Kvennaathvarfið á allra vörum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2025 10:53 Frá vinstri: Elísabet Sveinsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Hildigunnur Ólafsdóttir, Ásdís Rafnar, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir. Á myndina vantar Guðrúnu Kristinsdóttur. Aðsend Átakið Á allra vörum á vegum Kvennaathvarfsins hófst í vikunni þegar fyrstu varasettin voru afhent upphafskonum Kvennaathvarfsins. Stefnt er að því að byggja nýtt Kvennaathvarf með átakinu „Byggjum nýtt Kvennaathvarf“. Átakið Á allra vörum snýst um að vekja athygli á málefninu með því að selja varasett frá danska merkinu Gosh, þar sem gloss, varalitur og blýantur eru saman í pakka. Í tilkynningu frá forsvarskonum átaksins Á allra vörum segir að bygging nýs athvarfs snerti hjörtu þeirra, og því hafi verið ákveðið að velja þetta mál, byggingu nýs Kvennaathvarfs. „Þann 6. desember 1982 var Kvennaathvarfið opnað. Það voru engar venjulegar konur sem stóðu að baki þessu magnaða athvarfi, og okkur langar að heiðra þær sérstaklega í upphafi þessa átaks og sýna þeim bæði þakklæti og heiður, ásamt því að afhenda þeim fyrstu varasettin,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, Á allra vörum. „Þetta eru þær Hildigunnur Ólafsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Ásdís Rafnar og Álfheiður Ingadóttir sem fóru fyrir stærri hópi kvenna, en margar þeirra eru fallnar frá.“ „Hugmyndin að stofnun Kvennaathvarfs kom fyrst fram í hópi innan Kvennaframboðsins í Reykjavík, sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum árið 1982. Markmiðið var að koma á laggirnar athvarfi fyrir konur sem ekki gátu dvalist á eigin heimili vegna ofbeldis.“ „Hópurinn komst fljótt að þeirri niðurstöðu að það væri ekki æskilegt að tengja stofnun kvennaathvarfs við kosningabaráttuna, þar sem málefnið var raunverulega óháð stjórnmálaskoðunum. Því var ákveðið að stofnun Kvennaathvarfs yrði þverpólitísk aðgerð. Í upphafi var lögð áhersla á að skoða ofbeldi gegn konum af hálfu maka þeirra í samhengi við veika stöðu kvenna og undirokun þeirra í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. „Varasettunum okkar hefur alltaf verið vel tekið og við finnum gríðarlegan meðbyr núna, enda málefnið mjög þarft,“ segir Guðný Pálsdóttir, í forsvari fyrir átakið Á allra vörum. „Þetta er í 10. sinn sem við veljum málefni og setjum kastljósið á það. Bygging nýs athvarfs snerti hjörtun okkar, og því ákváðum við að velja þetta mál. Vonandi náum við að fjármagna lokahnikkinn í byggingunni sem mun hýsa þessa mikilvægu starfsemi,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, einnig í forsvari fyrir Á allra vörum. Kvennaathvarfið Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira
Átakið Á allra vörum snýst um að vekja athygli á málefninu með því að selja varasett frá danska merkinu Gosh, þar sem gloss, varalitur og blýantur eru saman í pakka. Í tilkynningu frá forsvarskonum átaksins Á allra vörum segir að bygging nýs athvarfs snerti hjörtu þeirra, og því hafi verið ákveðið að velja þetta mál, byggingu nýs Kvennaathvarfs. „Þann 6. desember 1982 var Kvennaathvarfið opnað. Það voru engar venjulegar konur sem stóðu að baki þessu magnaða athvarfi, og okkur langar að heiðra þær sérstaklega í upphafi þessa átaks og sýna þeim bæði þakklæti og heiður, ásamt því að afhenda þeim fyrstu varasettin,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, Á allra vörum. „Þetta eru þær Hildigunnur Ólafsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Ásdís Rafnar og Álfheiður Ingadóttir sem fóru fyrir stærri hópi kvenna, en margar þeirra eru fallnar frá.“ „Hugmyndin að stofnun Kvennaathvarfs kom fyrst fram í hópi innan Kvennaframboðsins í Reykjavík, sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum árið 1982. Markmiðið var að koma á laggirnar athvarfi fyrir konur sem ekki gátu dvalist á eigin heimili vegna ofbeldis.“ „Hópurinn komst fljótt að þeirri niðurstöðu að það væri ekki æskilegt að tengja stofnun kvennaathvarfs við kosningabaráttuna, þar sem málefnið var raunverulega óháð stjórnmálaskoðunum. Því var ákveðið að stofnun Kvennaathvarfs yrði þverpólitísk aðgerð. Í upphafi var lögð áhersla á að skoða ofbeldi gegn konum af hálfu maka þeirra í samhengi við veika stöðu kvenna og undirokun þeirra í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. „Varasettunum okkar hefur alltaf verið vel tekið og við finnum gríðarlegan meðbyr núna, enda málefnið mjög þarft,“ segir Guðný Pálsdóttir, í forsvari fyrir átakið Á allra vörum. „Þetta er í 10. sinn sem við veljum málefni og setjum kastljósið á það. Bygging nýs athvarfs snerti hjörtun okkar, og því ákváðum við að velja þetta mál. Vonandi náum við að fjármagna lokahnikkinn í byggingunni sem mun hýsa þessa mikilvægu starfsemi,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, einnig í forsvari fyrir Á allra vörum.
Kvennaathvarfið Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira