Cleveland hefur átt frábært tímabil og er með besta árangurinn í NBA; 56 sigra og ellefu töp. Fyrir leikinn gegn Orlando í nótt hafði Cleveland unnið sextán leiki í röð og ekki tapað síðan gegn meisturum Boston Celtics 4. febrúar.
Cavs var í góðri stöðu í hálfleik enda með þrettán stiga forskot, 60-47. Magic sneri dæminu við í seinni hálfleik og vann fimm stiga sigur, 103-108.
Cleveland fékk svo sannarlega tækifæri undir lokin en á síðustu mínútu leiksins klikkaði liðið á fimm skotum, þar af Donovan Mitchell á þremur.
Paolo Banchero skoraði 24 stig, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Magic sem er í 8. sæti Austurdeildarinnar með 32 sigra og 37 töp. Franz Wagner skoraði 22 stig og tók átta fráköst.
PAOLO BANCHERO. pic.twitter.com/8dr3UgUujz
— Orlando Magic (@OrlandoMagic) March 16, 2025
Mitchell var stigahæstur hjá Cavs með 23 stig og Jarrett Allen skoraði tuttugu stig og tók tólf fráköst.