„Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. mars 2025 13:19 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að ummæli menntamálaráðherra um íslenska dómstóla ekki góð, og að þau hafi líklega fallið í hita leiksins. Þetta kom fram að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, en þar baðst menntamálaráðherra jafnframt afsökunar á orðum sínum. Á dögunum tapaði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og eiginmaður hennar bótamáli sínu á hendur ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar árið 2017. Við aðalmeðferð málsins sagði Ásthildur að traust hennar á dómskerfinu væri afskaplega lítið, og eftir að héraðsdómur kvað upp dóm sinn sagðist hún hafa misst alla trú á réttlæti í dómskerfinu. Síðan hafa margir lagt orð í belg og gagnrýnt ummælin. Sjá nánar. Tekur ekki undir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að hún tæki með engum hætti undir þessi ummæli. „Ég geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins. Ég sem dómsmálaráðherra tek auðvitað á engan hátt undir þau. Ég ber fullt traust til íslenskra dómstóla, og finnst ástæða til að árétta að það eiga ráðherrar í ríkisstjórninni allir að gera.“ Fóruð þið fram á að hún leiðrétti þessi ummæli? „Við ræddum þetta og hún svarar fyrir þetta sjálf,“ sagði Þorbjörg, en örskömmu síðar baðst Ásthildur afsökunar. „Þetta eru auðvitað ekki góð ummæli. Ráðherrar þurfa að muna eftir því að þeir tala úr valdastöðu. Ég tala sem dómsmálaráðherra, ber fullt traust til dómstóla, og held að það sé í rauninni ekki mikið meira um það að segja,“ sagði Þorbjörg. Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómstólar Flokkur fólksins Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Á dögunum tapaði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og eiginmaður hennar bótamáli sínu á hendur ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar árið 2017. Við aðalmeðferð málsins sagði Ásthildur að traust hennar á dómskerfinu væri afskaplega lítið, og eftir að héraðsdómur kvað upp dóm sinn sagðist hún hafa misst alla trú á réttlæti í dómskerfinu. Síðan hafa margir lagt orð í belg og gagnrýnt ummælin. Sjá nánar. Tekur ekki undir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að hún tæki með engum hætti undir þessi ummæli. „Ég geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins. Ég sem dómsmálaráðherra tek auðvitað á engan hátt undir þau. Ég ber fullt traust til íslenskra dómstóla, og finnst ástæða til að árétta að það eiga ráðherrar í ríkisstjórninni allir að gera.“ Fóruð þið fram á að hún leiðrétti þessi ummæli? „Við ræddum þetta og hún svarar fyrir þetta sjálf,“ sagði Þorbjörg, en örskömmu síðar baðst Ásthildur afsökunar. „Þetta eru auðvitað ekki góð ummæli. Ráðherrar þurfa að muna eftir því að þeir tala úr valdastöðu. Ég tala sem dómsmálaráðherra, ber fullt traust til dómstóla, og held að það sé í rauninni ekki mikið meira um það að segja,“ sagði Þorbjörg.
Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómstólar Flokkur fólksins Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira