Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. mars 2025 20:51 Storknað hraun við Svartsengi en kvika heldur áfram að streyma inn í kvikusöfnunarhólf undir svæðinu. Kvikumagn í hólfinu hefur ekki verið meira síðan 2023. Vísir/Vilhelm Náttúruvársérfræðingur telur ekkert hægt að lesa í aukna jarðskjáftavirkni við Sundhnúka í dag. Skjálftavirkni hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur sem sé eðlilegt vegna áframhaldandi kvikuinnstreymis undir Svartsengi. Skjálftavirkni við Sundhnúka hefur verið töluverð undanfarnar vikur. Ellefu skjálftar mældust á svæðinu fyrr í dag og voru þeir stærstu á bilinu 1-1,2 að stærð. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands, áhugamannahópur um jarðfræði, fjallaði um skjálftavirknina í Facebook-færslu í dag þar sem því var haldið fram að fjöldi uppsafnaðra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni hefði tekið mikinn sveig upp á við um helgina. Ekkert hægt að lesa í virknina Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur skjálftana í dag ekki benda til neins en undanfarnar vikur hafi skjálftavirkni aukist jafnt og þétt. Ekki sé hægt að horfa á virknina dag frá degi og reyna að túlka hana. „Vissulega núna viku frá viku hefur verið aukning og það er eðlilegt miðað við það að það er áframhaldandi kvikuinnstreymi undir Svartsengi og þar af leiðandi meiri spenna sem þarf að losna í formi fleiri skjálfta,“ segir Jóhanna. „Það er áfram mikil skjálftavirkni en ekki mesta skjálftavirkni á einum sólarhring sem við höfum séð í þessum mánuði, til dæmis,“ segir hún. Gos geti hafist hvenær sem er Við megum áfram eiga von á þessum skjálftum á meðan kvikumagnið eykst? „Jájá og við höfum séð það í undanfara allra gosa sem hafa orðið þarna að skjálftavirkni fer vaxandi á Sundhnúksgígaröðinni, sérstaklega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógafells, vikurnar og dagana áður en gos hefst,“ segir Jóhanna. „Auðvitað erum við í þeirri stöðu áfram að gos getur hafist hvenær sem er,“ sagði Jóhanna og bætti við: „En það er ekkert hægt að lesa út úr þessu neitt meira en að það er aukin spenna áfram.“ Í fyrri eldgosum hefur skjálftavirknin alla jafna haldið áfram að aukast þar til gos hefst. Kvikuhlaup hefur í öll skiptin hafist með ákafri skjálftahrinu en Jóhanna segir að þar sé miða við annan skjálfta- og tímaskala. „Þó hafi hægt á því á undanförnum vikum þá er áfram landris og þar af leiðandi er kvika að streyma inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi,“ segir Jóhanna og bætir við: „Það er áfram aukin spenna og við erum áfram á tánum og bíðum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Skjálftavirkni við Sundhnúka hefur verið töluverð undanfarnar vikur. Ellefu skjálftar mældust á svæðinu fyrr í dag og voru þeir stærstu á bilinu 1-1,2 að stærð. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands, áhugamannahópur um jarðfræði, fjallaði um skjálftavirknina í Facebook-færslu í dag þar sem því var haldið fram að fjöldi uppsafnaðra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni hefði tekið mikinn sveig upp á við um helgina. Ekkert hægt að lesa í virknina Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur skjálftana í dag ekki benda til neins en undanfarnar vikur hafi skjálftavirkni aukist jafnt og þétt. Ekki sé hægt að horfa á virknina dag frá degi og reyna að túlka hana. „Vissulega núna viku frá viku hefur verið aukning og það er eðlilegt miðað við það að það er áframhaldandi kvikuinnstreymi undir Svartsengi og þar af leiðandi meiri spenna sem þarf að losna í formi fleiri skjálfta,“ segir Jóhanna. „Það er áfram mikil skjálftavirkni en ekki mesta skjálftavirkni á einum sólarhring sem við höfum séð í þessum mánuði, til dæmis,“ segir hún. Gos geti hafist hvenær sem er Við megum áfram eiga von á þessum skjálftum á meðan kvikumagnið eykst? „Jájá og við höfum séð það í undanfara allra gosa sem hafa orðið þarna að skjálftavirkni fer vaxandi á Sundhnúksgígaröðinni, sérstaklega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógafells, vikurnar og dagana áður en gos hefst,“ segir Jóhanna. „Auðvitað erum við í þeirri stöðu áfram að gos getur hafist hvenær sem er,“ sagði Jóhanna og bætti við: „En það er ekkert hægt að lesa út úr þessu neitt meira en að það er aukin spenna áfram.“ Í fyrri eldgosum hefur skjálftavirknin alla jafna haldið áfram að aukast þar til gos hefst. Kvikuhlaup hefur í öll skiptin hafist með ákafri skjálftahrinu en Jóhanna segir að þar sé miða við annan skjálfta- og tímaskala. „Þó hafi hægt á því á undanförnum vikum þá er áfram landris og þar af leiðandi er kvika að streyma inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi,“ segir Jóhanna og bætir við: „Það er áfram aukin spenna og við erum áfram á tánum og bíðum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira