Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar 15. mars 2025 09:01 Við stöndum á mikilvægum tímamótum í orkumálum. Eftirspurn eftir raforku eykst stöðugt, en uppbygging nýrra endurnýjanlegra orkukosta hefur ekki haldið í við þróunina. Þetta ójafnvægi ógnar bæði orkuöryggi landsins og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Til að mæta aukinni eftirspurn, styðja við orkuskipti og standa við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum þurfum við einfaldari leyfisveitingar og skýrari reglur sem styðja við nauðsynlegar framkvæmdir. Frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála – svokallað Hvammsvirkjunarfrumvarp – er stórt skref í þessa átt. Orka náttúrunnar styður þetta frumvarp, því það gerir okkur kleift að flýta fyrir nauðsynlegri og tímabærri uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. ON skilaði inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarpið. Þar kemur m.a. fram að með fyrirliggjandi tillögu að breytingu á lögum um stjórn vatnamála er íslenska ríkið að nýta sér það svigrúm sem það hefur samkvæmt vatnatilskipuninni til að ákvarða í hvaða tilvikum hægt er að breyta vatnshloti. Mikilvægt er að hafa í huga að í evrópskri framkvæmd hefur ríkjum verið heimilt að breyta vatnshloti og þannig beita undanþáguheimild vatnatilskipunarinnar, í tilviki endurnýjanlegra orkukosta. Þetta hefur átt við vegna þess að það er í þágu almannaheilla að efla orkuöryggi og tryggja endurnýjanlega orkukosti. Einnig vegna þess að slíkar framkvæmdir væru í þágu alþjóðlegra skuldbindinga ríkja að draga úr losun. Í slíkum tilvikum er horft til þess að hagsmunamat fari fram og að mótvægisaðgerðir séu fyrirliggjandi m.a. með tilliti til vatnsgæða sem þurfi þá að vera þannig úr garði gerðar að neikvæðar afleiðingar af fyrirhuguðum framkvæmdum séu minni en sá samfélagslegi ávinningur sem af þeim geti orðið. Mikilvægt er að slíkar ákvarðanir séu teknar með heildarsýn að leiðarljósi, þar sem hagsmunir samfélagsins eru metnir og gripið sé til mótvægisaðgerða ef þörf er á. Orka náttúrunnar er lykilaðili í framleiðslu endurnýjanlegrar orku á Íslandi og hefur þá sérstöðu að vinna nær eingöngu með jarðhita. Jarðhitinn er einstök auðlind sem gerir okkur kleift að framleiða hreina, sjálfbæra og stöðuga orku árið um kring. Til að ON geti haldið áfram áætlunum sínum um aukna orkuöflun þarf að tryggja skýrar reglur og skilvirkt leyfisferli. Í umsögn okkar um títtnefnt frumvarp kemur jafnframt fram að fyrirtækið leggur áherslu á mikilvægi þess að skilvirkni í leyfisveitingum sé tryggð óháð öllu. Einnig að í lögum verði að finna ákvæði sem heimili flýtimeðferð eða útgáfu bráðabirgðaleyfis fyrir alla endurnýjanlega orkukosti og innviði þegar almannahagsmunir eru í húfi. Það gæti skipt sköpum í ljósi núverandi stöðu á íslenskum raforkumarkaði. ON leggur áherslu á að frumvarpið nái fram að ganga enda brýnt að styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta hér á landi svo tryggja megi aukið framboð raforku í ljósi þeirrar eftirspurnar sem fyrirséð er. Frumvarpið fylgir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í Evrópu, þar sem undanþáguheimildir vatnatilskipunarinnar hafa verið nýttar fyrir endurnýjanlega orkukosti vegna mikilvægis þeirra fyrir samfélagið og alþjóðlegar skuldbindingar ríkja um loftslagsmál. Ísland þarf að nýta þessa heimild til að hraða framgangi nauðsynlegra framkvæmda. ON hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarpið og tryggja að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í hreinni orkuvinnslu og þannig stuðla að auknu orkuöryggi og tryggi samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar. Við verðum að taka af skarið – framtíð orkuöryggis og samkeppnishæfni landsins er í húfi. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Sjá meira
Við stöndum á mikilvægum tímamótum í orkumálum. Eftirspurn eftir raforku eykst stöðugt, en uppbygging nýrra endurnýjanlegra orkukosta hefur ekki haldið í við þróunina. Þetta ójafnvægi ógnar bæði orkuöryggi landsins og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Til að mæta aukinni eftirspurn, styðja við orkuskipti og standa við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum þurfum við einfaldari leyfisveitingar og skýrari reglur sem styðja við nauðsynlegar framkvæmdir. Frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála – svokallað Hvammsvirkjunarfrumvarp – er stórt skref í þessa átt. Orka náttúrunnar styður þetta frumvarp, því það gerir okkur kleift að flýta fyrir nauðsynlegri og tímabærri uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. ON skilaði inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarpið. Þar kemur m.a. fram að með fyrirliggjandi tillögu að breytingu á lögum um stjórn vatnamála er íslenska ríkið að nýta sér það svigrúm sem það hefur samkvæmt vatnatilskipuninni til að ákvarða í hvaða tilvikum hægt er að breyta vatnshloti. Mikilvægt er að hafa í huga að í evrópskri framkvæmd hefur ríkjum verið heimilt að breyta vatnshloti og þannig beita undanþáguheimild vatnatilskipunarinnar, í tilviki endurnýjanlegra orkukosta. Þetta hefur átt við vegna þess að það er í þágu almannaheilla að efla orkuöryggi og tryggja endurnýjanlega orkukosti. Einnig vegna þess að slíkar framkvæmdir væru í þágu alþjóðlegra skuldbindinga ríkja að draga úr losun. Í slíkum tilvikum er horft til þess að hagsmunamat fari fram og að mótvægisaðgerðir séu fyrirliggjandi m.a. með tilliti til vatnsgæða sem þurfi þá að vera þannig úr garði gerðar að neikvæðar afleiðingar af fyrirhuguðum framkvæmdum séu minni en sá samfélagslegi ávinningur sem af þeim geti orðið. Mikilvægt er að slíkar ákvarðanir séu teknar með heildarsýn að leiðarljósi, þar sem hagsmunir samfélagsins eru metnir og gripið sé til mótvægisaðgerða ef þörf er á. Orka náttúrunnar er lykilaðili í framleiðslu endurnýjanlegrar orku á Íslandi og hefur þá sérstöðu að vinna nær eingöngu með jarðhita. Jarðhitinn er einstök auðlind sem gerir okkur kleift að framleiða hreina, sjálfbæra og stöðuga orku árið um kring. Til að ON geti haldið áfram áætlunum sínum um aukna orkuöflun þarf að tryggja skýrar reglur og skilvirkt leyfisferli. Í umsögn okkar um títtnefnt frumvarp kemur jafnframt fram að fyrirtækið leggur áherslu á mikilvægi þess að skilvirkni í leyfisveitingum sé tryggð óháð öllu. Einnig að í lögum verði að finna ákvæði sem heimili flýtimeðferð eða útgáfu bráðabirgðaleyfis fyrir alla endurnýjanlega orkukosti og innviði þegar almannahagsmunir eru í húfi. Það gæti skipt sköpum í ljósi núverandi stöðu á íslenskum raforkumarkaði. ON leggur áherslu á að frumvarpið nái fram að ganga enda brýnt að styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta hér á landi svo tryggja megi aukið framboð raforku í ljósi þeirrar eftirspurnar sem fyrirséð er. Frumvarpið fylgir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í Evrópu, þar sem undanþáguheimildir vatnatilskipunarinnar hafa verið nýttar fyrir endurnýjanlega orkukosti vegna mikilvægis þeirra fyrir samfélagið og alþjóðlegar skuldbindingar ríkja um loftslagsmál. Ísland þarf að nýta þessa heimild til að hraða framgangi nauðsynlegra framkvæmda. ON hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarpið og tryggja að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í hreinni orkuvinnslu og þannig stuðla að auknu orkuöryggi og tryggi samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar. Við verðum að taka af skarið – framtíð orkuöryggis og samkeppnishæfni landsins er í húfi. Höfundur er lögmaður
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun