Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. mars 2025 08:01 Vissulega hefur málið um Ásthildi Lóu, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra, skapað mikla umræðu. Þessi umræða vekur spurningar um áhrif pólitísks óstöðugleika á samfélagið, einstaklinga, starfsemi félagasamtaka og annarra sem vinna að mikilvægum samfélagsmálum. Pólitískur óstöðugleiki getur leitt til þess að mikilvæg mál, svo sem heilbrigðiskerfið, fangelsismálin, vegakerfið, og geðheilsumál, verða sett til hliðar vegna stjórnmálalegra deilna. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir vinnu og framgang mikilvægra málaflokka. Það er grundvallaratriði að stjórnmálamenn og þingmenn einbeiti sér að því að leysa raunveruleg vandamál í samfélaginu fremur en að eyða tíma í pólitískt tjáskipti og málþóf sem engu skilar. Félagsamtök og ýmis samfélagsverkefni eru háð stöðugleika og samvinnu við stjórnvöld til að ná fram markmiðum sínum og bæta lífsgæði fólks. Pólitískur óstöðugleiki og endalaus deilur geta dregið úr getu þessara samtaka til að starfa áhrifaríkt. Það bitnar á borgurum þessa lands og samfélaginu í heild. Því er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að muna að ábyrgðin liggur hjá öllum, ekki aðeins stjórnvöldum, heldur einnig stjórnarandstöðu og öllum þeim sem hafa áhrif á opinbera umræðu, að vinna saman að lausnum sem fela í sér uppbyggilega og árangursríka nálgun við lausn samfélagslegra vandamála. Ég hvet allt stjórnmálafólk að vinna að breytingum á kerfinu þannig að bæði Alþingi og Sveitarstjórnir séu að vinna að því að lagfæra og betra samfélagið í heild og líf borgara þess í stað þess að eyða öllum þessum tíma í að klekkja á næsta manni þrátt fyrir að hafa ekkert púður í það. Það hefur verið vandræðalegt að horfa á umræðuna undanfarna daga og hversu margt hefur verið reynt til að klekkja á fólki. Hysjið upp um ykkur buxurnar og farið að vinna! Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Vissulega hefur málið um Ásthildi Lóu, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra, skapað mikla umræðu. Þessi umræða vekur spurningar um áhrif pólitísks óstöðugleika á samfélagið, einstaklinga, starfsemi félagasamtaka og annarra sem vinna að mikilvægum samfélagsmálum. Pólitískur óstöðugleiki getur leitt til þess að mikilvæg mál, svo sem heilbrigðiskerfið, fangelsismálin, vegakerfið, og geðheilsumál, verða sett til hliðar vegna stjórnmálalegra deilna. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir vinnu og framgang mikilvægra málaflokka. Það er grundvallaratriði að stjórnmálamenn og þingmenn einbeiti sér að því að leysa raunveruleg vandamál í samfélaginu fremur en að eyða tíma í pólitískt tjáskipti og málþóf sem engu skilar. Félagsamtök og ýmis samfélagsverkefni eru háð stöðugleika og samvinnu við stjórnvöld til að ná fram markmiðum sínum og bæta lífsgæði fólks. Pólitískur óstöðugleiki og endalaus deilur geta dregið úr getu þessara samtaka til að starfa áhrifaríkt. Það bitnar á borgurum þessa lands og samfélaginu í heild. Því er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að muna að ábyrgðin liggur hjá öllum, ekki aðeins stjórnvöldum, heldur einnig stjórnarandstöðu og öllum þeim sem hafa áhrif á opinbera umræðu, að vinna saman að lausnum sem fela í sér uppbyggilega og árangursríka nálgun við lausn samfélagslegra vandamála. Ég hvet allt stjórnmálafólk að vinna að breytingum á kerfinu þannig að bæði Alþingi og Sveitarstjórnir séu að vinna að því að lagfæra og betra samfélagið í heild og líf borgara þess í stað þess að eyða öllum þessum tíma í að klekkja á næsta manni þrátt fyrir að hafa ekkert púður í það. Það hefur verið vandræðalegt að horfa á umræðuna undanfarna daga og hversu margt hefur verið reynt til að klekkja á fólki. Hysjið upp um ykkur buxurnar og farið að vinna! Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar