Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2025 14:03 Margrét, Jón og Hildur mátu vinnu formanns stjórnar SÍS jafnast á við 50 prósent starf, sem Heiða þarf þá að sinna meðfram borgarstjórastarfinu. Það var starfshópur skipaður þremur borgar- og bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem lagði til hækkun launa formanns og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfshópurinn var skipaður með erindisbréfi dagsettu 10. nóvember 2023 en í honum sátu Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Margrét Ólöf A. Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Öll eiga sæti í stjórn SÍS og voru því einnig að ákvarða eigin laun. Hópurinn lagði fram tillögu um samþykkt um kjör stjórnar og nefndarmanna rúmum mánuði eftir að hann var skipaður, þann 15. desember 2023. Þar var lagt til að formaður SÍS fengi greidd 50 prósent af þingfararkaupi, sem var þá 1.379.222 krónur, óháð fjölda funda og 750 kílómetra á mánuði í akstursgreiðslur. Þá fengju fulltrúar í stjórn SÍS greidd 18 prósent af þingfararkaupi, óháð fjölda funda. Varafulltrúar fengju greitt fyrir þá fundi sem þeir sætu, sem samsvaraði 5 prósentum af þingfararkaupi. Aðrir sinnt formennsku samhliða því að stýra sveitarfélagi Launakjör Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem hefur sinnt formennsku í stjórn SÍS og er nú orðin borgarstjóri Reykjavíkur, hafa verið nokkuð til umræðu en þegar allt er talið nema heilarlaun hennar nú um 3,8 milljónum króna. Þar er um að ræða laun borgarstjóra, laun formanns SÍS og greiðslu fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, auk kostnaðar. Heiða Björg tók við sem borgarstjóri þann 21. febrúar og hefur enn ekki gefið upp hvort hún hyggst segja af sér formennsku í stjórn SÍS. Hún hefur bent á að hún sé að þiggja sömu borgarstjóralaun og forveri hennar Einar Þorsteinsson fékk greidd, athugasemdalaust. Þá hefur einnig verið bent á að aðrir hafi sinnt formennsku í stjórn SÍS samhliða því að stýra sveitarfélagi en þar má meðal annars nefna Aldísi Hafsteinsdóttur, þáverandi bæjarstjóra í Hveragerði, og Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Á undan þeim hafði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, flokksbróðir Aldísar og Halldórs í Sjálfstæðisflokknum, sinnt formennsku í stjórn SÍS í sextán ár, síðustu mánuðina sem borgarstjóri í Reykjavík. Tengd skjöl Kjaratillögur_1JPEG41KBSækja skjal Kjaratillögur_2JPEG23KBSækja skjal Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30 Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Lögregla bjargaði ketti sem festist inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður með erindisbréfi dagsettu 10. nóvember 2023 en í honum sátu Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Margrét Ólöf A. Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Öll eiga sæti í stjórn SÍS og voru því einnig að ákvarða eigin laun. Hópurinn lagði fram tillögu um samþykkt um kjör stjórnar og nefndarmanna rúmum mánuði eftir að hann var skipaður, þann 15. desember 2023. Þar var lagt til að formaður SÍS fengi greidd 50 prósent af þingfararkaupi, sem var þá 1.379.222 krónur, óháð fjölda funda og 750 kílómetra á mánuði í akstursgreiðslur. Þá fengju fulltrúar í stjórn SÍS greidd 18 prósent af þingfararkaupi, óháð fjölda funda. Varafulltrúar fengju greitt fyrir þá fundi sem þeir sætu, sem samsvaraði 5 prósentum af þingfararkaupi. Aðrir sinnt formennsku samhliða því að stýra sveitarfélagi Launakjör Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem hefur sinnt formennsku í stjórn SÍS og er nú orðin borgarstjóri Reykjavíkur, hafa verið nokkuð til umræðu en þegar allt er talið nema heilarlaun hennar nú um 3,8 milljónum króna. Þar er um að ræða laun borgarstjóra, laun formanns SÍS og greiðslu fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, auk kostnaðar. Heiða Björg tók við sem borgarstjóri þann 21. febrúar og hefur enn ekki gefið upp hvort hún hyggst segja af sér formennsku í stjórn SÍS. Hún hefur bent á að hún sé að þiggja sömu borgarstjóralaun og forveri hennar Einar Þorsteinsson fékk greidd, athugasemdalaust. Þá hefur einnig verið bent á að aðrir hafi sinnt formennsku í stjórn SÍS samhliða því að stýra sveitarfélagi en þar má meðal annars nefna Aldísi Hafsteinsdóttur, þáverandi bæjarstjóra í Hveragerði, og Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Á undan þeim hafði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, flokksbróðir Aldísar og Halldórs í Sjálfstæðisflokknum, sinnt formennsku í stjórn SÍS í sextán ár, síðustu mánuðina sem borgarstjóri í Reykjavík. Tengd skjöl Kjaratillögur_1JPEG41KBSækja skjal Kjaratillögur_2JPEG23KBSækja skjal
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30 Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Lögregla bjargaði ketti sem festist inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30
Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir