Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2025 21:02 Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi. Sex af sjö verkfallsdögum leikara falla á sýningardag Þetta er Laddi, sem var frumsýnd 7. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi, í Borgarleikhúsinu, segir tap í kortunum fyrir Leikfélag Reykjavíkur verði ekki samið í kjaradeilu við leikara. Boðuð verkföll hefjast á fimmtudag og falla á sex sýningar Ladda. Leikarar hafa verið samningslausir í fjórtán mánuði. Viðræðum var vísað til ríkissáttasemjara í nóvember en síðasti fundur hjá honum var 5. mars síðastliðinn. Formaður Félags íslenskra lekara og sviðslistafólks, FÍL, sagði í viðtali á Vísi í dag að Leikfélag Reykjavíkur hefði ekki sýnt neinn samningsvilja og að stjórn þess hefði brugðist hlutverki sínu. FÍL lagði fram tillögu á föstudag sem samninganefnd Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Leikfélagsins, hafnaði. Boðuð verkföll munu hafa mest áhrif á sýninguna Þetta er Laddi. Sex af sjö verkfallsdögum falla á sýningardag hennar, en hún var frumsýnd 7. mars. Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri sýningarinnar, segist auðvitað ekki spenntur fyrir verkföllum. „Ég hef aftur á móti ríkan skilning á stöðu leikara. Þetta er nú flókið á þessu heimili því konan mín er leikkona við Leikfélagið, Ester Talía, og er einn af fulltrúum leikara í samninganefnd þannig að víglínan liggur þvert í gegn um eldhúsið,“ segir Ólafur. Kostnaður við að fella niður sýningar of hár Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af stöðunni og mjög langt sé milli aðila. Hann hefur ekki boðað til annars samningafundar í viðræðunum. Ólafur Egill segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að málið verði ekki leyst, enda hafi viðræður staðið lengi yfir. „Það hlýtur að styttast í að lausnin finnist. Kostnaður við að fella niður sýningar og hringja út alla sem eiga miða og finna nýjar dagsetningar hlýtur að slaga hátt upp í það sem stendur út af í samningaviðræðunum,“ segir hann. „Þannig að þau hljóta að finna lausn á þessu bara á morgun svo við getum haldið áfram með gleðina og Ladderíið.“ Leikhús Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. 16. mars 2025 13:20 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53 Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Leikarar hafa verið samningslausir í fjórtán mánuði. Viðræðum var vísað til ríkissáttasemjara í nóvember en síðasti fundur hjá honum var 5. mars síðastliðinn. Formaður Félags íslenskra lekara og sviðslistafólks, FÍL, sagði í viðtali á Vísi í dag að Leikfélag Reykjavíkur hefði ekki sýnt neinn samningsvilja og að stjórn þess hefði brugðist hlutverki sínu. FÍL lagði fram tillögu á föstudag sem samninganefnd Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Leikfélagsins, hafnaði. Boðuð verkföll munu hafa mest áhrif á sýninguna Þetta er Laddi. Sex af sjö verkfallsdögum falla á sýningardag hennar, en hún var frumsýnd 7. mars. Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri sýningarinnar, segist auðvitað ekki spenntur fyrir verkföllum. „Ég hef aftur á móti ríkan skilning á stöðu leikara. Þetta er nú flókið á þessu heimili því konan mín er leikkona við Leikfélagið, Ester Talía, og er einn af fulltrúum leikara í samninganefnd þannig að víglínan liggur þvert í gegn um eldhúsið,“ segir Ólafur. Kostnaður við að fella niður sýningar of hár Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af stöðunni og mjög langt sé milli aðila. Hann hefur ekki boðað til annars samningafundar í viðræðunum. Ólafur Egill segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að málið verði ekki leyst, enda hafi viðræður staðið lengi yfir. „Það hlýtur að styttast í að lausnin finnist. Kostnaður við að fella niður sýningar og hringja út alla sem eiga miða og finna nýjar dagsetningar hlýtur að slaga hátt upp í það sem stendur út af í samningaviðræðunum,“ segir hann. „Þannig að þau hljóta að finna lausn á þessu bara á morgun svo við getum haldið áfram með gleðina og Ladderíið.“
Leikhús Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. 16. mars 2025 13:20 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53 Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. 16. mars 2025 13:20
Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53
Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25