Innlent

Fjögurra bíla á­rekstur og einn á hvolfi

Árni Sæberg skrifar
Áreksturinn virðist hafa verið nokkuð harkalegur
Áreksturinn virðist hafa verið nokkuð harkalegur Vísir

Jeppi endaði á hvolfi þegar fjórir bílar lentu saman á Vesturlandsvegi við Víkurveg í morgun. Bílarnir virðast talsvert skemmdir en enginn hlaut alvarlega áverka í árekstrinum.

Þetta segir Þórarinn Þórarinsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir að tvær slökkviliðsstöðvar sinni verkefninu og tveir dælubílar og allavega fjórir sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang.

Hér að neðan má sjá myndskeið af vettvangi sem Vísi barst:

Við fyrstu sýn virðist áverkar þeirra sem í bílunum voru vera minniháttar og enginn hafi verið sendur á sjúkrahús enn sem komið er.

Af þessari mynd að dæma myndaðist talsverð umferðarteppa vegna árekstursins.Vísir

Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×