Elle Woods er fyrirmyndin Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. mars 2025 09:01 Karólína Lilja er meðal þáttakenda í Ungfrú Ísland. „Stærsta vandamál minnar kynslóðar er klárlega umhverfismálin og aukning á gróðurhúsaloftegundum. Það þarf að halda áfram að vekja athygli á þessu og tala um þetta, en líka standa saman og reyna okkar besta að kaupa íslenskar matvælavörur, nota endurnýjanlega orku og minnka neyslu,“ segir Karólína Lilja Guðlaugsdóttir, spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Karólína Lilja Guðlaugsdóttir Aldur? 18 ára Starf? Helgarvinna í Skechers. Menntun? Er að klára þriðja árið í menntaskóla. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Hugrökk, ákveðin og ævintýragjörn Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég æfði íshokkí í nokkur ár og dýrka íþróttina. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Elle Woods í Legally blonde. Hvað hefur mótað þig mest? Örugglega að hafa búið úti í útlöndum. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Þegar ég var í níunda bekk þá byrjaði ég að fá reglulega slæm mígrenisköst og stöðugar sjóntruflanir. Fór til margra lækna en enginn vissi hvað var að mér. Í dag er ég greind með krónískt mígreni og heilkenni sem kallast ”Visual snow syndrome” sem veldur því að ég er alltaf með sjóntruflanir sem líkjast snjókomu eða lélegum gæðum. Þetta hefur verið erfitt að glíma við en það sem bjargaði mér alveg er hreyfing, heilbrigður lífstíll og að muna að aldrei gefast upp Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af mömmu minni, ótrúlegasta kona lífs míns. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa alist mikið upp á sveit hjá ömmu. Hvernig tekstu á við stress og álag? Fer að gráta og reyni mitt besta. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég veit ekki hversu oft ég hef kallað kennarana mína óvart mömmu. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er góð í að mála og teikna. View this post on Instagram A post shared by Karólína Lilja (@karolina.lilja) Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Þegar fólk er með góðan húmor og getur hlegið að sjálfu sér. En óheillandi? Fólki sem finnst allt vandræðalegt Hver er þinn helsti ótti? Hafið. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár bý ég úti í útlöndum og er rík, ekki bara fjárhagslega heldur líka með fólkið í kringum mig. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, þýsku og er núna að taka þriðja áfangann í dönsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Erfið spurning en örugglega grjónagrautur með kanilsykri og slátri. Hvaða lag tekur þú í karókí? Love on the brain með Rihönnu. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Örugglega Patrik Jaime þegar ég var í 6. bekk. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég elska að umgangast fólk og ég er týpan sem hringir í stað þess að senda skilaboð. Ef þú fengir 10 milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Fjárfesta en ef það væri ekki í boði þá myndi ég fara í verslunarferð og styrkja gott málefni með afganginn. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mér hefur alltaf þótt gaman að klæða mig í kjóla og hæla. Þegar ég var lítil stalst ég og besta vinkona mín í hælaskóna hjá stóru systur hennar og þóttumst vera að keppa í Miss Universe, litli bróðir hennar var dómarinn og herbergið hennar var sviðið. Einnig allar stelpurnar og vinasamböndin sem maður sá myndast í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Karólína Lilja (@karolina.lilja) Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er búin að læra svo margt eins og að labba almennilega í hælaskóm, ég er aðeins að keppa við sjálfa mig og hvað það er mikilvægt að umgangast góðu fólki. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Að allir sama hvaða kyn þú ert, kynþáttur eða kynhneigð, eigum við öll að fá sömu tækifæri. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Fyrst og fremst að vera fyrirmynd fyrir konur og stelpur á íslandi og um allan heim, sýna leiðtogahæfileika, menningarleg, hugrökk og vera með sterka siðferðiskennd. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Íslands því ég tel mig búa yfir öllum þeim kostum sem ungfrú ísland þarf. Ég vil nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi heilsu. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar svo ótrúlega einstakar og komum frá mismunandi bakgrunnum en ég tel að námið mitt af alþjóðabraut sé gott veganesti fyrir fulltrúa í svona keppni, þar sem ég þekki vel til ólíkra menningarheima og bý yfir þó nokkri þekkingu í þjóðhagfræði en hef líka áhuga á stjórnmálum og pólítískri hugmyndafræði. View this post on Instagram A post shared by Karólína Lilja (@karolina.lilja) Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Stærsta vandamál minnar kynslóðar er klárlega umhverfismálin og aukning á gróðurhúsaloftegundum. Það þarf að halda áfram að vekja athygli á þessu og tala um þetta, en líka standa saman og reyna okkar besta að kaupa íslenskar matvælavörur, nota endurnýjanlega orku og minnka neyslu. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Þetta snýst um svo miklu meira en ytri fegurð þátttakenda og snýst meira um innri fegurð og mikilvægi þess að konur standi saman. Ungfrú Ísland Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Karólína Lilja Guðlaugsdóttir Aldur? 18 ára Starf? Helgarvinna í Skechers. Menntun? Er að klára þriðja árið í menntaskóla. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Hugrökk, ákveðin og ævintýragjörn Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég æfði íshokkí í nokkur ár og dýrka íþróttina. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Elle Woods í Legally blonde. Hvað hefur mótað þig mest? Örugglega að hafa búið úti í útlöndum. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Þegar ég var í níunda bekk þá byrjaði ég að fá reglulega slæm mígrenisköst og stöðugar sjóntruflanir. Fór til margra lækna en enginn vissi hvað var að mér. Í dag er ég greind með krónískt mígreni og heilkenni sem kallast ”Visual snow syndrome” sem veldur því að ég er alltaf með sjóntruflanir sem líkjast snjókomu eða lélegum gæðum. Þetta hefur verið erfitt að glíma við en það sem bjargaði mér alveg er hreyfing, heilbrigður lífstíll og að muna að aldrei gefast upp Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af mömmu minni, ótrúlegasta kona lífs míns. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa alist mikið upp á sveit hjá ömmu. Hvernig tekstu á við stress og álag? Fer að gráta og reyni mitt besta. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég veit ekki hversu oft ég hef kallað kennarana mína óvart mömmu. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er góð í að mála og teikna. View this post on Instagram A post shared by Karólína Lilja (@karolina.lilja) Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Þegar fólk er með góðan húmor og getur hlegið að sjálfu sér. En óheillandi? Fólki sem finnst allt vandræðalegt Hver er þinn helsti ótti? Hafið. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár bý ég úti í útlöndum og er rík, ekki bara fjárhagslega heldur líka með fólkið í kringum mig. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, þýsku og er núna að taka þriðja áfangann í dönsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Erfið spurning en örugglega grjónagrautur með kanilsykri og slátri. Hvaða lag tekur þú í karókí? Love on the brain með Rihönnu. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Örugglega Patrik Jaime þegar ég var í 6. bekk. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég elska að umgangast fólk og ég er týpan sem hringir í stað þess að senda skilaboð. Ef þú fengir 10 milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Fjárfesta en ef það væri ekki í boði þá myndi ég fara í verslunarferð og styrkja gott málefni með afganginn. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mér hefur alltaf þótt gaman að klæða mig í kjóla og hæla. Þegar ég var lítil stalst ég og besta vinkona mín í hælaskóna hjá stóru systur hennar og þóttumst vera að keppa í Miss Universe, litli bróðir hennar var dómarinn og herbergið hennar var sviðið. Einnig allar stelpurnar og vinasamböndin sem maður sá myndast í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Karólína Lilja (@karolina.lilja) Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er búin að læra svo margt eins og að labba almennilega í hælaskóm, ég er aðeins að keppa við sjálfa mig og hvað það er mikilvægt að umgangast góðu fólki. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Að allir sama hvaða kyn þú ert, kynþáttur eða kynhneigð, eigum við öll að fá sömu tækifæri. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Fyrst og fremst að vera fyrirmynd fyrir konur og stelpur á íslandi og um allan heim, sýna leiðtogahæfileika, menningarleg, hugrökk og vera með sterka siðferðiskennd. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Íslands því ég tel mig búa yfir öllum þeim kostum sem ungfrú ísland þarf. Ég vil nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi heilsu. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar svo ótrúlega einstakar og komum frá mismunandi bakgrunnum en ég tel að námið mitt af alþjóðabraut sé gott veganesti fyrir fulltrúa í svona keppni, þar sem ég þekki vel til ólíkra menningarheima og bý yfir þó nokkri þekkingu í þjóðhagfræði en hef líka áhuga á stjórnmálum og pólítískri hugmyndafræði. View this post on Instagram A post shared by Karólína Lilja (@karolina.lilja) Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Stærsta vandamál minnar kynslóðar er klárlega umhverfismálin og aukning á gróðurhúsaloftegundum. Það þarf að halda áfram að vekja athygli á þessu og tala um þetta, en líka standa saman og reyna okkar besta að kaupa íslenskar matvælavörur, nota endurnýjanlega orku og minnka neyslu. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Þetta snýst um svo miklu meira en ytri fegurð þátttakenda og snýst meira um innri fegurð og mikilvægi þess að konur standi saman.
Ungfrú Ísland Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira