 milljónir með vöxtum) og þegar málið tapast lætur ráðherra í ríkisstjórn Íslands það út úr sér að það sé ekki hægt að gera ráð fyrir neinu réttlæti fyrir íslenskum dómstólum!“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Húsnæðismál Flokkur fólksins Lögmennska Tengdar fréttir Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir orðræðu menntamálaráðherra í garð íslenskra dómstóla óábyrga og hættulega. 13. mars 2025 18:30 „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, fékk leyfi frá dómara til að tjá sig um mál sitt og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu eftir að lögmenn höfðu lokið máli sínu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir orðræðu menntamálaráðherra í garð íslenskra dómstóla óábyrga og hættulega. 13. mars 2025 18:30
„Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, fékk leyfi frá dómara til að tjá sig um mál sitt og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu eftir að lögmenn höfðu lokið máli sínu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. febrúar 2025 16:55