Vill opna á umræðuna um átröskun Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. mars 2025 09:01 Hekla var að eigin sögn haldin þráhyggju á tímabili og þróaði með sér afar óheilbrigt samband við mat. Vísir/Anton Brink „Á þessum tíma horfði ég í spegil og sá feita manneskju en í dag, þegar ég horfi á myndir af mér frá þessum tíma þá fæ ég hreinlega illt í magann,“segir Hekla Sif Magnúsdóttir en hún byrjaði að þróa með sér átröskun þegar hún var 19 ára gömul afrekskona í frjálsum íþróttum. Óheilbrigt samband hafði seinna meir þau áhrif að einkennin versnuðu hratt. Í dag er Hekla á góðum batavegi og hefur nýtt samfélagsmiðla til að miðla reynslu sinni og þekkingu, sjálfri sér og öðrum til góðs. Á dögunum birti hún einlægt myndskeið á TikTok þar sem hún opnaði sig um reynslu af átröskunarsjúkdómnum. @itshekla 🩷Ég veit að ég er ekki ein, það eru fleiri konur sem hafa lent í því sama og ég, þess vegna langaði mig að deila minni reynslu & hvers vegna ég deili stórum parti úr lífi mínu hérna inni & sýni ykkur allt sem ég borða á daginn😄 Mér hefur aldrei liðið jafn vel og núna, komst úr slæmum aðstæðum & læknaðist af átröskun. Ég fer reglulega til sálfræðings og á mína góðu og slæmu daga inn á milli eins og við öll. Er ennþá að vinna úr trauma. Ég er í heilbrigðu og yndislegu sambandi með besta manni í heimi núna ❤ og á bestu fjölskyldu og vini sem myndu gera allt fyrir mig. Það endar alltaf allt vel! Ég sé þig og skil þig svo vel ef þú ert eða hefur verið í svipuðum eða sömu sporum. XoXo. #íslensktiktok #fyrirþig #íslenskt ♬ original sound - Hekla Varð heltekin af mat Hekla æfði íþróttir frá unga aldri; fótbolta og dans en lengst af frjálsar íþróttir með FH. Þegar hún var 19 ára gömul byrjaði hún fyrst að þróa með sér einkenni átröskunar. „Á þessum tíma var ég komin á þann stað að ég var búin að finna mína grein í frjálsum íþróttum, sem var þrístökkið. Mig langaði að sérhæfa mig í þrístökkinu, mig langaði að bæta mig og verða eins góð og ég gæti orðið. Það er ákveðin staðalímynd í þessu sporti, maður þarf að vera mjög léttur, en á sama tíma mjög sterkur til geta stokkið lengra. Ég hugsaði með mér að til þess að geta orðið það þá þyrfti ég að breyta mataræðinu,” segir Hekla en á þessum tíma var hún að eigin sögn í eðlilegum holdum; „ekki feit eða mjúk, heldur bara venjuleg.“ „Ég hafði alltaf átt í mjög heilbrigðu sambandi við mat, ég borðaði bara það sem var í matinn hverju sinni og ef mig langaði í kex eða ís þá fékk ég mér það.“ Hekla setti sig í samband við fitnessþjálfara sem lét hana fá matarprógramm sem var að hennar sögn mjög einhæft. Það hljóðaði upp á einungis tvö þúsund hitaeiningar á dag, sem var engan veginn nóg fyrir manneskju í afreksíþróttum. „Í dag fæ ég klígju við að hugsa um þetta. En ég er þannig gerð að ef ég byrja á einhverju þá tek ég það alla leið, alveg hundrað prósent. Þannig að ég byrjaði á þessu matarprógrammi, og léttist mjög hratt. Ég byrjaði að „köttast.“Og svo hélt ég áfram, og áfram, og vissi ekki hvernig ég ætti að stoppa. Þetta gekk svo langt að ég missti tíðahringinn. Það sem gerði þetta í raun verra var að ég fékk rosalega mikið af hrósi frá hinum og þessum í kringum mig, sem sögðu að ég væri orðin svo íþróttamannsleg. Það „triggeraði“ þetta svo mikið.“ Að sögn Heklu stóð þetta tímabil yfir í tæplega eitt og hálft ár. „Svo byrjaði ég að kynna mér meira um næringu og mat, lesa mér til og fræða mig. Og ég varð eiginlega bara heltekin af hitaeiningum og innihaldinu í matnum sem ég var að borða. Ég forðaðist ákveðin matvæli og viðburði og hittinga þar sem matur var til staðar. Ég var endalaust að hugsa um mat, og á sama tíma var líkaminn minn stöðugt að kalla á næringu. Allt á niðurleið Á þessum tíma var Hekla í landsliðshóp í frjálsum íþróttum. Þegar hún hafði lokið tveimur önnum í næringarfræði við HÍ bauðst henni að fara í háskólanám til Bandaríkjanna á fullum íþróttastyrk. Hún hélt út til Canyon, háskólabæjar í Texas. Fyrsta árið úti gekk vel, en þegar Hekla var komin á annað ár í náminu kynntist hún strák, sem einnig stundaði nám við skólann. Þau urðu kærustupar. Þá fór allt á niðurleið, eins og hún orðar það. „Þegar ég horfi til baka núna þá sé ég að hvað það var mikið valdaójafnvægi í þessu sambandi. Mér fannst ég hafa misst stjórnina á eigin lífi og þar af leiðandi þróaðist átröskunin áfram hjá mér. Af því að það var það eina sem ég hafði stjórn á á þessum tíma; næring og það sem ég borðaði. Þannig að ég byrjaði aftur að borða of lítið. Og svo þegar ég fór að léttast og léttast ennþá meir þá leið mér betur. En ég hafði nánast enga orku, andlega eða líkamlega.“ Hekla er 185 sentimetrar á hæð en þegar hún var léttust var hún tæp 66 kíló. Hún fór ekki á blæðingar í eitt og hálft ár. Það breytti öllu fyrir Heklu að koma aftur heim til Íslands.Vísir/Anton Brink Fékk nýja sýn Hekla útskrifaðist úr skólanum um miðjan maí á seinasta ári. Hún flutti heim eftir útskrift. „Við vorum þó áfram saman, í hálfgerðu fjarsambandi eftir að ég kom heim. En það er eins og allt hafi breyst þegar ég var komin aftur heim til Íslands, heim til fjölskyldunnar og vina minna. Á meðan ég var úti í Bandaríkjunum þá sagði ég engum frá því sem var í gangi í sambandinu. Ég gerði mér í raun ekki grein fyrir því að þetta var óheilbrigt samband. En þegar ég fór að tala upphátt um sambandið við fólkið mitt hérna heima þá fóru mínir nánustu að benda mér á hvað þetta var rangt, og engan veginn í lagi. Hún lýsir því hvernig jákvæð keðjuverkun tók við í kjölfarið. Hún opnaði sig í fyrsta sinn við móður sína um átröskunina. „Og ég man hvað ég var ótrúlega stressuð og kvíðin að segja mömmu frá þessu, skömmin var svo mikil. Mér fannst ég vera að bregðast henni á einhvern hátt, og ég var svo hrædd um að hún yrði sár. En ég er svo heppin að eiga yndislega mömmu, og að sjálfsögðu sýndi hún mér allan þann stuðning sem ég þurfti á að halda.“ Í kjölfarið höfðu þær mæðgur samband við átröskunarteymi Landspítalans, en þar reyndist vera biðlisti. En Hekla var þó að eigin sögn kominn á þann stað á þessum tímapunkti að bataferlið var í raun byrjað. „Hann var farinn út úr úr lífinu mínu, ég var orðin frjáls. Mér leið svo miklu betur andlega, á allan hátt. Ég var aftur orðin ég sjálf. Þegar ég fékk síðan loks símtal frá átröskunarteyminu og var boðið að koma þá hugsaði ég fyrst með mér að kannski þyrfti ég ekkert á þessu að halda, mér leið svo miklu betur og mér fannst ég hafa fulla stjórn á þessu. En ég ákvað engu að síður að þiggja hjálpina og ég sé ekki eftir því í dag. Það er nefnilega þannig með þessar átröskunarhugsanir, þú losnar ekkert svona auðveldlega við þær. Þú þarft aðstoð og stuðning til að rétta úr þessum hugsanaskekkjum,“segir Hekla sem lauk meðferð hjá átrsökunarteyminu í byrjun mars. „Í dag hitti ég reglulega sálfræðing, sem er eitthvað sem ég mæli svo innilega með fyrir alla sem eru glíma við einhverskonar áföll.“ Það er von Fyrir nokkrum mánuðum byrjaði Hekla að birta reglulega myndskeið á Tiktok, svokölluð „vlog“ um mataræði og næringu. @itshekla Desember 22: vannærð, aum með átröskun💔. Desember 2024: vel nærð, sterk að læknast❤️ heilbrigt samband við sjálfan þig og mat er MIKLU dýrmætara en að eltast við útlit. Ef þú ert í sömu sporum þá lofa ég þér að þú getur læknast. Ef ég gat það, getur þú það líka. næring er núna minn besti vinur. #íslensktiktok #fyrirþig #íslenskt #edrecovery ♬ Running Song by Ellie Nanni demo - ellie nanni „Mig langaði að opna á þessa viðkvæmu en nauðsynlegu umræðu um átröskun með því markmiði að vonandi hjálpa einhverjum og að sýna þeim að þau eru ekki ein”. Fljótlega fór hún að fá skilaboð frá hinum og þessum sem höfðu séð myndskeiðin hennar, falleg og hvetjandi skilaboð sem hvöttu hana áfram. Margir þeirra sem hafa haft samband við Heklu hafa sjálfir glímt við átröskun. „Ég var fyrst og fremst að gera það fyrir sjálfa mig, til að hjálpa mér í ferlinu, en líka til að hjálpa öðrum. Það er hægt að nýta samfélagsmiðla á svo margvíslegan hátt, og mig langaði að hafa jákvæð áhrif,“ segir Hekla en í nýjasta myndskeiðinu birtir hún meðal annars eftirfarandi skilaboð: „Heilbrigt samband við sjálfan þig og mat er MIKLU dýrmætara en að eltast við útlit. Ef þú ert í sömu sporum þá lofa ég þér að þú getur læknast. Ef ég gat það, getur þú það líka. Næring er núna minn besti vinur.“ Geðheilbrigði Frjálsar íþróttir Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sjá meira
Á dögunum birti hún einlægt myndskeið á TikTok þar sem hún opnaði sig um reynslu af átröskunarsjúkdómnum. @itshekla 🩷Ég veit að ég er ekki ein, það eru fleiri konur sem hafa lent í því sama og ég, þess vegna langaði mig að deila minni reynslu & hvers vegna ég deili stórum parti úr lífi mínu hérna inni & sýni ykkur allt sem ég borða á daginn😄 Mér hefur aldrei liðið jafn vel og núna, komst úr slæmum aðstæðum & læknaðist af átröskun. Ég fer reglulega til sálfræðings og á mína góðu og slæmu daga inn á milli eins og við öll. Er ennþá að vinna úr trauma. Ég er í heilbrigðu og yndislegu sambandi með besta manni í heimi núna ❤ og á bestu fjölskyldu og vini sem myndu gera allt fyrir mig. Það endar alltaf allt vel! Ég sé þig og skil þig svo vel ef þú ert eða hefur verið í svipuðum eða sömu sporum. XoXo. #íslensktiktok #fyrirþig #íslenskt ♬ original sound - Hekla Varð heltekin af mat Hekla æfði íþróttir frá unga aldri; fótbolta og dans en lengst af frjálsar íþróttir með FH. Þegar hún var 19 ára gömul byrjaði hún fyrst að þróa með sér einkenni átröskunar. „Á þessum tíma var ég komin á þann stað að ég var búin að finna mína grein í frjálsum íþróttum, sem var þrístökkið. Mig langaði að sérhæfa mig í þrístökkinu, mig langaði að bæta mig og verða eins góð og ég gæti orðið. Það er ákveðin staðalímynd í þessu sporti, maður þarf að vera mjög léttur, en á sama tíma mjög sterkur til geta stokkið lengra. Ég hugsaði með mér að til þess að geta orðið það þá þyrfti ég að breyta mataræðinu,” segir Hekla en á þessum tíma var hún að eigin sögn í eðlilegum holdum; „ekki feit eða mjúk, heldur bara venjuleg.“ „Ég hafði alltaf átt í mjög heilbrigðu sambandi við mat, ég borðaði bara það sem var í matinn hverju sinni og ef mig langaði í kex eða ís þá fékk ég mér það.“ Hekla setti sig í samband við fitnessþjálfara sem lét hana fá matarprógramm sem var að hennar sögn mjög einhæft. Það hljóðaði upp á einungis tvö þúsund hitaeiningar á dag, sem var engan veginn nóg fyrir manneskju í afreksíþróttum. „Í dag fæ ég klígju við að hugsa um þetta. En ég er þannig gerð að ef ég byrja á einhverju þá tek ég það alla leið, alveg hundrað prósent. Þannig að ég byrjaði á þessu matarprógrammi, og léttist mjög hratt. Ég byrjaði að „köttast.“Og svo hélt ég áfram, og áfram, og vissi ekki hvernig ég ætti að stoppa. Þetta gekk svo langt að ég missti tíðahringinn. Það sem gerði þetta í raun verra var að ég fékk rosalega mikið af hrósi frá hinum og þessum í kringum mig, sem sögðu að ég væri orðin svo íþróttamannsleg. Það „triggeraði“ þetta svo mikið.“ Að sögn Heklu stóð þetta tímabil yfir í tæplega eitt og hálft ár. „Svo byrjaði ég að kynna mér meira um næringu og mat, lesa mér til og fræða mig. Og ég varð eiginlega bara heltekin af hitaeiningum og innihaldinu í matnum sem ég var að borða. Ég forðaðist ákveðin matvæli og viðburði og hittinga þar sem matur var til staðar. Ég var endalaust að hugsa um mat, og á sama tíma var líkaminn minn stöðugt að kalla á næringu. Allt á niðurleið Á þessum tíma var Hekla í landsliðshóp í frjálsum íþróttum. Þegar hún hafði lokið tveimur önnum í næringarfræði við HÍ bauðst henni að fara í háskólanám til Bandaríkjanna á fullum íþróttastyrk. Hún hélt út til Canyon, háskólabæjar í Texas. Fyrsta árið úti gekk vel, en þegar Hekla var komin á annað ár í náminu kynntist hún strák, sem einnig stundaði nám við skólann. Þau urðu kærustupar. Þá fór allt á niðurleið, eins og hún orðar það. „Þegar ég horfi til baka núna þá sé ég að hvað það var mikið valdaójafnvægi í þessu sambandi. Mér fannst ég hafa misst stjórnina á eigin lífi og þar af leiðandi þróaðist átröskunin áfram hjá mér. Af því að það var það eina sem ég hafði stjórn á á þessum tíma; næring og það sem ég borðaði. Þannig að ég byrjaði aftur að borða of lítið. Og svo þegar ég fór að léttast og léttast ennþá meir þá leið mér betur. En ég hafði nánast enga orku, andlega eða líkamlega.“ Hekla er 185 sentimetrar á hæð en þegar hún var léttust var hún tæp 66 kíló. Hún fór ekki á blæðingar í eitt og hálft ár. Það breytti öllu fyrir Heklu að koma aftur heim til Íslands.Vísir/Anton Brink Fékk nýja sýn Hekla útskrifaðist úr skólanum um miðjan maí á seinasta ári. Hún flutti heim eftir útskrift. „Við vorum þó áfram saman, í hálfgerðu fjarsambandi eftir að ég kom heim. En það er eins og allt hafi breyst þegar ég var komin aftur heim til Íslands, heim til fjölskyldunnar og vina minna. Á meðan ég var úti í Bandaríkjunum þá sagði ég engum frá því sem var í gangi í sambandinu. Ég gerði mér í raun ekki grein fyrir því að þetta var óheilbrigt samband. En þegar ég fór að tala upphátt um sambandið við fólkið mitt hérna heima þá fóru mínir nánustu að benda mér á hvað þetta var rangt, og engan veginn í lagi. Hún lýsir því hvernig jákvæð keðjuverkun tók við í kjölfarið. Hún opnaði sig í fyrsta sinn við móður sína um átröskunina. „Og ég man hvað ég var ótrúlega stressuð og kvíðin að segja mömmu frá þessu, skömmin var svo mikil. Mér fannst ég vera að bregðast henni á einhvern hátt, og ég var svo hrædd um að hún yrði sár. En ég er svo heppin að eiga yndislega mömmu, og að sjálfsögðu sýndi hún mér allan þann stuðning sem ég þurfti á að halda.“ Í kjölfarið höfðu þær mæðgur samband við átröskunarteymi Landspítalans, en þar reyndist vera biðlisti. En Hekla var þó að eigin sögn kominn á þann stað á þessum tímapunkti að bataferlið var í raun byrjað. „Hann var farinn út úr úr lífinu mínu, ég var orðin frjáls. Mér leið svo miklu betur andlega, á allan hátt. Ég var aftur orðin ég sjálf. Þegar ég fékk síðan loks símtal frá átröskunarteyminu og var boðið að koma þá hugsaði ég fyrst með mér að kannski þyrfti ég ekkert á þessu að halda, mér leið svo miklu betur og mér fannst ég hafa fulla stjórn á þessu. En ég ákvað engu að síður að þiggja hjálpina og ég sé ekki eftir því í dag. Það er nefnilega þannig með þessar átröskunarhugsanir, þú losnar ekkert svona auðveldlega við þær. Þú þarft aðstoð og stuðning til að rétta úr þessum hugsanaskekkjum,“segir Hekla sem lauk meðferð hjá átrsökunarteyminu í byrjun mars. „Í dag hitti ég reglulega sálfræðing, sem er eitthvað sem ég mæli svo innilega með fyrir alla sem eru glíma við einhverskonar áföll.“ Það er von Fyrir nokkrum mánuðum byrjaði Hekla að birta reglulega myndskeið á Tiktok, svokölluð „vlog“ um mataræði og næringu. @itshekla Desember 22: vannærð, aum með átröskun💔. Desember 2024: vel nærð, sterk að læknast❤️ heilbrigt samband við sjálfan þig og mat er MIKLU dýrmætara en að eltast við útlit. Ef þú ert í sömu sporum þá lofa ég þér að þú getur læknast. Ef ég gat það, getur þú það líka. næring er núna minn besti vinur. #íslensktiktok #fyrirþig #íslenskt #edrecovery ♬ Running Song by Ellie Nanni demo - ellie nanni „Mig langaði að opna á þessa viðkvæmu en nauðsynlegu umræðu um átröskun með því markmiði að vonandi hjálpa einhverjum og að sýna þeim að þau eru ekki ein”. Fljótlega fór hún að fá skilaboð frá hinum og þessum sem höfðu séð myndskeiðin hennar, falleg og hvetjandi skilaboð sem hvöttu hana áfram. Margir þeirra sem hafa haft samband við Heklu hafa sjálfir glímt við átröskun. „Ég var fyrst og fremst að gera það fyrir sjálfa mig, til að hjálpa mér í ferlinu, en líka til að hjálpa öðrum. Það er hægt að nýta samfélagsmiðla á svo margvíslegan hátt, og mig langaði að hafa jákvæð áhrif,“ segir Hekla en í nýjasta myndskeiðinu birtir hún meðal annars eftirfarandi skilaboð: „Heilbrigt samband við sjálfan þig og mat er MIKLU dýrmætara en að eltast við útlit. Ef þú ert í sömu sporum þá lofa ég þér að þú getur læknast. Ef ég gat það, getur þú það líka. Næring er núna minn besti vinur.“
Geðheilbrigði Frjálsar íþróttir Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sjá meira