Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Bjarki Sigurðsson skrifar 18. mars 2025 21:02 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri mun hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á fimmtudag. Vísir/Stefán Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun. Borgarstjóri mun láta af formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga á landsfundi sambandsins á fimmtudag. Hún var kjörin formaður 2022 en segir hug sinn allan nú hjá borgarbúum. Borgarstjórastarfið verði alltaf að vera í forgangi. „Auðvitað er þetta hagsmunagæsla og alls ekkert óhugsandi að þetta geti farið saman. En ég þarf heldur ekki endilega að vera alls staðar. Þá kemur inn nýr öflugur fulltrúi frá meirihlutanum í Reykjavík og ég treysti honum fullkomlega til að sinna þessari hagsmunagæslu. Ég mun enn vera til taks ef þess þarf,“ segir Heiða. Fagnar áhuga Morgunblaðsins á laununum Laun Heiðu hafa verið mikið í umræðunni en þau nema 3,9 milljónum króna. Með brotthvarfinu úr sambandinu lækka þau í tæpa 3,1 milljón. 2,6 milljónir á mánuði sem borgarstjóri, 150 þúsund í starfskostnað og 300 þúsund vegna stjórnarformennsku hjá slökkviliðinu. „Það er ekki mitt að svara fyrir launasetningu almennt eða laun. Ég tek eftir að Morgunblaðið hefur mikinn áhuga á mínum launum, ég fagna því. Það er gott að hafa aðhald. Hins vegar er ég á nákvæmlega sömu launum og mínir forverar undanfarin ár og áratugi. Þannig það er ekkert að breytast núna hvað varðar laun hér hjá Reykjavíkurborg. Allt aðhald er gott, en það ætti kannski þá líka að eiga við fleiri aðila,“ segir Heiða. Einföldun að ræða um tímafjölda í stjórnarsetu Morgunblaðið vakti athygli á háum greiðslum til stjórnarmanna slökkviliðsins í morgun. Stjórnarfundir hafi samanlagt verið þrettán klukkustundir í fyrra og stjórnarmenn því með 187 þúsund til 280 þúsund í tímakaup. „Ég held að það sé mjög mikil einföldun almennt, sama hvaða stjórnarsetu er verið að ræða um, að ræða um akkúrat tímafjöldann sem tekur að sitja á stjórnarfundi. Almennt fylgir því að vera í stjórn fyrirtækis, sérstaklega sveitarstjórnum eins og slökkviliðinu, ýmis önnur fundarseta,“ segir Heiða. Borgarstjórn Reykjavík Slökkvilið Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Borgarstjóri mun láta af formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga á landsfundi sambandsins á fimmtudag. Hún var kjörin formaður 2022 en segir hug sinn allan nú hjá borgarbúum. Borgarstjórastarfið verði alltaf að vera í forgangi. „Auðvitað er þetta hagsmunagæsla og alls ekkert óhugsandi að þetta geti farið saman. En ég þarf heldur ekki endilega að vera alls staðar. Þá kemur inn nýr öflugur fulltrúi frá meirihlutanum í Reykjavík og ég treysti honum fullkomlega til að sinna þessari hagsmunagæslu. Ég mun enn vera til taks ef þess þarf,“ segir Heiða. Fagnar áhuga Morgunblaðsins á laununum Laun Heiðu hafa verið mikið í umræðunni en þau nema 3,9 milljónum króna. Með brotthvarfinu úr sambandinu lækka þau í tæpa 3,1 milljón. 2,6 milljónir á mánuði sem borgarstjóri, 150 þúsund í starfskostnað og 300 þúsund vegna stjórnarformennsku hjá slökkviliðinu. „Það er ekki mitt að svara fyrir launasetningu almennt eða laun. Ég tek eftir að Morgunblaðið hefur mikinn áhuga á mínum launum, ég fagna því. Það er gott að hafa aðhald. Hins vegar er ég á nákvæmlega sömu launum og mínir forverar undanfarin ár og áratugi. Þannig það er ekkert að breytast núna hvað varðar laun hér hjá Reykjavíkurborg. Allt aðhald er gott, en það ætti kannski þá líka að eiga við fleiri aðila,“ segir Heiða. Einföldun að ræða um tímafjölda í stjórnarsetu Morgunblaðið vakti athygli á háum greiðslum til stjórnarmanna slökkviliðsins í morgun. Stjórnarfundir hafi samanlagt verið þrettán klukkustundir í fyrra og stjórnarmenn því með 187 þúsund til 280 þúsund í tímakaup. „Ég held að það sé mjög mikil einföldun almennt, sama hvaða stjórnarsetu er verið að ræða um, að ræða um akkúrat tímafjöldann sem tekur að sitja á stjórnarfundi. Almennt fylgir því að vera í stjórn fyrirtækis, sérstaklega sveitarstjórnum eins og slökkviliðinu, ýmis önnur fundarseta,“ segir Heiða.
Borgarstjórn Reykjavík Slökkvilið Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira