Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2025 20:07 Það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar Gísli Örn kvað „Ólsen ólsen“ og tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í spilinu í fjórtán ár. Vísir/Júlíus Þór Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen fór fram í fyrsta sinn í fjórtán ár í dag. 32 keppendur voru skráðir til leiks og stóðu sig misvel að sögn mótshaldara. Það sé ekki nóg að vera heppinn. Keppendur voru stórhuga þegar þeir mættu til leiks. Nokkrir klæddu sig í sín fínustu spilaföt, tilbúnir að fleygja öðrum keppendum út. Andrúmsloftið var spennuþrungið, en leikið var á fjórum borðum í einu. Fyrstur til að vinna þrjú spil var kominn í næstu umferð. „Þetta var ár sem fæðingin tók. Ég fékk þessa hugmynd í febrúar 2024 og ég er búinn að vera að þróa þetta og hugsa þetta áfram. Núna var rétti tíminn að halda þetta, þrettán mánuðum síðar,“ segir Tómas Steindórsson, skipuleggjandi mótsins. Tómas Steindórsson skipulagði mótið.Vísir/Hulda Margrét Er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram? „Nei, mótið fór fram árið 2011 síðast á Gullöldinni. Þetta er áframhald af því og verður vonandi árlega eftir þetta.“ Ólsen Ólsen er eitt einfaldasta spilið, og fljótt á litið virðist heppnin ráða flestu. Tómas vísar því á bug. Það sé hægt að vera góður í Ólsen Ólsen. „Það er að hugsa vel undir pressu og vera samkvæmur sjálfum sér. Svo er hægt að telja spilin. Það er fyrir lengra komna,“ segir Tómas. Það var mikil stemning í Reykjavík Brewery þar sem mótið fór fram.Vísir/Lýður Valberg Sumir keppenda voru betur undirbúnir en aðrir. „Við tókum hitting í gær og í fyrradag. Það gekk illa á æfingum en það hefur gengið vel í dag. Það skiptir máli,“ segir Tjörvi Jónsson, einn þátttakenda. Hvernig er maður góður í Ólsen ólsen? „Þetta er taktík, hvort þú viljir setja strax niður eða í lokinn. Þetta er smá strategía.“ Eftir spennuþrungið spil er mikilvægt að allir skilji sáttir.Vísir/Júlíus Þór Þetta er ekki bara heppni? „Nei, alls ekki.“ En það gat bara verið einn sigurvegari og í ár var það Gísli Örn Gíslason sem tók titilinn heim. Gísli Örn, Íslandsmeistarinn í Ólsen ólsen árið 2025, ásamt Tómasi Steindórs, skipuleggjanda mótsins.Vísir/Júlíus Þór Grín og gaman Reykjavík X977 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Keppendur voru stórhuga þegar þeir mættu til leiks. Nokkrir klæddu sig í sín fínustu spilaföt, tilbúnir að fleygja öðrum keppendum út. Andrúmsloftið var spennuþrungið, en leikið var á fjórum borðum í einu. Fyrstur til að vinna þrjú spil var kominn í næstu umferð. „Þetta var ár sem fæðingin tók. Ég fékk þessa hugmynd í febrúar 2024 og ég er búinn að vera að þróa þetta og hugsa þetta áfram. Núna var rétti tíminn að halda þetta, þrettán mánuðum síðar,“ segir Tómas Steindórsson, skipuleggjandi mótsins. Tómas Steindórsson skipulagði mótið.Vísir/Hulda Margrét Er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram? „Nei, mótið fór fram árið 2011 síðast á Gullöldinni. Þetta er áframhald af því og verður vonandi árlega eftir þetta.“ Ólsen Ólsen er eitt einfaldasta spilið, og fljótt á litið virðist heppnin ráða flestu. Tómas vísar því á bug. Það sé hægt að vera góður í Ólsen Ólsen. „Það er að hugsa vel undir pressu og vera samkvæmur sjálfum sér. Svo er hægt að telja spilin. Það er fyrir lengra komna,“ segir Tómas. Það var mikil stemning í Reykjavík Brewery þar sem mótið fór fram.Vísir/Lýður Valberg Sumir keppenda voru betur undirbúnir en aðrir. „Við tókum hitting í gær og í fyrradag. Það gekk illa á æfingum en það hefur gengið vel í dag. Það skiptir máli,“ segir Tjörvi Jónsson, einn þátttakenda. Hvernig er maður góður í Ólsen ólsen? „Þetta er taktík, hvort þú viljir setja strax niður eða í lokinn. Þetta er smá strategía.“ Eftir spennuþrungið spil er mikilvægt að allir skilji sáttir.Vísir/Júlíus Þór Þetta er ekki bara heppni? „Nei, alls ekki.“ En það gat bara verið einn sigurvegari og í ár var það Gísli Örn Gíslason sem tók titilinn heim. Gísli Örn, Íslandsmeistarinn í Ólsen ólsen árið 2025, ásamt Tómasi Steindórs, skipuleggjanda mótsins.Vísir/Júlíus Þór
Grín og gaman Reykjavík X977 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira