Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 11:54 Miklar skemmdir eru á MV Stena Immaculate. 36 voru um borð í skipinu. Einn var fluttur á spítala. Vísir/EPA Skipstjóri fraktskipsins Solong hefur verið ákærður og farið fyrir dóm í Hull í Englandi. Skipið sigldi á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó fyrr í vikunni með þeim afleiðingum að einn áhafnarmeðlimur Solong lést. Vladimir Motin er rússneskur maður á sextugsaldri og var skipstjóri Solong. Hann fór fyrir dómara í Hull í morgun en hann var handtekinn í vikunni grunaður um manndráp af gáleysi. Mark Angelo Pernia, Filippseyingur á fertugsaldri lést í kjölfar áreksturs skipanna. Öllum öðrum áhafnarmeðlimum skipanna beggja, 36 talsins, var bjargað. Frakskipið Solong skall á efna- og olíuflutningaskipið MV Stena Immaculate sem lá við akkeri út fyrir strönd Englands. Bæði skip urðu fyrir talsverðu tjóni og svartur reykur steig upp úr báðum skipum. Sprengingar glumdu þegar eldur barst að tönkum fullum af þotueldsneyti sem lekur nú út í Norðursjó. Stena Immaculate siglir undir bandarískum fána og liggur enn við akkeri út fyrir Hull þar sem slysið varð, um tuttugu kílómetrum úti fyrir Austur-Jórvíkurskíri. Skipið bar þotueldsneyti fyrir bandaríska herinn og var á leið frá Skotlandi til Rotterdam í Hollandi þegar áreksturinn varð. Strandgæsla Englands segir bæði skip í stöðugu ástandi. „Nú eru bara stöku eldsvoðar stundum á Solong sem valda okkur ekki miklum áhyggjum,“ segir hann í samtali við breska miðilinn Guardian og bætir við að sérútbúnir slökkviliðsbátar séu við akkeri í nágrenni skipsins, tilbúnir til að bregðast við breiði eldurinn úr sér á nýjan leik. Skipaflutningar Bretland Bensín og olía Umhverfismál England Rússland Tengdar fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Fraktskipið Solong sem skall á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate flutti gáma fyrir Samskip Multimodal. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi í morgun og olli miklu tjóni. 10. mars 2025 23:00 Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Fraktskipið portúgalska Solong sem rakst á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó var með 15 gáma af natríumblásýrusalti um borð. Bæði skip urðu fyrir talsverðu tjóni við áreksturinn og eins áhafnarmeðlims Solong er enn leitað. 10. mars 2025 20:59 Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Meiriháttar björgunaraðgerð er nú í gangi í Norðursjó undan ströndum austanverðs Englands eftir að olíuflutningaskip og fraktskipt rákust þar á. Eldur logar í báðum skipum en áhöfn olíuskipsins er sögð heil á húfi. 10. mars 2025 13:14 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Vladimir Motin er rússneskur maður á sextugsaldri og var skipstjóri Solong. Hann fór fyrir dómara í Hull í morgun en hann var handtekinn í vikunni grunaður um manndráp af gáleysi. Mark Angelo Pernia, Filippseyingur á fertugsaldri lést í kjölfar áreksturs skipanna. Öllum öðrum áhafnarmeðlimum skipanna beggja, 36 talsins, var bjargað. Frakskipið Solong skall á efna- og olíuflutningaskipið MV Stena Immaculate sem lá við akkeri út fyrir strönd Englands. Bæði skip urðu fyrir talsverðu tjóni og svartur reykur steig upp úr báðum skipum. Sprengingar glumdu þegar eldur barst að tönkum fullum af þotueldsneyti sem lekur nú út í Norðursjó. Stena Immaculate siglir undir bandarískum fána og liggur enn við akkeri út fyrir Hull þar sem slysið varð, um tuttugu kílómetrum úti fyrir Austur-Jórvíkurskíri. Skipið bar þotueldsneyti fyrir bandaríska herinn og var á leið frá Skotlandi til Rotterdam í Hollandi þegar áreksturinn varð. Strandgæsla Englands segir bæði skip í stöðugu ástandi. „Nú eru bara stöku eldsvoðar stundum á Solong sem valda okkur ekki miklum áhyggjum,“ segir hann í samtali við breska miðilinn Guardian og bætir við að sérútbúnir slökkviliðsbátar séu við akkeri í nágrenni skipsins, tilbúnir til að bregðast við breiði eldurinn úr sér á nýjan leik.
Skipaflutningar Bretland Bensín og olía Umhverfismál England Rússland Tengdar fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Fraktskipið Solong sem skall á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate flutti gáma fyrir Samskip Multimodal. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi í morgun og olli miklu tjóni. 10. mars 2025 23:00 Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Fraktskipið portúgalska Solong sem rakst á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó var með 15 gáma af natríumblásýrusalti um borð. Bæði skip urðu fyrir talsverðu tjóni við áreksturinn og eins áhafnarmeðlims Solong er enn leitað. 10. mars 2025 20:59 Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Meiriháttar björgunaraðgerð er nú í gangi í Norðursjó undan ströndum austanverðs Englands eftir að olíuflutningaskip og fraktskipt rákust þar á. Eldur logar í báðum skipum en áhöfn olíuskipsins er sögð heil á húfi. 10. mars 2025 13:14 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Fraktskipið Solong sem skall á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate flutti gáma fyrir Samskip Multimodal. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi í morgun og olli miklu tjóni. 10. mars 2025 23:00
Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Fraktskipið portúgalska Solong sem rakst á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó var með 15 gáma af natríumblásýrusalti um borð. Bæði skip urðu fyrir talsverðu tjóni við áreksturinn og eins áhafnarmeðlims Solong er enn leitað. 10. mars 2025 20:59
Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Meiriháttar björgunaraðgerð er nú í gangi í Norðursjó undan ströndum austanverðs Englands eftir að olíuflutningaskip og fraktskipt rákust þar á. Eldur logar í báðum skipum en áhöfn olíuskipsins er sögð heil á húfi. 10. mars 2025 13:14