Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. mars 2025 14:47 Það hefur verið þrálát mantra í umræðu um ferðaþjónustu undanfarin ár, að Ísland sem ferðamannaland, sé “í tísku” í heiminum. Allir vilji koma til Íslands og að ofboðslega margir ferðamenn komi til Íslands, algjörlega af sjálfu sér. Þegar blikur eru á lofti og einhvers konar samdráttur er í kortunum er fólk fljótt að grípa til þeirrar skýringar að Ísland sé að “detta úr tísku” eða sé hætt “að trenda”. Fáránleg hugmynd Það þarf ekki nema rétt að krafsa í yfirborðið til að átta sig á að sú hugmynd að Ísland hafi verið eða sé áfangastaður í tísku, er í besta falli fáránleg. Hún hefur líklega orðið til, þegar ferðaþjónusta á Íslandi tók vaxtarkipp á eftirhrunsárunum og í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, þegar loksins sköpuðust aðstæður til að ná henni af algjöru frumstigi og yfir í alvöru atvinnugrein. Það hefur hins vegar ekkert með það að gera að landið sé í tísku og í raun má færa fyrir því góð rök að hið gagnstæða sé rétt. Á árinu 2024 voru um 1,4 milljarðar manna sem samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum flokkast sem ferðamenn, á ferð um heiminn. Þar af voru 770 milljónir gesta, sem heimsóttu áfangastaði í Evrópu. Hér má sjá lista yfir þau lönd, sem flestir ferðamenn heimsóttu árið 2023 (nýrri tölur ekki fáanlegar): 1 Frakkland: 100 milljónir 2 Spánn: 85,2 milljónir 3 USA: 66, 5 milljónir 4 Ítalía 57,2 milljónir 5 Tyrkland 55,2 milljónir Eitt minnsta ferðamannaland í Evrópu Hlutdeild Íslands í þessum mikla fjölda ferðamanna er rúmlega 2 milljónir á ári, eða svipaður fjöldi og kom til Afríkuríksins Mósambík árið 2023. Þessi fjöldi hefur lítið breyst undanfarin ár og ekki miklar líkur á að hann breytist til hækkunar á næstunni. Hlutdeild okkar í ferðamarkaði Evrópu árið 2024 var sem sagt 0,25%. Niðurstaðan er því sú að Ísland er ekki í tísku og hefur aldrei verið. Þvert á móti er Ísland eitt allra minnsta ferðamannaland í Evrópu, sé litið til fjölda ferðamanna - sem þó vissulega er ekki eini mælikvarðinn. Vægi ferðaþjónustunnar og mikilvægi í íslenska hagkerfinu er þó óvíða meira en á Íslandi, sem krefst þess af okkur að fara varlega í kringum hana. Hættulegt oflæti Því er þetta tal um að Ísland sem ferðamannaland sé í tísku algjörlega óviðeigandi og ég vil ganga svo langt að kalla það hættulegt oflæti. Við íslendingar erum þar með að stilla okkur upp í einhverja sérstöðu (eins og okkur er svo sem tamt), gera ráð fyrir því að við séum öðrum fremri og að önnur lögmál gildi um okkur en aðra. Minnir pínulítið á alþjóðlegu fjármálamiðstöðina, sem til stóð að koma hér á fót rétt fyrir fjármálahrunið. Ekkert verður til af engu Staðreyndin er sú, að bakvið hvern ferðamann sem kemur til Íslands liggur mikil vinna og fjárfesting. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Nú eru enn og aftur blikur á lofti og flestir mælikvarðar benda til samdráttar í ferðaþjónustu á Íslandi á árinu 2025. Ástæður þess eru einkum taldar hátt verð og lítil sem engin neytendamarkaðssetning á vegum hins opinbera. Undir þessu sitja nýkjörin stjórnvöld og barma sér yfir öðrum loðnubrestinum í röð og leggja á ráðin með að leggja nýja skatta og gjöld á ferðamenn, í stað þess að skapa skilyrði til að auka verðmætasköpun greinarinnar. Því er það mikilvægt nú að við hættum endanlega að tala um að Ísland sé í tísku og átta okkur á að við þurfum að hafa jafnmikið og aðrir fyrir því og kosta jafnmiklu eða meiru til að að halda ferðaþjónustunni i blóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður SAF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðaþjónusta Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það hefur verið þrálát mantra í umræðu um ferðaþjónustu undanfarin ár, að Ísland sem ferðamannaland, sé “í tísku” í heiminum. Allir vilji koma til Íslands og að ofboðslega margir ferðamenn komi til Íslands, algjörlega af sjálfu sér. Þegar blikur eru á lofti og einhvers konar samdráttur er í kortunum er fólk fljótt að grípa til þeirrar skýringar að Ísland sé að “detta úr tísku” eða sé hætt “að trenda”. Fáránleg hugmynd Það þarf ekki nema rétt að krafsa í yfirborðið til að átta sig á að sú hugmynd að Ísland hafi verið eða sé áfangastaður í tísku, er í besta falli fáránleg. Hún hefur líklega orðið til, þegar ferðaþjónusta á Íslandi tók vaxtarkipp á eftirhrunsárunum og í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, þegar loksins sköpuðust aðstæður til að ná henni af algjöru frumstigi og yfir í alvöru atvinnugrein. Það hefur hins vegar ekkert með það að gera að landið sé í tísku og í raun má færa fyrir því góð rök að hið gagnstæða sé rétt. Á árinu 2024 voru um 1,4 milljarðar manna sem samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum flokkast sem ferðamenn, á ferð um heiminn. Þar af voru 770 milljónir gesta, sem heimsóttu áfangastaði í Evrópu. Hér má sjá lista yfir þau lönd, sem flestir ferðamenn heimsóttu árið 2023 (nýrri tölur ekki fáanlegar): 1 Frakkland: 100 milljónir 2 Spánn: 85,2 milljónir 3 USA: 66, 5 milljónir 4 Ítalía 57,2 milljónir 5 Tyrkland 55,2 milljónir Eitt minnsta ferðamannaland í Evrópu Hlutdeild Íslands í þessum mikla fjölda ferðamanna er rúmlega 2 milljónir á ári, eða svipaður fjöldi og kom til Afríkuríksins Mósambík árið 2023. Þessi fjöldi hefur lítið breyst undanfarin ár og ekki miklar líkur á að hann breytist til hækkunar á næstunni. Hlutdeild okkar í ferðamarkaði Evrópu árið 2024 var sem sagt 0,25%. Niðurstaðan er því sú að Ísland er ekki í tísku og hefur aldrei verið. Þvert á móti er Ísland eitt allra minnsta ferðamannaland í Evrópu, sé litið til fjölda ferðamanna - sem þó vissulega er ekki eini mælikvarðinn. Vægi ferðaþjónustunnar og mikilvægi í íslenska hagkerfinu er þó óvíða meira en á Íslandi, sem krefst þess af okkur að fara varlega í kringum hana. Hættulegt oflæti Því er þetta tal um að Ísland sem ferðamannaland sé í tísku algjörlega óviðeigandi og ég vil ganga svo langt að kalla það hættulegt oflæti. Við íslendingar erum þar með að stilla okkur upp í einhverja sérstöðu (eins og okkur er svo sem tamt), gera ráð fyrir því að við séum öðrum fremri og að önnur lögmál gildi um okkur en aðra. Minnir pínulítið á alþjóðlegu fjármálamiðstöðina, sem til stóð að koma hér á fót rétt fyrir fjármálahrunið. Ekkert verður til af engu Staðreyndin er sú, að bakvið hvern ferðamann sem kemur til Íslands liggur mikil vinna og fjárfesting. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Nú eru enn og aftur blikur á lofti og flestir mælikvarðar benda til samdráttar í ferðaþjónustu á Íslandi á árinu 2025. Ástæður þess eru einkum taldar hátt verð og lítil sem engin neytendamarkaðssetning á vegum hins opinbera. Undir þessu sitja nýkjörin stjórnvöld og barma sér yfir öðrum loðnubrestinum í röð og leggja á ráðin með að leggja nýja skatta og gjöld á ferðamenn, í stað þess að skapa skilyrði til að auka verðmætasköpun greinarinnar. Því er það mikilvægt nú að við hættum endanlega að tala um að Ísland sé í tísku og átta okkur á að við þurfum að hafa jafnmikið og aðrir fyrir því og kosta jafnmiklu eða meiru til að að halda ferðaþjónustunni i blóma. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður SAF.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun