Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2025 07:32 Lífið leikur við David Okeke og það sést í leik hans með liði Álftaness. vísir/sigurjón Ítalinn David Okeke hefur verið einn besti leikmaður Bónus deildar karla í vetur. Hann elskar lífið á Álftanesinu, er nýtrúlofaður og borðar hunang á hliðarlínunni. Okeke kom fyrst hingað til lands árið 2022 til þess að spila með Keflavík. Þar sleit hann hásin og endaði svo í Haukum. Ferli hans á Íslandi virtist lokið allt þar til Álftanes hafði samband rétt fyrir tímabilið og bauð honum samning. Það reyndist vera happaskref fyrir báða aðila því Okeke hefur farið á kostum á Álftanesinu enda líður honum vel þar. „Ég verð að segja að Álftanes er það besta sem hefur komið fyrir mig á Íslandi. Þetta er lítið og vinsamlegt samfélag. Manni líður eins og heima hjá sér,“ segir Ítalinn geðþekki og brosmildi. Klippa: Nýtrúlofaður Okeke borðar hunang í körfuboltaleikjum „Þetta er líka gott samfélag fyrir krakka. Þegar ég fer gangandi á æfingar þá vilja allir krakkarnir heilsa manni. Ég sé það í augunum á þeim að þau líta upp til mín.“ Hjartað ekki til vandræða Ítalinn stóri hefur verið að glíma við hjartavandamál og lent í vandræðum í leikjum á Íslandi út af hjartanu. Hann er aftur á móti með bjargráð sem kemur til aðstoðar ef hann lendir í vandamáli. Hann hefur alveg sloppið við allt slíkt vesen í vetur fyrir utan eitt lítið atvik í Þorlákshöfn í desember. „Mér líður mjög vel. Allir íþróttamenn verða að takast á við erfiðleika. Það er líka það sem er fallegt við að vera íþróttamaður. Það er að sigrast á erfiðleikum og halda áfram,“ segir Okeke brattur. Fór á skeljarnar í Hafnarfirði Erlendir leikmenn á Íslandi eru oftar en ekki einir á ferð og hitta fjölskyldur sínar sjaldan. Okeke hefur aftur á móti notið góðs af því að hafa unnustu sína, Jannat, hjá sér í vetur. „Hún styður alltaf við bakið á mér og hvetur mig áfram. Það er mikið til henni að þakka hvernig mér hefur gengið á leiktíðinni,“ segir hinn ástfangni Okeke sem nýtti landsleikjafríið á dögunum vel því þá ákvað hann að biðja sinnar heittelskuðu á veitingastaðnum Sól í Hafnarfirði. Óhætt er að segja að ástin svífi yfir vötnum hjá parinu. „Ég bað hennar loksins eftir fimm ára samband. Það var tilfinningaþrungin stund. Þetta er stórt skref í lífinu. Við vorum mjög hamingjusöm og ég grét líka. Ég get ekki beðið eftir að halda áfram með lífið með henni.“ Hunang frekar en orkudrykkir Þar sem Okeke er að glíma við hjartavandamál þá hentar honum ekki að drekka örvandi orkudrykki eins og aðrir í liðinu gera. Á leikjum Álftanes-liðsins má því alltaf sjá brúsa af hunangi á bekknum. Þar sækir Okeke sína orku. „Við ákváðum að ég skildi vera með eitthvað sem væri hollt og gæfi mér sykur og orku í leikjum. Okkur datt þá hunang í hug. Ég fæ mér alltaf smá og held svo áfram. Það bragðast rosalega vel,“ sagði Okeke skellihlæjandi. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira
Okeke kom fyrst hingað til lands árið 2022 til þess að spila með Keflavík. Þar sleit hann hásin og endaði svo í Haukum. Ferli hans á Íslandi virtist lokið allt þar til Álftanes hafði samband rétt fyrir tímabilið og bauð honum samning. Það reyndist vera happaskref fyrir báða aðila því Okeke hefur farið á kostum á Álftanesinu enda líður honum vel þar. „Ég verð að segja að Álftanes er það besta sem hefur komið fyrir mig á Íslandi. Þetta er lítið og vinsamlegt samfélag. Manni líður eins og heima hjá sér,“ segir Ítalinn geðþekki og brosmildi. Klippa: Nýtrúlofaður Okeke borðar hunang í körfuboltaleikjum „Þetta er líka gott samfélag fyrir krakka. Þegar ég fer gangandi á æfingar þá vilja allir krakkarnir heilsa manni. Ég sé það í augunum á þeim að þau líta upp til mín.“ Hjartað ekki til vandræða Ítalinn stóri hefur verið að glíma við hjartavandamál og lent í vandræðum í leikjum á Íslandi út af hjartanu. Hann er aftur á móti með bjargráð sem kemur til aðstoðar ef hann lendir í vandamáli. Hann hefur alveg sloppið við allt slíkt vesen í vetur fyrir utan eitt lítið atvik í Þorlákshöfn í desember. „Mér líður mjög vel. Allir íþróttamenn verða að takast á við erfiðleika. Það er líka það sem er fallegt við að vera íþróttamaður. Það er að sigrast á erfiðleikum og halda áfram,“ segir Okeke brattur. Fór á skeljarnar í Hafnarfirði Erlendir leikmenn á Íslandi eru oftar en ekki einir á ferð og hitta fjölskyldur sínar sjaldan. Okeke hefur aftur á móti notið góðs af því að hafa unnustu sína, Jannat, hjá sér í vetur. „Hún styður alltaf við bakið á mér og hvetur mig áfram. Það er mikið til henni að þakka hvernig mér hefur gengið á leiktíðinni,“ segir hinn ástfangni Okeke sem nýtti landsleikjafríið á dögunum vel því þá ákvað hann að biðja sinnar heittelskuðu á veitingastaðnum Sól í Hafnarfirði. Óhætt er að segja að ástin svífi yfir vötnum hjá parinu. „Ég bað hennar loksins eftir fimm ára samband. Það var tilfinningaþrungin stund. Þetta er stórt skref í lífinu. Við vorum mjög hamingjusöm og ég grét líka. Ég get ekki beðið eftir að halda áfram með lífið með henni.“ Hunang frekar en orkudrykkir Þar sem Okeke er að glíma við hjartavandamál þá hentar honum ekki að drekka örvandi orkudrykki eins og aðrir í liðinu gera. Á leikjum Álftanes-liðsins má því alltaf sjá brúsa af hunangi á bekknum. Þar sækir Okeke sína orku. „Við ákváðum að ég skildi vera með eitthvað sem væri hollt og gæfi mér sykur og orku í leikjum. Okkur datt þá hunang í hug. Ég fæ mér alltaf smá og held svo áfram. Það bragðast rosalega vel,“ sagði Okeke skellihlæjandi.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira