Leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir að Þýskaland komst í 3-0. Noel átti hlut í öðru marki Þjóðverja.
Hann var leiftursnöggur að koma boltanum á Joshua Kimmich þegar Þýskaland fékk hornspyrnu og ítalski markmaðurinn Donnarumma var á spjalli við varnarmennina. Kimmich sendi boltann síðan snöggt fyrir á Jamal Musiala sem skoraði.
Ball boy Noel Urbaniak (15) is the man of the night. He acted quickly when the ball went out of play by giving the ball to Joshua Kimmich for Germany's second goal. Kimmich thanked him, including a signed ball. Rudi Völler promised him a free ticket to the next home game. #GERITA pic.twitter.com/ig62wn1wY7
— Football24/7 (@foet247europa) March 24, 2025
„Ég náði augnsambandi við hann og sá að hann vildi virkilega mikið fá boltann, þannig að ég kastaði honum til hans. Ég hef aldrei upplifað annað eins, þetta er minn fyrsti leikur sem boltastrákur“ sagði Noel þegar fjölmiðlamenn flykktust að honum eftir leik.
The ball boy that reacted quickly to give the ball quickly to Joshua Kimmich for the corner before the second goal was recognized by the captain after the game
— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) March 23, 2025
pic.twitter.com/3UHjVoOKYB
„Ég hitti Joshua aðeins eftir leik. Hann þakkaði mér fyrir stoðsendinguna, ef svo mætti segja“ sagði Noel einnig.
Eftir að hafa svifið á bleiku skýi í gærkvöldi var honum síðan kippt aftur niður á jörðina í morgun, þegar hann byrjaði fyrsta daginn sem starfsmaður í verksmiðju sem framleiðir kebab vefjur.
Hann getur hins vegar látið sér hlakka til undanúrslitaleiks Þjóðadeildarinnar milli Þýskalands og Spánar í júní, sem hann fer frítt á, í boði Rudi Völler, formanns þýska knattspyrnusambandsins.