Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 24. mars 2025 09:01 Leiðtogar gegna mikilvægu hlutverki í öllum samfélögum, og sérílagi þeim sem er treyst fyrir ábyrgð og völdum hverju sinni. Fram á 20. öld skiptu konungar miklu máli í Evrópu en þeir tilheyra aðalsstétt sem heldur völdum í gegnum blóðtengsl. Davíð konungur, í sagnaarfi Biblíunnar, gegnir þar lykilhlutverki, en konungar eru til þessa dags smurðir af biskupum til þjónustu við Guð, að forskrift Gamla testamentisins, til áréttunar á því að Guð einn er konungur og að vald konunga sé frá Guði komið. Þessa hefð mátti sjá við innsetningu Karls III. Bretlandskonungs og er lýst í grunntextum krúnunnar, á borð við Liber Regalis og Book of Common Prayer. Konungar fornaldar Í fornöld voru hættur þess að völd erfist kynslóð fram af kynslóð vel þekktar. Rómverjar höfnuðu hugmyndinni um konunga, reges, á sjöttu öld fyrir Krist vegna þess að ættbornir konungar þeirra hneigðust til harðstjórnar. Í kjölfarið stofnsettu Rómverjar lýðveldi sem hélt fram að keisaratímanum, en jafnvel þá voru þeir ekki nefndir konungar og sagnritarar álitu sjálfir þá keisara sem ekki erfðu völd sín með blóðtengslum fremri. Grísku borgríkin höfðu ólíkar leiðir til að skipta völdum og þar kallast á ólík orð á grísku, annarsvegar fyrir konunga sem erfðu krúnuna, βασιλείς, og þá sem komust til valda eftir öðrum leiðum, kallaðir τύραννοι – en það orð fékk á endanum einvörðu neikvæða merkingu sem harðstjóri – tyrant. Skömmu áður en Rómverjar höfnuðu sínum konungum á sjöttu öld fyrir Krist, stofnsettu Aþenumenn lýðræði – δημοκρατία– sem hafnaði öllu tilkalli til einveldis. Fyrirmyndarkonungurinn Davíð Í Gamla testamentinu verður hugmyndin um mennskan konung til á tíma Davíðs, en hann komst til áhrifa í hirð fyrsta konungs þjóðarinnar, Sál. Fram að því er orðið מֶלֶךְ (Melech) notað um Guð, sem er hinn sanni konungur, og um konunga annarra þjóða, en lýður Guðs átti spámenn og dómara sem leituðu vilja Guðs fyrir þjóðina. Davíð var jafnframt ólíklegur konungur, hann var ekki af hefðarættum og var yngsti sonur föður síns, fjárhirðir og hörpuleikari. Samúel spámaður, sem smyr Davíð sem framtíðarkonung þegar hann er drengur, þjónaði jafnframt við hirð Sáls en sá sannarlega takmarkanir hans. Sál varð sem valdshafi, heltekin af afbrýðissemi og vænisýki. Þegar Sál deyr verður Davíð konungur og slík eru áhrif hans, að hann er til þessa dags táknmyndin sem sameinar gyðinga og gyðingdóm í Davíðsstjörnunni, og sá sem guðspjöllin rekja ætterni Jesú til. Í Samúelsbókum er sagt frá því að „[a]llir ættbálkar[nir] komu til Davíðs [...] og sögðu: „Við erum hold þitt og bein“, „Drottinn [hefur] sagt við þig: Þú skalt vera hirðir þjóðar minnar[...]. Því næst smurðu þeir Davíð til konungs [...]. Davíð var þrjátíu ára þegar hann varð konungur og ríkti fjörutíu ár“, og í Kroníkubókum að „Hann lét alla þjóð sína njóta réttar og réttlætis.“ Davíð og Batseba Það sem er þó heillandi við lýsingar Biblíunnar á hinum fyrirmyndar konungi, er að Davíð er langt frá því fullkominn – gæði hans sem konungur byggir á auðmýkt hans gagnvart Guði. Ein frásögnin segir af girnd Davíðs: „Kvöld eitt reis Davíð úr rekkju sinni og fór að ganga um á þaki konungshallarinnar. Þegar honum varð litið ofan af þakinu sá hann konu vera að baða sig. Konan var forkunnarfögur. Davíð sendi nú mann og lét hann spyrjast fyrir um konuna. Sendimaðurinn tilkynnti: ,Þetta er Batseba Elíamsdóttir, eiginkona Hetítans Úría.‘ Davíð sendi nú menn til að sækja hana. Hún kom til hans og hann lagðist með henni [...] Konan varð þunguð og sendi því mann til Davíðs með þessi skilaboð: ,Ég er með barni.‘“ Viðbrögð Davíð við þessum fréttum voru eins röng og hægt er, en Davíð sendi eiginmann hennar í fremstu víglínu þar sem öruggt var að hann myndi falla. „Þegar eiginkona Úría frétti að Úría, maður hennar, væri fallinn syrgði hún hann. Þegar sorgartíminn var liðinn lét Davíð sækja hana og flytja í hús sitt. Hún varð eiginkona hans og fæddi honum son. En það sem Davíð hafði gert var illt í augum Drottins.“ Biblían dregur ekkert af í lýsingum sínum er varðar sekt Davíð, og einn af spámönnum þjóðarinnar gekk á hann í kjölfarið: „Þegar [Natan spámaður ]kom til hans sagði hann: „Í borg einni bjuggu tveir menn. Annar var ríkur en hinn fátækur. Ríki maðurinn átti fjölda sauða og nauta en sá fátæki átti aðeins eitt lítið gimbrarlamb sem hann hafði keypt. Hann fóðraði það og það dafnaði hjá honum [...]. Einhverju sinni kom gestur til ríka mannsins. En hann tímdi ekki að taka neinn af sauðum sínum [...] [og] tók því lamb fátæka mannsins og matbjó það handa komumanni.“ Þá reiddist Davíð þessum manni ákaflega og sagði við Natan: „Svo sannarlega sem Drottinn lifir er sá sem þetta gerði dauðasekur. [...] Þá sagði Natan við Davíð: „Þú ert maðurinn“. Við megum aldrei sofna á verðinum Á hverjum tíma þurfum við leiðtoga, leiðtoga sem setja þarfir heildarinnar ofar eigin hagsmunum og vinna eftir þeim dyggðum sem Davíð þykir vera holdgerving fyrir – réttlæti, visku, hugrekki og samhygð. En eins og allar persónur í sagnaarfi Biblíunnar, var Davíð ekki fullkominn maður og það er heillandi að lesa hvað ekkert er dregið af í mannlýsingunni, þegar breyskleika hans er lýst. Á sama tíma og við þörfnumst leiðtoga í samfélagi okkar, höfum við tilhneigingu til upphefja valdsmenn og fylgja í blindni þeim sem taka sér völd. Sagan af Davíð konungi er meira en söguleg heimild eða uppskrift að hinum fullkomna leiðtoga, sá leiðtogi verður aldrei til nema í skáldsögum. Sagan af Davíð er áminning um að völd eru aldrei varanleg, þau eru þegin af þeim sem við treystum til ábyrgðar, og að valdshafar misnota vald sitt. Við megum aldrei sofna á verðinum gagnvart þeim sem treyst er fyrir völdum, og við þörfnumst ætíð spámanna sem gagnrýna valdsmenn. Arfleifðar Davíðs er minnst, ekki vegna þess að hann var lýtalaus, heldur vegna þess að hann hafði auðmýkt til að taka áminningum þeirra sem lögðu sjálfan sig að veði til ögra valdinu: „Þá sagði Davíð við Natan: ,Ég hef syndgað gegn Drottni‘“ og söng í Davíðssálmum „Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi. [...] Skapa í mér hreint hjarta [...] og veit mér nýjan, stöðugan anda.“ Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðtogar gegna mikilvægu hlutverki í öllum samfélögum, og sérílagi þeim sem er treyst fyrir ábyrgð og völdum hverju sinni. Fram á 20. öld skiptu konungar miklu máli í Evrópu en þeir tilheyra aðalsstétt sem heldur völdum í gegnum blóðtengsl. Davíð konungur, í sagnaarfi Biblíunnar, gegnir þar lykilhlutverki, en konungar eru til þessa dags smurðir af biskupum til þjónustu við Guð, að forskrift Gamla testamentisins, til áréttunar á því að Guð einn er konungur og að vald konunga sé frá Guði komið. Þessa hefð mátti sjá við innsetningu Karls III. Bretlandskonungs og er lýst í grunntextum krúnunnar, á borð við Liber Regalis og Book of Common Prayer. Konungar fornaldar Í fornöld voru hættur þess að völd erfist kynslóð fram af kynslóð vel þekktar. Rómverjar höfnuðu hugmyndinni um konunga, reges, á sjöttu öld fyrir Krist vegna þess að ættbornir konungar þeirra hneigðust til harðstjórnar. Í kjölfarið stofnsettu Rómverjar lýðveldi sem hélt fram að keisaratímanum, en jafnvel þá voru þeir ekki nefndir konungar og sagnritarar álitu sjálfir þá keisara sem ekki erfðu völd sín með blóðtengslum fremri. Grísku borgríkin höfðu ólíkar leiðir til að skipta völdum og þar kallast á ólík orð á grísku, annarsvegar fyrir konunga sem erfðu krúnuna, βασιλείς, og þá sem komust til valda eftir öðrum leiðum, kallaðir τύραννοι – en það orð fékk á endanum einvörðu neikvæða merkingu sem harðstjóri – tyrant. Skömmu áður en Rómverjar höfnuðu sínum konungum á sjöttu öld fyrir Krist, stofnsettu Aþenumenn lýðræði – δημοκρατία– sem hafnaði öllu tilkalli til einveldis. Fyrirmyndarkonungurinn Davíð Í Gamla testamentinu verður hugmyndin um mennskan konung til á tíma Davíðs, en hann komst til áhrifa í hirð fyrsta konungs þjóðarinnar, Sál. Fram að því er orðið מֶלֶךְ (Melech) notað um Guð, sem er hinn sanni konungur, og um konunga annarra þjóða, en lýður Guðs átti spámenn og dómara sem leituðu vilja Guðs fyrir þjóðina. Davíð var jafnframt ólíklegur konungur, hann var ekki af hefðarættum og var yngsti sonur föður síns, fjárhirðir og hörpuleikari. Samúel spámaður, sem smyr Davíð sem framtíðarkonung þegar hann er drengur, þjónaði jafnframt við hirð Sáls en sá sannarlega takmarkanir hans. Sál varð sem valdshafi, heltekin af afbrýðissemi og vænisýki. Þegar Sál deyr verður Davíð konungur og slík eru áhrif hans, að hann er til þessa dags táknmyndin sem sameinar gyðinga og gyðingdóm í Davíðsstjörnunni, og sá sem guðspjöllin rekja ætterni Jesú til. Í Samúelsbókum er sagt frá því að „[a]llir ættbálkar[nir] komu til Davíðs [...] og sögðu: „Við erum hold þitt og bein“, „Drottinn [hefur] sagt við þig: Þú skalt vera hirðir þjóðar minnar[...]. Því næst smurðu þeir Davíð til konungs [...]. Davíð var þrjátíu ára þegar hann varð konungur og ríkti fjörutíu ár“, og í Kroníkubókum að „Hann lét alla þjóð sína njóta réttar og réttlætis.“ Davíð og Batseba Það sem er þó heillandi við lýsingar Biblíunnar á hinum fyrirmyndar konungi, er að Davíð er langt frá því fullkominn – gæði hans sem konungur byggir á auðmýkt hans gagnvart Guði. Ein frásögnin segir af girnd Davíðs: „Kvöld eitt reis Davíð úr rekkju sinni og fór að ganga um á þaki konungshallarinnar. Þegar honum varð litið ofan af þakinu sá hann konu vera að baða sig. Konan var forkunnarfögur. Davíð sendi nú mann og lét hann spyrjast fyrir um konuna. Sendimaðurinn tilkynnti: ,Þetta er Batseba Elíamsdóttir, eiginkona Hetítans Úría.‘ Davíð sendi nú menn til að sækja hana. Hún kom til hans og hann lagðist með henni [...] Konan varð þunguð og sendi því mann til Davíðs með þessi skilaboð: ,Ég er með barni.‘“ Viðbrögð Davíð við þessum fréttum voru eins röng og hægt er, en Davíð sendi eiginmann hennar í fremstu víglínu þar sem öruggt var að hann myndi falla. „Þegar eiginkona Úría frétti að Úría, maður hennar, væri fallinn syrgði hún hann. Þegar sorgartíminn var liðinn lét Davíð sækja hana og flytja í hús sitt. Hún varð eiginkona hans og fæddi honum son. En það sem Davíð hafði gert var illt í augum Drottins.“ Biblían dregur ekkert af í lýsingum sínum er varðar sekt Davíð, og einn af spámönnum þjóðarinnar gekk á hann í kjölfarið: „Þegar [Natan spámaður ]kom til hans sagði hann: „Í borg einni bjuggu tveir menn. Annar var ríkur en hinn fátækur. Ríki maðurinn átti fjölda sauða og nauta en sá fátæki átti aðeins eitt lítið gimbrarlamb sem hann hafði keypt. Hann fóðraði það og það dafnaði hjá honum [...]. Einhverju sinni kom gestur til ríka mannsins. En hann tímdi ekki að taka neinn af sauðum sínum [...] [og] tók því lamb fátæka mannsins og matbjó það handa komumanni.“ Þá reiddist Davíð þessum manni ákaflega og sagði við Natan: „Svo sannarlega sem Drottinn lifir er sá sem þetta gerði dauðasekur. [...] Þá sagði Natan við Davíð: „Þú ert maðurinn“. Við megum aldrei sofna á verðinum Á hverjum tíma þurfum við leiðtoga, leiðtoga sem setja þarfir heildarinnar ofar eigin hagsmunum og vinna eftir þeim dyggðum sem Davíð þykir vera holdgerving fyrir – réttlæti, visku, hugrekki og samhygð. En eins og allar persónur í sagnaarfi Biblíunnar, var Davíð ekki fullkominn maður og það er heillandi að lesa hvað ekkert er dregið af í mannlýsingunni, þegar breyskleika hans er lýst. Á sama tíma og við þörfnumst leiðtoga í samfélagi okkar, höfum við tilhneigingu til upphefja valdsmenn og fylgja í blindni þeim sem taka sér völd. Sagan af Davíð konungi er meira en söguleg heimild eða uppskrift að hinum fullkomna leiðtoga, sá leiðtogi verður aldrei til nema í skáldsögum. Sagan af Davíð er áminning um að völd eru aldrei varanleg, þau eru þegin af þeim sem við treystum til ábyrgðar, og að valdshafar misnota vald sitt. Við megum aldrei sofna á verðinum gagnvart þeim sem treyst er fyrir völdum, og við þörfnumst ætíð spámanna sem gagnrýna valdsmenn. Arfleifðar Davíðs er minnst, ekki vegna þess að hann var lýtalaus, heldur vegna þess að hann hafði auðmýkt til að taka áminningum þeirra sem lögðu sjálfan sig að veði til ögra valdinu: „Þá sagði Davíð við Natan: ,Ég hef syndgað gegn Drottni‘“ og söng í Davíðssálmum „Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi. [...] Skapa í mér hreint hjarta [...] og veit mér nýjan, stöðugan anda.“ Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun