Innlent

Vef­mynda­vél Vísis á Reykja­nes­skaganum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Hraun hefur ítrekað runnið yfir Grindavíkurveg en myndin er úr safni.
Hraun hefur ítrekað runnið yfir Grindavíkurveg en myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Vísir.is hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023.

Í tilkynningu Veðurstofu Íslands frá 11. mars segir að gera þurfi ráð fyrir að eldgos geti hafist með mjög skömmum fyrirvara.

Vefmyndavél Vísis hjá Þorbirni:

Vefmyndavél Vísis hjá Grindavíkurbæ:


Tengdar fréttir

Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum

Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum. Ómögulegt sé að segja hvenær muni gjósi en það muni gerast með mjög stuttum fyrirvara. Íslendingar verði að lifa með óvissunni.

Rúmmál kviku ekki verið meira frá því gos­hrinan hófst 2023

Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×