Evans farinn frá Njarðvík Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. mars 2025 20:31 Evans Ganapamo er landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins og gekk til liðs við Njarðvík í desember síðastliðnum. vísir Evans Ganapamo hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkur fyrir lokaumferðina og úrslitakeppnina sem framundan er í Bónus deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir bæði körfuboltalegar og ekki körfuboltalegar ástæður spila þar inn í en um sameiginlega ákvörðun sé að ræða. Rúnar staðfesti brottför hans í hlaðvarpinu Endalínan í dag. Umræðan kom upp þegar Rúnar var að ræða mögulega andstæðinga Njarðvíkur í úrslitakeppninni og nefndi Keflavík sem dæmi um lið sem myndi ekki endilega henta Njarðvíkingum vel að mæta. Hann var þá spurður hvort rétt væri að hann hefði látið „Keflavíkurbanann“ fara en Evans átti stórleik gegn Keflavík í janúar og skoraði 44 stig. „Já, hann er farinn heim, það er svoleiðis… Eiginlega sameiginleg ákvörðun, ég var svosem ekkert að reyna að ýta honum í burtu, þannig bara var það. Bæði körfuboltalegt og ekki körfuboltalegt sem að kemur þar inn í.“ Rúnar Ingi er þjálfari Njarðvíkur, sem stefnir á að stela öðru sætinu af Stjörnunni með sigri í Garðabænum lokaumferðinni. vísir Evans Ganapamo spilaði tólf leiki fyrir Njarðvíkinga frá því að hann kom til liðsins í desember. Besti leikur hans var gegn Keflavík, þar sem hann var valinn leikmaður umferðarinnar. Að meðaltali var hann með sextán stig, fjögur fráköst og eina stoðsendingu í leik. Baginski á batavegi og gæti spilað í úrslitakeppninni Njarðvíkingar hafa saknað framherjans Maciek Baginski nánast allt tímabilið en hann er, samkvæmt Rúnari, farinn að æfa aftur og gæti tekið þátt í leikjum í úrslitakeppninni. Maciej Stanislaw Baginski er þrítugur reynslubolti og einn leikjahæsti leikmaður Njarðvíkur frá upphafi. „Hann er búinn að vera svolítið með í fjórir á móti fjórum, en er aðeins farinn að ýta sér lengra og var með í gær í smá fimm á fimm upp og niður. Hver veit nema að Baginski gæti komið inn í úrslitakeppninni og leyst einhverjar mínútur“ sagði Rúnar í þættinum sem má finna í heild sinni hér fyrir neðan. Umræðan um Evans Ganapamo hefst eftir 53 mínútur. Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Rúnar staðfesti brottför hans í hlaðvarpinu Endalínan í dag. Umræðan kom upp þegar Rúnar var að ræða mögulega andstæðinga Njarðvíkur í úrslitakeppninni og nefndi Keflavík sem dæmi um lið sem myndi ekki endilega henta Njarðvíkingum vel að mæta. Hann var þá spurður hvort rétt væri að hann hefði látið „Keflavíkurbanann“ fara en Evans átti stórleik gegn Keflavík í janúar og skoraði 44 stig. „Já, hann er farinn heim, það er svoleiðis… Eiginlega sameiginleg ákvörðun, ég var svosem ekkert að reyna að ýta honum í burtu, þannig bara var það. Bæði körfuboltalegt og ekki körfuboltalegt sem að kemur þar inn í.“ Rúnar Ingi er þjálfari Njarðvíkur, sem stefnir á að stela öðru sætinu af Stjörnunni með sigri í Garðabænum lokaumferðinni. vísir Evans Ganapamo spilaði tólf leiki fyrir Njarðvíkinga frá því að hann kom til liðsins í desember. Besti leikur hans var gegn Keflavík, þar sem hann var valinn leikmaður umferðarinnar. Að meðaltali var hann með sextán stig, fjögur fráköst og eina stoðsendingu í leik. Baginski á batavegi og gæti spilað í úrslitakeppninni Njarðvíkingar hafa saknað framherjans Maciek Baginski nánast allt tímabilið en hann er, samkvæmt Rúnari, farinn að æfa aftur og gæti tekið þátt í leikjum í úrslitakeppninni. Maciej Stanislaw Baginski er þrítugur reynslubolti og einn leikjahæsti leikmaður Njarðvíkur frá upphafi. „Hann er búinn að vera svolítið með í fjórir á móti fjórum, en er aðeins farinn að ýta sér lengra og var með í gær í smá fimm á fimm upp og niður. Hver veit nema að Baginski gæti komið inn í úrslitakeppninni og leyst einhverjar mínútur“ sagði Rúnar í þættinum sem má finna í heild sinni hér fyrir neðan. Umræðan um Evans Ganapamo hefst eftir 53 mínútur.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira