Björk á forsíðu National Geographic Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. mars 2025 11:19 Björk á forsíðunni. „Annað hvert ár vel ég einn hlut sem ég berst fyrir,“ segir Björk í forsíðuviðtali við National Geographic þar sem hún ræðir við Carrie Battan um umhverfismál, aktívisma og list. Björk prýðir nú forsíðu National Geographic, ein af 33 fulltrúum breytinga; hugsjónafólki, höfundum, fyrirmyndum og ævintýrafólki sem trúa því að heimurinn okkar þarfnist úrræða og aðkallandi aðgerða. Meðal annarra einstaklinga sem hafa hlotið þennan heiður eru Michelle Yeoh, Lewis Pugh, Yvon Chouinard, Eugenia Kargbo, Selena Gomez, Jason Mamoa og fleiri. Innblásin af 33 stofnendum tímaritsins National Geographic 33 er sería sem er innblásin af þeim 33 hugsuðum sem stofnuðu tímaritið árið 1888. „Í meira en 137 ár hefur National Geographic trúað því að djörf hugsun og samvinna geti breytt heiminum,“ segir Courteney Monroe, formaður National Geographic Content. „National Geographic 33 er merkur áfangi fyrir okkur vegna þess að hugmyndin kristallar kjarna okkar—að deila sögum af framúrskarandi einstaklingum og þýðingarmikilli vinnu þeirra með von um að hvetja aðra til að taka þátt í að móta betri framtíð.“ „Með National Geographic 33 erum við að heiðra fjölbreyttan hóp af aðgerðasinnum alls staðar að úr heiminum og frá ólíkum stéttum, sem ekki aðeins viðurkenna mikilvæg samtíma málefni heldur sýna vilja í verki,“ segir Nathan Lump, varaformaður og aðalritstjóri National Geographic. „Með því að varpa ljósi á þau og þeirra framlag, vonumst við til þess að upphefja verkin og sýna stórum hópi lesenda jákvæð áhrif þeirra.“ Ljáir útdauðum dýrum og dýrum í útrýmingarhættu rödd Björk var valin fyrir að ljá umhverfismálum rödd sína og raunsærra afreka á því sviði. Meðal viðfangsefna sem Björk hefur beitt sér fyrir í umhverfismálum undanfarið er sjókvíaeldi á Íslandi. Björk fann gamalt lag sem hún dró fram og fékk Rosalíu til að syngja inn á en ágóði lagsins „Oral“ rennur til málskostnaðar vegna málaferla gegn sjókvíaeldi (nánari upplýsingar á heimasíðu AEGIS). Á síðasta ári var Nature Manifesto, hljóðinnsetning eftir Björk og Aleph Molinari, sýnd í Pompidou listamiðstöðinni í París. Innsetningin ljáir dýrum í útrýmingarhættu og útdauðum dýrategundum rödd með því að blanda hljóðum þeirra við rödd Bjarkar: „Ég endaði á því að velja dýr sem eru hvað líkust mannsröddinni, sem eru í útrýmingarhættu eða útdauð.“ Þá setti Björk sig í samband við unga aðgerðarsinna í Frakklandi með þá ósk að beina sviðsljósinu að verkefni sem þeim lægi á hjarta – sambærilegt sjókvíaeldisbaráttu Bjarkar hér heima. Úr varð áskorun á sjálfan frakklandsforseta Emmanuel Macron að banna botnvörpuveiðar innan verndarsvæða í hafi. Undirskriftalista og frekari upplýsingar má nálgast hér. Kvikmynd Bjarkar, Cornucopia, er væntanleg í 500 bíóhúsum í yfir 30 löndum um allan heim. Myndin var sýnd í forsýningu á Íslandi í janúar við góðar undirtektir og á AppleTV+ og AppleMusic, en fjöldinn allur af listafólki kom að gerð myndarinnar, hér heima jafnt sem utan. Nánari upplýsingar má finna inn á www.bjorkcornucopia.com hvar miðar fara í sölu 27.mars. Björk Tónlist Sjókvíaeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Meðal annarra einstaklinga sem hafa hlotið þennan heiður eru Michelle Yeoh, Lewis Pugh, Yvon Chouinard, Eugenia Kargbo, Selena Gomez, Jason Mamoa og fleiri. Innblásin af 33 stofnendum tímaritsins National Geographic 33 er sería sem er innblásin af þeim 33 hugsuðum sem stofnuðu tímaritið árið 1888. „Í meira en 137 ár hefur National Geographic trúað því að djörf hugsun og samvinna geti breytt heiminum,“ segir Courteney Monroe, formaður National Geographic Content. „National Geographic 33 er merkur áfangi fyrir okkur vegna þess að hugmyndin kristallar kjarna okkar—að deila sögum af framúrskarandi einstaklingum og þýðingarmikilli vinnu þeirra með von um að hvetja aðra til að taka þátt í að móta betri framtíð.“ „Með National Geographic 33 erum við að heiðra fjölbreyttan hóp af aðgerðasinnum alls staðar að úr heiminum og frá ólíkum stéttum, sem ekki aðeins viðurkenna mikilvæg samtíma málefni heldur sýna vilja í verki,“ segir Nathan Lump, varaformaður og aðalritstjóri National Geographic. „Með því að varpa ljósi á þau og þeirra framlag, vonumst við til þess að upphefja verkin og sýna stórum hópi lesenda jákvæð áhrif þeirra.“ Ljáir útdauðum dýrum og dýrum í útrýmingarhættu rödd Björk var valin fyrir að ljá umhverfismálum rödd sína og raunsærra afreka á því sviði. Meðal viðfangsefna sem Björk hefur beitt sér fyrir í umhverfismálum undanfarið er sjókvíaeldi á Íslandi. Björk fann gamalt lag sem hún dró fram og fékk Rosalíu til að syngja inn á en ágóði lagsins „Oral“ rennur til málskostnaðar vegna málaferla gegn sjókvíaeldi (nánari upplýsingar á heimasíðu AEGIS). Á síðasta ári var Nature Manifesto, hljóðinnsetning eftir Björk og Aleph Molinari, sýnd í Pompidou listamiðstöðinni í París. Innsetningin ljáir dýrum í útrýmingarhættu og útdauðum dýrategundum rödd með því að blanda hljóðum þeirra við rödd Bjarkar: „Ég endaði á því að velja dýr sem eru hvað líkust mannsröddinni, sem eru í útrýmingarhættu eða útdauð.“ Þá setti Björk sig í samband við unga aðgerðarsinna í Frakklandi með þá ósk að beina sviðsljósinu að verkefni sem þeim lægi á hjarta – sambærilegt sjókvíaeldisbaráttu Bjarkar hér heima. Úr varð áskorun á sjálfan frakklandsforseta Emmanuel Macron að banna botnvörpuveiðar innan verndarsvæða í hafi. Undirskriftalista og frekari upplýsingar má nálgast hér. Kvikmynd Bjarkar, Cornucopia, er væntanleg í 500 bíóhúsum í yfir 30 löndum um allan heim. Myndin var sýnd í forsýningu á Íslandi í janúar við góðar undirtektir og á AppleTV+ og AppleMusic, en fjöldinn allur af listafólki kom að gerð myndarinnar, hér heima jafnt sem utan. Nánari upplýsingar má finna inn á www.bjorkcornucopia.com hvar miðar fara í sölu 27.mars.
Björk Tónlist Sjókvíaeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira